Vera - 01.10.2001, Síða 68

Vera - 01.10.2001, Síða 68
Tónlist <s$*ú3ZA THE STROKES IS 1 Heiða Eiríksdóttir Gorillaz - Gorillaz Corillaz, hljómsveitin sem skaut upp kollinum á árinu, að því er virtist úr lausu lofti, var næstum komin til íslands til tónleikahalds, en það verður ekkert úr því í þetta skipti. Diskurinn er hins vegar okkar til að hlusta á og ber vitni um hve frábær hljómsveitin er og gefst því vonandi tækifæri til að berja hana augum síðar meir. Það er eitthvað mjög leyndardómsfullt við þennan disk. Fyrst vissi enginn hver var í hljómsveitinni, fyrir utan Damon Albarn Blur-ara sem þekktist náttúrulega á röddinni. Þeirgefa sig út fyrir að vera teiknimyndapersónu- hljómsveit þar sem teiknimynda- fígúrurnar í sveitinni: 2-D, Murdoc, Russel og Noodle eru bara til á netinu og í myndböndum í sjónvarpinu. Það eru reyndar þrír í hljómsveitinni fyrir utan Albarn, Miho Hatori kemur úr hljóm- sveitinni Cibo Matto, hipphopp- pródúserinn Dan Nakamura, og rapp- arinn Del tha funkee Homosapien. Teiknari hljómsveitarinnar er lamie Hewlett. Sérstakur gestur í einu lagi plötunnar er lbrahim Ferrer úr Buena Vista Social Club og stendur hann sig stórvel í bland við nútímalegt trommu- og bassa-undirspilið. Damon Albarn virðist skemmta sér mjög vel, lögin eru reyndar misjöfn, ekki allt að virka jafnvel á mig. Samt er dálítil partýstemmning á þessum diski. Ef hann er hafður í heyrnartólum í tengslum við ferðageislaspilara, þannig að hægt sé að ganga um, er eins og göngulagið breytist smám saman hjá manni. Það eru nátt- úrulega mjög áberandi bassi og tromm- ur, þannig að áherslan liggur í taktinum, þú verður einhvern veginn aðeins meira kúl við það að ganga í takt við Gorillas. Það er næstum hægt að upplifa sig sem hjólabrettatöffara bara með því að ein- beita sér nógu vel. Það snjalla við þen- nan disk er hvað honum tekst vel upp í að sameina popp/rokk og hipphopp ein- mitt með því að nota hefðbundnar popp- laglínur, en fullt af skemmtilegum hip- phopptöktum og -hljóðum. Fyrir utan þessa kosti er gaman að láta diskinn rúlla og leyfa honum að lyfta lund þinni. Hann fer út um allt, stansar á hinum ólíklegustu stöðum, kemur við í fallegum popplögum, hröðu pönkskotnu rokki, fyrrnefndu hipphoppi, en Ifka í einhverju alveg sérstöku, gorillaz-stemningu sem hvergi annars staðar fyrirfinnst og gaman er að upplifa. The Strokes - Is This It Það er langt síðan ég var stödd í partýi þar sem allir voru að dansa villtan dans í kringum borðstofuborð við fyrstu plötu U2, Boy, sem kom út 1980. Sú plata hreif mig, bæði fyrir einfaldar og grípandi gítarlínur, og kraftmikið en jafnframt hrátt rokkið. Eitt aðalsmerki U2 er svo rödd söngvarans Bono, en mér finnst hann svo miklu betri á fyrstu plötunum en hann er í dag. Hérna tengist þessi U2- umræða einmitt hljómsveitinni Strokes. Þeir eru ungir, að gefa út sfna fyrstu plötu, kraftmiklir en hráir, með grípandi gítarlínur og söngvara sem er bæði rámurog mjúkur, hvort heldursem betur á við og hljómar stundum eins og hinn ungi Bono sem ég á svo góðar minningar um. Þessi hljómsveit samanstendur af Nick Valensi og Albert Hammond |r. gítarleikurum, lulian Casablancas söngv- ara, Nicolai Fraiture bassaleikara og Fab Moretti trommuleikara, sem allir eru frá New York. Þeir ganga hreint til verks og spila því mjög hreint og beint rokk, án þess að taka hina nútímalegu tölvu- væðingu inn í myndina. Það er skemmti- legur ferskleiki sem fylgir því að hafa ein- ungis þessa hefðbundnu hljóðfæra- skipan: trommur, bassi, gítarar og söng- ur, í stað tölvuinnskota sem færast sífellt í aukana. Má segja að þetta sé komið hringinn, það er frumlegt að spila á gamaldags græjur! En það er tónlistin sem skiptir höfuðmáli, ekki hljóðfærin sem hún er spiluð á , og þessi tónlist stendur svo sannarlega fyrir sínu. Mér finnst gaman að heyra hversu ein- faldleikinn nær að skila miklu, látlaús trommuleikur, en samt er einhver æsingur í honum. Einfaldar gítarlínur sem eru síendurteknar í gegnum lögin, en samt skilar það svo miklum krafti inn. Sum lög eru greinilega undir áhrifum frá lagasmíðum The Velvet Underground og söngvarinn kann vel að beita röddinni þannig að hann líkist aðeins Lou Reed, en hann hefur alltaf sinn eigin stíl með f bland. Það má segja að The Strokes geri bara það sem þarf að gera: Semja lög sem eru skemmtileg, spila og syngja þau vel og vera svo ekkert að flækja málin! 68

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.