Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 8

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 8
Ég er fátæk í helvíti Helvítis meðvirkni Ég er Blöndalisti Hata pizzur og peninginnl! Pétur, Pétur Má ég fá af, má ég fá af Pétur, Pétur Má ég fá af, má ég fá af Pétur, Pétur Má ég fá afkökunni þinni? Ekki er dregin fjöður yfir það að innan Brúðarbandsins hefur komið til tals að stofna stjórnmálaflokk. Eða gera flauels- byltingu, kaupa skika við Ægisíðuna og stofna fríríkið Vagíkanið. Rifnir og skítugir brúðarkjólar Þá er komið að því að ræða um brúðarkjól- ana. Það er gert í öllum viðtölum sem tek- in eru við Brúðarbandið. Hvers vegna ákváðu þær að koma einungis fram í brúð- arkjólum? „Við munum það eiginlega ekki. En okkur vantaði sterkt sameiginlegt tákn þar sem við erum allar svo ólíkar og okkur datt í hug að vera í einkennisbúningum. Það fannst okkur fyndið. Brúðarkjólarnir hafa enga sérstaka merkingu, nema kannski til að undirstrika að við viljum gera hlutina eins og okkur sýnist. Það er sagt að konur megi ekki vera í hvítum í brúðarkjól nema einu sinni á ævinni, en við gefum skít í það. Fuck the system. Eða: Fuck you I wont do as you tell me.“ Eftir ritskoðaða umræðu um meydóm hljómsveitarkvenna ákveður blaðakona að bauna á þær ákaflega kvenlegri spurningu: Þarf ekki að hugsa ofsalega vel um svona kjóla og láta hreinsa þá eftir hverja tón- leika? „Nei, við söfnum í þá áfengisslettum, drullu og svita. Kjólarnir eru rifnir og skítugir eins og meydómurinn.“Sigga bæt- ir við og hryllir sig: „Ég hef einu sinni látið hreinsa minn kjól en það var eftir að hon- um var stolið. Ég vissi ekkert hvað hann hafði gengið í gegnum.“ Af augljósum ástæðum förum við að ræða um Brúðkaupsþáttinn Já, á Skjá ein- um. Stelpurnar segjast ekki vera aðdáendur þáttanna en horfa á þá stöku sinnum til þess að gera mannfræðirannsóknir. Það sé merkilegt að hver api upp eftir öðrum - gæsaleiki og brúðkaupssiði sem teknir eru beint upp úr amerískum bíómyndum. „Ég var eitt sinn við brúðkaup og þar var brúðarvendinum kastað,“ segir Mel- korka. „Þá áttu allar stelpurnar að vera æst- ar í að grípa hann. Leggja líf sitt í sölurnar. Eygló Kristjánsdóttir - gítar Katrín Guðmundsdóttir - harmóníka STELPUR HALDA OFT AÐ ÞÆR ÞURFI DOKTORS- GRÁÐU í ÞVÍ SEM ÞÆR TAKA SÉR FYRIR HENDUR. STRÁKARNIR ERU HINS VEGAR SJÁLFSÖRUGGARI OG ÆÐA INN í BÍLSKÚR OG STOFNA HLJÓMSVEIT EF ÞÁ LANGAR AÐ STOFNA HLJÓMSVEIT Melkorka Huldudóttir - söngur Sigríður Árnadóttir (Sigga) - gítar Ég hreyfði mig ekki úr sætinu, en þá kom karlmaður að mér og reyndi að toga mig á fætur! Ég streittist á móti og æpti: „Nei, ég hef verið gift. Ég er skilin! Láttu mig í friði!““ Hlustum ekki á neitt kjaftæði Þó stelpurnar segi sjálfar frá þá segjast þær vera ægilega sætar þegar þær koma fram. Þær undirbúi sig svo vel, máli sig fínt og hjálpist svo fallega að við að renna kjólun- um og festa slörin hver fyrir aðra. Það er mikil og kvenleg stemning í kringum hverja tónleika. „Maður þarf ekki að vera eins og strák- arnir til þess að geta allt sem strákarnir geta og meira til. Við getum alveg verið sætar í brúðarkjólum þó að við viljum gera það sem okkur dettur í hug.Við þurfum heldur ekki að vera eins og Sugababes eða Nylon, sem verða fyrst og fremst að vera sætar. Við ákveðum allt sjálfar og hlustum ekki á neitt kjaftæði.“ Þið þurfið semsagt ekkert á Einari Bárð- arsyni að halda? „Nei, hefur hann ekki nóg á sinni könnu? Eða jú, okkur vantar rótara. Hann gæti fengið það starf ef hann biður fallega. Eins og er, þá rótum við sjálfar, en okkur þykir það leiðinlegt. Við erum engar prinsessur í þessum málum, en það er frekar fyndið að við finnum fyrir ákveðnum tæknifordóm- um gagnvart okkur þegar við höldum tón- leika og erum að stilla og tengja græjurnar. Einn staðarhaldari sagði: „Hvað þurfiði með allar þessar innstungur? Stelpur mín- ar þið vitið ekkert hvað þið eruð að gera!“ Ætliði að halda áfram að spila? Er Brúð- arbandið komið til að vera? „Það er svo ógeðslega gaman að spila að það er öruggt að við höldurn því áfram. Við stefnum að því að verða allra kerlinga elstar í bransanum og fara glaðar og sáttar á elliheimilið.“ I kjólunum allan tímann? „Við vitum það ekki. Kannski förum við í hvítar dragtir þegar við tökum á inóti tónlistarverðlaunum og svoleiðis. En ann- ars gerum við bara það sem okkur sýnist og það sem okkur dettur í hug hverju sinni. Meiri rass!“ Diskur Brúðarbandsins Meira! kom út hjá 12 tónum, en fæst í öllum betri piötubúðum. Heimasíða Brúðarbandsins er www.brudarbandid.biz. 8/4. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.