Vera - 01.10.2001, Síða 46

Vera - 01.10.2001, Síða 46
ævisögu sína. "Hún þoldi ekki að hugsa til þessara tíma sem hún gekk í gegnum." Þegar hún byrjaði á ævisög- unni sem gömul kona um áttrætt var hún orðin veik. Líkamskraftarnir voru þrotnir og það var henni um megn að endurupplifa fortíðina. Bríet var hetja en hún var líka kona, eiginkona, móðir og svo margt fleira - í íslensku karlaveldissamfélagi, þar sem allt of fáir kunnu að meta það sem hún hafði fram að færa, ekki síst konur. Þrátt fyrir ýmis vonbrigði var Bríet síður en svo bitur eins og glöggt má sjá af bréfi sem hún skrifar um miðjan áttræðisaldur til æskuvinar síns: Ég er þakklát við guð og lífið sem hefir gefið mér svo margt af því sem mig hefir langað til að eignast. Og þótt eg hafi ekki fengið allt sem eg hefði máske getað óskað mér þá er eg jafn ánœgð og þakklát fyrir það. Lífið sjálft finnst mér svo mikil guðsgjöf með öllum sínum auði og margvíslegu möguleikum. (Brfet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið. Rvk. 1988). Fröken Ingibjörg H. Bjarnason Það gengur eins og rauður þráður í gegnum viðtölin hvað Ingibjörg var formföst og ákveðin. Hún hélt uppi miklum aga í Kvennaskólanum og virtist gera það með sóma. Nemendur komust ekki upp með nein læti en vissu jafnframt að hverju þeir gengu. Eins er greinilegt að Ingibjörg var ekki allra. Hún átti það til að sýna sumum stúlkum mikla hlýju, sérstaklega þeim sem minna máttu sín. En á yfirborðinu var hún mjög ströng og nemendur báru óttablandna virðingu fyrir henni. Ein af viðmælendum mínum nefndi að ingibjörg hafi að minnsta kosti einu sinni endursent bréf vegna þess að það "gleymdist" að skrifa Fröken á umslagið. Nokkrar sögðust beinlínis hafa verið hræddar við hana. Ingibjörg lagði mikið upp úr því að kenna góða siði og var mjög góð fyrirmynd sjálf. Samkvæmt lýsingum á Henni mætti ætla að hún hafi verið óaðfinnanleg í þessu tilliti. Það lítur út fyrir að Ingibjörg hafi verið í ákveðnu hlutverki út á við, það er að segja að hún sýndi fáum sinn innri mann. En bak við "grímuna" átti hún aðrar hliðar sem voru "mýkri" en yfirborðið gaf til kynna. Ingibjörg virðist alltaf hafa verið f uppeldis- hlutverkinu þar sem hún kom og lýsti það sér sem ákveðin "stífni". Hún bar sig vel en undir niðri virðist hún hafa tekið ýmsa hluti nærri sér, striðni og fleira sem hún varð fyrir stöðu sinnar vegna. Sem dæmi um það má nefna að á Alþingi varð hún fyrir mikilli stríðni frá Jónasi lónssyni frá Hriflu sem hún tók nærri sér. En hún svaraði honum í sömu mynt og elduðu þau lengi grátt silfur saman. Á Alþingi var Ingibjörgu oft svarað með orðfæri sem skfrskotaði til persónueinkenna kvenna, eins og t.d. "tepruskapur", "færar" og "vanfærar konur", "taugaveiklun", "tilfinningamál hjá betri helm- ingi mannkynsins", "tillagan meira borin fram af til- finningum helduren rökréttri hugsun", "familíusamningur", o.fl. Ingibjörg og fjölskylda hennar tilheyrðu yfirstétt samfélagsins á þessum tíma. Eftir að Ingibjörg hafði dvalist í Danmörku við nám f 7 ár (1886-1893) kom hún heim til íslands sem "ný kona". Hún virðist hafa lagt þjóðbúningnum, sem er mjög táknrænt. Ingibjörg haföi greinilega tekið upp nýja lffshætti og það er engu líkara en hún hafi varpað þjóðerniskenndinni fyrir róða hvað þetta snerti en á þessum tíma gengu flestar konur enn- þá í peysufötum. Að öðru leyti hafði hún sterka þjóð- erniskennd. Hún kemur heim til þess að miðla því sem hún hafði tileinkað sér erlendis. Ingibjörg og bræður hennar voru áberandi í samfélaginu og staða þeirra var því um margt sérstök. Ingibjörg var ógift, barnlaus og menntuð kona. Þetta skapaði henni ákveðinn sess á þessum tíma þegar mikið var lagt upp úr því að konur væru eiginkonur og mæður og fæstar gengu mennta- veginn. lngibjörg stakk því í stúf við samfélagið. Það kom skýrt fram þegar ég spurði um karlamál voru svörin öll á einn veg "nei, hún hafði aldrei verið við karlmann kennd" og einhvern veginn var það ekki í hugum fólks að kenna hana við karlmenn. Hún var bara Fröken Ingibjörg. Ég tel að litið hafi verið á hana sem "samfélagslega kynlausa", það er að segja að hún var hvorki hin "fullkomna kona" (þ.e. eiginkona, móðir) né "karl". Ingibjörg hefur verið þarna mitt á milli sam- kvæmt félagslegum skilgreiningum. Litið var á hana sem einstaka f sinni röð, sem hún og var. Hún lét karl- ana ekki vaða yfir sig og var jafningi þeirra á margan hátt; frammistaða hennar sem fyrsta og eina konan á Alþingi er til marks um það.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.