Vera - 01.10.2001, Page 69
Málfar
Guðrún Kvaran
Skammaryrði
um karla og
konur
Oft er rætt um muninn á mál-
fari karla og kvenna og oft
vill gæta hleypidóma sem
ekki eiga við rök að styðjast,
einkum ef umræðuefnið hefur
lítið verið athugað. Meðal
þess sem heyrst hefur er að
karlar noti grófari orð um
konur og að fleiri neikvæð
orð séu til um konur en karla.
í grein sem birtist í Mími fyrir tæpum
áratug um þetta efni komust höfundar
að þeirri niðurstöðu að karlmenn væru
grófari í orðavali. f greininni segir: „þótt
endalaust sé hægt að mynda ný nei-
kvæð karlkynsorð virðist það ekki gert.
Af þessu má draga þá ályktun að konur
séu þrepi neðar í virðingarstiganum."
Mér fannst þetta áhugavert mál og
kannaði því bæði jákvæð orð og nei-
kvæð um karla og konur í seðlasöfnum
Orðabókar Háskólans. Athugun mín
leiddi í Ijós að svipaður fjöldi jákvæðra
heita fannst um karla og konur en tals-
vert fleiri neikvæð orð eru notuð um
karla, ekki sfður af þeim sjálfum en af
konum. Mestur er munurinn þegar verið
er að lýsa framkomu og hegðun. Mikill
fjöldi orða ertil um grófa, ruddalega
karlmenn, t.d. afhrak, afskúm, barri,
bulla, drubbi, dusilmenni, frunti, hrani,
rusti, skreppur, en ekki eru ruddafengn-
um konum að sama skapi gefin sérstök
heiti. Þær eru fremur fasmiklar og há-
værar, t.d. fenja, freigáta, fruska,
glumbra, hrímskella, skella, snegða,
du
væsKJ.11; ií=g?a»- najn-ur : . i -Trunfi; : -il-menni: -bfa; -dMri yzlmi : trei-gáta ■ -skella •-þredda ' hr5mlskel : h%t;§n-jála ■ -qiilribra : -sneg>a • syarK-ur ? -frusKn
ysja. Allmörg orð fundust um skapharð-
ar konur og geðillar, t.d. bredda, gípa,
harðnjála, skerja, svarkur, en færri um
geðstirða karla, t.d. drútur, hamur, lunti,
rysjaldur. Gildvaxin kona á sér fleiri heiti
en gildvaxinn karlmaður en aftur á móti
eru mörg orð til um vesældarlegan karl-
mann, væskil, en fá sambærileg um
konur. Af þeim dæmum sem ég fann er
fátt sem bendirtil að karlmenn noti
grófari orð um konur en sjálfa sig. Orð
um karla eru talsvert fleiri en orð um
konur og ný neikvæð orð eru mynduð
um karla ekki síður en um konur. Fátt
virðist því benda til að konur standi að
þessu leyti skör neðar en karlar í virð-
ingarstiganum.
HEILSA og HUGRÆKT fyrir konur
-Leið til bættrar líðanar og heilbrigðis-
í fyrsta hlutanum er fjallað um stefnur og
strauma í hugþjálfun og ólík viðhorf fræðimanna
og leikmanna. Farið verður þá í heildarsýn sem
samþætting hugræktar og líkamsræktar veitir,
markvissar aðferðir til eflingar hugans og nem-
endur gera einstaklingsverkefni.
Kennari: Gunnhildur Valdimarsdóttir
hjúkrunarfræðingur og kennari
Kennslustaður: Mjódd
Verð: 6000 kr
Skráning: stendur yfir að Fríkirkjuvegi
Annar hluti inniheldur hópverkefni, slökun,
megin inntak slökunar og aðferðir, kenningar
fræðimanna og leikmanna.
Þriðji og seinasti hluti fjallar um það að leyfa
sér að upplifa og njóta lífshamingjunnar og
hvernig það og slökun spilar saman.
Námsflokkar Reykjavíkur
Fríkikjuvegi 1 s. 551-2992
Þönglabakka 4 s. 567-7050
http://www.namsflokkar