Vera - 01.10.2001, Page 53

Vera - 01.10.2001, Page 53
MFÍK fimmtíu ára Barátta fyrir betri og bjartari heimi Bergþóra Einarsdóttir Undirrituð starfaði í stjórn MFIK um átta ára skeið, frá 1981 til 1989, lengst af sem ritari félagsins. Þetta eru minnisstæð ár. I félaginu og í stjórn þess voru kraft- miklar konur, fullar áhuga og eldmóðs. Það var lærdómsríkt að kynnast og starfa með konum eins og Maríu Þorsteinsdóttur, Steinunni Harðardóttur, Rögnu Freyju Karlsdóttur, Margréti Einarsdóttur, Guðbjörgu Björgvinsdóttur, Margréti Sigurðardóttur, Sigríði Jóhannesdóttur og Eygló Bjarnardóttur sem störfuðu í félaginu á þessum tíma, og ótal fleiri konum sem allar vildu hag og hróður félagsins sem mestan. komið á fót hópi sem í voru fulltrúar - allt konur - frá Þjóðkirkjunni, Félagi þroskaþjálfa, Kennarasambandi íslands, Félagi sérkennara og fleiri samtökum. Þessi hópur beitti sér gegn því að börn fengju eftirlíkingar af vopnum í hendur. Átakið náði hámarki í jólagjafa- innkaupunum - settar voru auglýsingar í Ríkisútvarpið, greinar birtar í dagblöðum, borin út dreifibréf og konur úr hópnum stóðu fyrir utan leikfangaverslanir og bein- du þeim tilmælum til fólks að ekki yrðu vopn í jólapökkunum til barnanna. Átak þetta stóð um nokk- urra ára skeið en eins og oft vill verða var eldmóðurinn og áhuginn langmestur í upphafi. Tengslin við ALK (Alþjóðasamtök lýðræðissinnaðra kvenna) voru mjög sterk og fengum við frá systur- samtökum okkar í samtökunum fréttir af stöðu og bágindum kvenna víðs vegar um heim og baráttu þeirra fyrir réttindum, framförum og lýðræði. Lítið var hægt að gera annað en að senda stuðningsyfirlýsingu við konunar og mótmæli vegna þess óréttis og kúgunar sem þær og fjölskyldur þeirra urðu að þola vegna styrj- alda og yfirgangs. Þá var oft óbærilegt að hugsa til þeirrar neyðar sem kynsystur okkur í þróunarlöndunum bjuggu við og ekki hefðu þær þurft háar upphæðir á okkar mælikvarða til að bæta daglegan aðbúnað. En félagið var félftið og velta þurfti hverri krónu nokkrum sinnum áður en tekin var endanleg ákvörðun um hvert hún skyldi renna. Kvennahúsið á Hótel Vík Stjórnarfundir voru á þessum tíma að miklu leyti haldn- ir á heimilum stjórnarkvenna til skiptis og að loknum fundarstörfum áttu sér stað frjóar og fjörugar umræður um þjóðfélagsmál og stjórnmál fram eftir kvöldi. Á tímabili höfðum við aðstöðu í Kvennahúsinu á Hótel Vík og héldum þar stjórnar- og félagsfundi. Þessi aðs- taða varð félaginu mikil lyftistöng þar sem stofnað var til tengsla við konur úr öðrum kvennasamtökum sem þar höfðu einnig aðstöðu. Við áttum fulltrúa í þverpól- itískri hreyfingu kvenna sem starfaði af miklum áhuga á þessum tíma og vann meðal annars að undirbúningi tíu ára afmælis kvennadagsins. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars hefur jafnan verið hápunktur í félagsstarfinu. Þessa dags er ár hvert minnst með myn- darskap, oft í samvinnu við önnur samtök, og hann hel- gaður þeim málefnum kvenna og barna sem hæst ber hverju sinni. 8. mars fundir félagsins hafa jafnan verið vel sóttir. Gegn leikfangavopnum Fyrri hluta níunda áratugarins vann MFÍK kraftmikið starf gegn leikfangavopnum. Að frumkvæði félagsins var Friðarpáskar og barátta gegn kjarnorkuvá MFÍK tók einnig þátt f Friðarpáskum, sem ýmis samtök stóðu að um miðjan áratuginn. Friðarpáskar voru hald- nir tvisvar eða þrisvar að því mig minnir. Þá er mér sér- lega minnisstæður opinn fundur sem MFÍK hélt haustið 1981 í Norræna húsinu um vá kjarnorkustyrjaldar og kalda stríðið þar sem Guðjón Petersen, þáverandi framkvæmdastjóri Almannavarna, og séra Agnes Sigurðardóttir fjölluðu um þessa hræðilegu ógnun sem hvíldi þungt á þeim sem létu sér annt um frið og heill mannkynsins. Þessi fundur var haldinn fyrir fullu húsi og félaginu til mikils sóma. Að hitta konur frá öllum heimshornum Þá ber að nefna að konur úr MFÍK sóttu kvennaráð- stefnur, kvennaþing, friðarráðstefnur og fundi í ýmsum löndum Evrópu, bæði á vegum ALK og annarra kvenna- og friðarsamtaka. Þar hittust konur frá öllum heims- hornum sem áttu þá ósk heitasta að bundinn yrði endir á kalda strfðið og upp rynni öld friðar. Það var félags- konum okkar ómetanlegt að kynnast konum frá öðrum löndum, sérstaklega frá þróunarlöndunum, sem bjuggu og búa við kjör svo ólík öllu sem við eigum að venjast, fræðast af þeim og reynslu þeirra. Loks verð ég að nefna kynni af konum frá stríðshrjáðum þjóðum þar sem þjóðfélagsþegnar sem vildu stunda sína friðsam- legu iðju lifðu við stöðugan ótta, bjuggu við hrylling styrjalda og árásir, yfirgang einræðisherra og kúgun, herkvaðningu fjölskyldufeðra og sona. Kynnin við þær hetjur sem bjuggu við slíkt sem daglegt brauð hverfa aldrei úr minni. Hér að framan hefur aðeins verið drepið lítillega á félagsstarfið innan MFÍK, minnst á fátt af því sem konurnar þar tóku sér fyrir hendur til að vinna að friði, farsæld og stöðugleika bæði hér heima fyrir og um heim allan. Á þessum tímamótum MFÍK vil ég senda félaginu og félagskonum innilegar óskir um árangur í baráttunni fyrir betri og bjartari heimi. 53

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.