Vera - 01.10.2001, Page 55
MFÍK fimmtíu ára
Eflum menningu, þroska og friðarvilja
Guðrún Friðgeirsdóttir
Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna hafa
frá upphafi verið aðili að alþjóðlegum menningar-
og friðarsamtökum kvenna og tekið þátt í starfi þeir-
ra á margvíslegan hátt. A þeim tíma sem MFÍK voru
stofnuð unnu margir um víða veröld af kappi og
einlægri hugsjón að því að fyrirbyggja stríð.
"Aldrei aftur stríð" hljómaði þá um heiminn. Margir
vonuðu að að þjóðir heims gætu lagst á eitt og
barist saman fyrir friði og betri heimi.
Þrátt fyrir störf Sameinuðu þjóðanna og óeigingjarna
baráttu ótal margra samtaka, félaga og einstaklinga
um mest allan heiminn höfum við orðið fyrir miklum
vonbrigðum. Sífellt heyrum við um stríðsátök víðs-
vegar í heiminum þar sem saklausir borgarar, konur,
karlar og börn eru þolendur alls þess ömurleika og
viðbjóðs sem af stríðsrekstri leiðir. Strfðið í ]úgó-
slavíu á síðasta áratug vakti upp svipaðan hrylling og
ódæði nasistanna gerði í síðari heimsstyrjöldinni.
Óhætt er að segja að siðmenningu hefur ekki farið
fram í takt við hraða tækniþróunar. Þörfin fyrir
eflingu menningar og friðar birtist okkur skýrt með
atburðunum sem gerðust 11. september síðast-
liðinn. Eins og forseti okkar nefndi daginn eftir árás-
ina á Bandaríkin verðum við að hugleiða vel að það
er ekki skjói í hinum mesta herstyrk og vígbúnaði
heldur er það siðmenningin og þroski mannanna
sem ein geta til lengdar ráðið bót á illdeilum. Hefnd
er heldur ekki vörn gegn árás af þessu tagi. Við hljót-
um að vera komin á annað menningarstig en forn-
menn voru á landnámsöld og við ættum að geta
leyst vandamál á farsælli og menningarlegri hátt en
með ofbeldi en til þess verðum við að ráðast að rót-
um vandans, vöntun á styrkri siðmenningu. MFÍK
hafa f áratugi unnið að eflingu menningar og friðar á
mörgum sviðum þjóðlífsins í samfélagi okkar og von-
andi verður svo enn um ókomin ár því að þörfin fyrir
slík samtök er augljóslega brýn á okkar dögum.
Samtökin hafa frá upphafi látið sig varða hvers konar
menningarumræðu hér á landi og lagt hönd á plóg
með umræðum og stuðningi við menningu í vfðum
skilningi þess orðs. Samtökin hafa sérstaklega sinnt
málefnum sem lúta að stöðu kvenna og barna. Þarfir
þessara tveggja hópa eru svo samtvinnaðar að þeir
verða ekki aðskildir í baráttunni fyrir friði og eflingu
menningar. Um leið og menning kvenna eflist
glæðist þroski og menning uppvaxandi kynslóðar.
Enn sjá konur f öllum heiminum mest um uppeldi
og umönnun barna, einkum yngstu barnanna. Lengi
býr að fyrstu gerð, segir máltækið. Mikill sannleikur
býr í þessum orðum. Lengi hefur verið vitað að fyrstu
æviárin skipta mestu í uppeldinu og fjöldamargar
rannsóknir frá síðustu áratugum sýna svo að ekki
verður um villst að þetta er rétt. Umhverfi barnsins,
tilfinningatengsl þess við sína nánustu, samskipti,
öryggi, traust, atlæti og andrúmsloft á heimilinu
ræður úrslitum um þann grunn sem lagður er að per-
sónuþroska barnsins á fyrstu æviárum þess. Það er
göfugt starf að ala upp börn og virðing ætti að fylgja
því. í fundaröð sem MFÍK gekkst fyrir veturinn 1998-
1999 var rætt um samræmingu fjölskyldulífs og
atvinnuþátttöku. Sérhæfðir karlar og konur, hver á
sínu sviði, voru fyrirlesarar. Fjallað var um fæðingar-
orlof fyrir foreldra í atvinnulífinu, þarfir lítilla barna
og um leikskóla, grunnskóla og brottfall nemenda úr
skólum. Strax í framhaldi af fundunum var þessi
umræða tekin upp og hélt áfram í útvarpi, dagblöð-
um og ráðstefnum. Árlegar bókmenntakynningar á
nýútkomnum verkum íslenskra kvenna, sem sam-
tökin halda í byrjun desembermánaðar, eru alltaf
vandaðar og fjölsóttar.
Á síðasta áratug hafa samtökin í síauknum mæli haft
samstarf við önnur samtök og félög sem hafa bar-
áttumál kvenna og barna á dagskrá. Verður þá fyrst
og fremst að nefna fund sem haldinn er árlega í
Reykjavík á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars
og alltaf er fjölsóttur. Einnig er kertafleyting á Tjörn-
inni árlegur viðburður í starfi MFÍK f samstarfi við
önnur samtök og félög. Hún er haldin f byrjun ágúst
f minningu fórnarlambanna í kjarnorkusprengingum
Bandaríkjanna á Hírosíma og Nagasaki í ágúst 1945.
Þessi viðburður dregur margt fólk að Tjörninni í
rökkri sfðsumarkvöldsins og stuðlar að því að við
höldum vöku okkar gegn stríði og voðaverkum. Af
þeim mörgu þörfu verkefnum sem MFÍK sinnir hafa
aðeins fáein verið nefnd hér en af þeim má sjá að
samtökin hafa gegnt og gegna enn mikilvægu hlut-
verki og framlag þeirra í þjóðfélaginu er dýrmætt nú
á okkar dögum ekki síður en fyrir 50 árum.
55