Vera - 01.10.2001, Side 59
Þórunn Magnúsdóttir
Sem bæjarfulltrúi fyrir sósíalista barðist ég fyrir því að herskála-
hverfin yrðu lögð niður og íbúum þeirra gefinn kostur á mann-
sæmandi húsnæði.
ég vaknaði á aðfangadag var ég altekin
af bjúg, hendurnar voru svo bólgnar að
ég gat ekki hreyft fingurna. Nú, það var
ekki um annað að ræða en að drffa mig
á sjúkrahús og þar lá ég þartil í mars að
ég fæddi barnið. Nokkrum árum seinna
lauk svo þessu siðara hjónabandi mfnu
einnig með skilnaði."
Nú verður þögn, Þórunni er ekki
lagið að ræða mikið um einkahagi sína.
Og hún fer að segja mér frá Mæðra-
styrksnefnd og Mæðrafélaginu sem hún
starfaði í af lífi og sál. „Mæðrafélagið
reyndi að veita meðlimum sínum ýmsa
nýja möguleika," segir Þórunn. „Við
fengum úthlutað landspildu í Selási
sem var svo skipt upp í garða tii félags-
kvenna. Fólk varð að vera mjög hagsýnt
á þessum árum og halda rekstrarkost-
naði heimilanna f lágmarki. Svo héld-
um við námskeið f matreiðslu græn-
metis. Einnig voru saumanámskeið,
einu sinni man ég að við fengum gamla
Stýrimannaskólann til námskeiðshalds.
Mæðrastyrksnefnd vann mikið og gott
starf á þessum árum og það var gaman
að vera með í þessu öllu, þó oft sýndist
svart framundan. Ég kynntist mörgum
frábærum konum gegnum þessi störf,
svo sem Laufeyju Valdimarsdóttur, dótt-
ur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, og Katrínu
Pálsdóttur. Laufey var heillandi kona,
fyrir henni voru mannúð og hjartahlýja
sá mælikvarði sem miða skyldi við. Hún
var svo tilfinninganæm að það olli
henni oft erfiðleikum. Katrín var um
skeið bæjarfulltrúi fyrir kommúnista.
Hún var þá ekkja með mörg börn á
framfæri, enda lét hún mjög til sín taka
málefni kvenna og barna, m.a að ekkjur
fengju meðlag með börnum sfnum eins
og ógiftar mæður. Þetta komst f fram-
kvæmd með tryggingalöggjöfinni. Þá var
Katrín um tíma formaður Mæðrafélags-
ins og þær Laufey unnu jafnan saman,
lfka í Mæðrastyrksnefnd. Báðar voru
mikilhæfar konur."
Sagnfræðinám og kvennaráðstefnur
En hvenær hafðir þú tíma til að fara í
háskólanám, Þórunn?" „Ég veit ekki
hvort ég hafði tíma. En ég ákvað ein-
hverntíma að þegar ég væri orðin fertug
skyldi ég gera eitthvað fyrir sjálfa mig,
eitthvað sem mig langaði verulega
mikið til. Ég hafði alltaf haft löngun til
náms og nú ákvað ég að það væri
komið að þvf. Ég varð auðvitað að lesa
mikið utanskóla vegna heimilisstarfa og
fleiri ástæðna. En allt hafðist þetta og
1977 lauk ég BA prófi f sagnfræði, 56 ára
gömul, og MA tók ég svo 1982. Þetta var
nú ágætt en ég hef stundum hálf séð
eftir því að taka ekki doktorsprófið líka,
fyrst ég var komin af stað."
Og svo hefurðu líka ferðast mikið.
„Já, á seinni árum hef ég ferðast tölu-
vert. Ég hef reynt að sækja ráðstefnur
kvenna og fylgjast með mannréttinda-
málum. Hvað mér er minnistæðast? Ég
held - kvennaráðstefnan í Peking. Hún
var mjög vel skipulögð og á margan hátt
athyglisverð. Við gestirnir mættum ákaf-
lega mikilli velvild allsstaðar. Kínverjar
eru líka svo aðlaðandi fólk yfirleitt.
