Vera - 01.08.2004, Page 14

Vera - 01.08.2004, Page 14
Orð og efndir í jafnréttismálum » Það vantar ekki að til séu fögur orð og fyrirheit um jafnréttismál hér á landi og má sjá brot af þeim hér á opnunni. Einnig má benda á að í vor lagði ríkisstjórnin fram þingsályktunartil- lögu um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára. Þar kemur fram vilji á ýmsum sviðum til að vinna að meira jafnrétti og eru lesendur hvattir til að kynna sér hana á vef Alþingis. Verkefnin eru flokkuð eftir ráðuneytum sem flest hafa sett sér háleit markmið í jafnréttismálum. En það er ekki nóg að gera áætlanir og setja fögur orð á blað ef þau gleymast þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem máli skipta. Undanfarið hefur óvenju mikið borið á því að ráðn- ingar í æðri stöður hafa reynt á jafnréttisviljann í verki og í Ijós hefur komið að efndirnar eru ekki í samræmi við loforðin. Sú spurning brennur því á mörgum jafnréttissinna hvort jafnrétt- ismarkmiðin gildi ekki ef karlar þurfa að fórna einhverju til að þeim sé náð. Ef þeir þurfa að víkja fyrir konu gilda fögru orðin ekki lengur. Um þetta fjallar þema blaðsins. 14/4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.