Vera - 01.08.2004, Síða 6

Vera - 01.08.2004, Síða 6
SKYNDIMYND / Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Við hlustum ekki á neitt kjaftæði -Útsendari Veru fær að fylgjast með æfingu hjá kvennahljómsveitinni Brúðar- bandinu. Einu hljómsveit veraldar sem performerar alltaf í brúðarkjólum »Brúðarbandið æfir í Tónaþróunarmiðstöðinni úti á Granda. Útsendari virðir íhugull fyrir sér innréttingar æfingahúsnæðisins eins og Vala Matt hefði sjálfsagt gert. Nema það eru engar „sniðugar lausnir". Hér er ekki einu sinni almennilegur stóll til þess að setjast á. Þetta er nátt- úrlega hneyksli. Virðuleg blaðakona að nálgast miðjan aldur er látin hvíla lúin bein við trommu- sett. Hvað myndi Vala Matt segja ef hún fengi svona móttökur? Tónaþróunarmiðstöðin er rekin af Danna Pollock, sem var í Utan- garðsmönnum - og þar geta hljómsveitir leigt sér æfmgahúsnæði. Brúðarbandsmegin í herberginu eru ótrúlega margar myndir af Madonnu á veggjunum. Svo eru þar hvítar nærbuxur sem krotað hefur verið á með tússpenna: Femmes my ass. Stelpurnar í bandinu spila á hvít hljóðfæri. í stíl við brúðarkjól- ana auðvitað. Þær plokka hljóðfærin rólega og spjalla saman. Skyndilega segir einhver: „Jæja“, og þá skellur á ærandi hávaði. Út- sendari Veru dettur næstum af stólnum. Skín í tennur Blóðið rennur Gítarinn brennur En þetta er páer í lagi. Það verður að viðurkennast að gamli pönk- arinn ólmast innan í virðulegu blaðakonunni. Hann langar út. Hver smellurinn og skellurinn rekur annan. Stelpurnar spila mik- ið og vilja meira af öllu, eins og nafn plötu þeirra Meira! gefur til kynna: 6/4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.