Þegar konur koma svona saman, kynn-
ast og ræða sín vandamál, þá fer ekki
hjá því að skilningur og samúð aukist.
Eitt af því sem mér er ógleymanlegt frá
þessari ráðstefnu var fundur ísraelskra
og palestfnskra kvenna. Salurinn var
sneisafullur og fundarstjóri var palest-
fnsk skáldkona. Hún var alltaf jafn róleg
þó fundarkonur yrðu æstar og órólegar.
Loks þegar hver höndin virtist ætla að
vera upp á móti annarri sagði fundar-
stjórinn: „Við skulum syngja saman," Og
í söngnum var eins og öll vanstilling og
sárindi gleymdust, allar sungu saman
og friður færðist yfir salinn. Lagið var
mjög fallegt og auðheyrilega öllum við-
stöddum vel þekkt. Ég náði textanum
ekki alveg en hann fjallaði um tréð
okkar, sem hann afi gróðursetti í garð-
inum og fuglarnir syngja í þvf hvern
dag... Þannig lauk þessum fundi.
Afrfsku konurnar urðu mér einnig
minnisstæðar. Þær voru bæði glæsi-
legar og vel máli farnar. Mér þótti
dálítið leitt að við íslenskar konur
skyldum ekki vera með neina kynningu
þarna. Hins vegar var verulega falleg
sýning færeyskra kvenna - sem íslensk
kona hafði reyndar unnið við að setja
upp. Stúdentar, bæði piltar og stúlkur,
unnu mikið við hvers konar fyrirgreiðslu
á Pekingráðstefnunni og einnig við
undirbúninginn sem hafði staðið í tvö
ár. Mér fannst þetta unga fólk ákaflega
indælt." Eitthvað sem þér fannst ein-
kenna daglegt líf Kínverja, öðru fremur?
„|á, hvað börnum var sýnd mikil um-
hyggja. Þau röltu aldrei á eftir foreldrum
sínum, eins og er algengt hér á landi,
annað hvort voru þau leidd eða þau
gengu á undan, oft þá í beisli. Ég
minntist þess að ég var oft með mín
börn í beisli. Mér finnst þessi einfalda
og þægilega tækni alltof lítið notuð nú
orðið. En þetta var nú útúrdúr. Fjöl-
skyldusamheldni er augljós í Kína."
Hvað virtist þér um mannréttindi
austur þar? „|á, ég verð nú að segja,"
segir Þórunn með áherslu „að ég tek
með miklum fyrirvara fréttum vestrænna
fjölmiðla um mannréttindabrotin í Kína,
svo sem þessar hryllingssögur um
barnaútburð, ég hef ekki mikla trú á
sannleiksgildi þeirra. Eins og ég sagði
er börnum einmitt sýnd svo mikil um-
hyggja og virðing hjá Kínverjum. Ég sá
oft mæðgur halda hvora utan um aðra á
göngu um göturnar. Það er erfitt að
hugsa sér slíkar konur bera út börn. Það
er blátt áfram ekki rökrétt. Mér sýnist
að Vesturlandabúar ættu að líta í eigin
barm - hvort þeir virði alltaf mannrétt-
indi sem skyldi, áður en þeir taka til við
að siða aðrar þjóðir."
Ef þú mættir óska þér einhvers á
stjórnmálasviðinu, Þórunn, hvað
mundir þú þá segja? Sagnfræðingurinn
og baráttukonan hugsar sig um. „Ég
mundi óska þess að fólkið í heiminum
vaknaði til samábyrgðar. Þetta er bara
einn heimur, við verðum að bera ábyrgð
á honum sameiginlega. Samkenndin
verður að koma að innan, úr sjálfsvit-
und hvers einstaklings. Frelsi er fallegt
orð en það er svo auðvelt að misnota
frelsið. Sjáðu öll umferðaslysin hérna á
íslandi - sem stafa af því að fólk tekur
sér of mikið frelsi. Og beltislausu börnin
f bílunum - næturgöltrið. Ég nefni þetta
bara af handahófi en vandamálin eru á
öllum sviðum mannlífsins. Við verðum
að taka okkur tak," segir þessi lífsreynda
kona að lokum.
o