Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 15

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 15
»Það er hollt að rifja upp orð sem standa í lögum um það hvernig ná skal jafnrétti. Hér eru brot úr jafnréttislögum en auðvelt er að nálgast lögin öll á vef Alþingis www.althingi.is Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla 2000 nr. 96 22. maí Tóku gildi 6. júní 2000. EES-samningurinn: XVIII. viðauki tilskipun 75/117/EBE, 76/207/EBE, 92/85/EBE, 96/34/EB og 97/80/EB. I. kafli. Markmið og gildissvið laganna. I. gr. Marktnið. Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfn- um tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllurn sviðum samfélagsins. Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kynferði. Markmiði þessu skal náð með því að: a. gæta jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins, b. vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu, c. gera bæði konum og körlum kleift að samræma (jölskyldu- og atvinnulíf, d. bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu, e. efla fræðslu um jafnréttismál, f. greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni, g. efla rannsóknir í kynjafræðum. II. kafli laganna fjallar um yfirstjórn jafnréttismála - Jafnréttis- stofu, kærunefnd jafnréttismála og Jafnréttisráð. III. kafli. Réttindi og skyldur. 13. gr. Vitinumarkaður. Atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Atvinnurekendur skulu sér- staklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sér- staklega á um jafnrétti kvenna og karla í starfsmannastefnu sinni. Skal sérstaklega kveðið á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í 14.-17. gr. laga þessara. 14. gr. Launajafnrétti. Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambæri- leg störf. Með launum í lögum þessum er átt við almennt endur- gjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun, beina og óbeina, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrurn hætti, sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla og að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun feli ekki í sér kynjamismunun. Með kjörum í lög- um þessum er, auk launa, átt við lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár. 15. gr. Laus störf, starfsþjálfun og endurmenntun. Starf sem laust er skal standa opið jafnt konum og körlum. At- vinnurekendur skulu tryggja að konur og karlar njóti sömu ntögu- leika til endurmenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja nám- skeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfí eða til undirbúnings öðrurn störfum. 16. gr. Samrœming fjölskyldu- og atvinnulífs. Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlurn kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyld- ur gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að tekið sé tillit til þarfa atvinnulífs og fjölskylduaðstæðna starfs- manna, þar með talið að þeirn sé auðveldað að korna aftur til starfa eftir fæðingar- eða foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráð- anlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna (force majeure)..... IV. kafli. Bann við mismunun á grundvelli kynferðis. 22. gr. Almennt bann við mismunun. Hvers kyns mismunun eftir kynferði, hvort heldur bein eða ó- bein, er óheimil. Þó teljast sérstakar tímabundnar aðgerðir sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kvenna eða karla til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna ekki ganga gegn lögum þess- um. Þá teljast aðgerðir til að auka möguleika kvenna eða karla sérstaklega til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna ekki ganga gegn lögum þessum. Sama á við ef nauðsynlegt telst að ráða annað kynið vegna hlutlægra þátta er tengjast starfinu. Það telst ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar og barnsburðar. 23. gr. Batttt við mismuttun í kjörutn. Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna starfsfólki sínu í laun- um og öðrum kjörum á grundvelli kynferðis þess. Ef leiddar eru líkur að því að kona og karl sem starfa hjá sama atvinnurekanda njóti mismunandi launa eða annarra kjara fýrir jafnverðmæt og sambæri- leg störf skal atvinnurekandi sýna fram á, ef unt mun er að ræða, að hann skýrist af öðrum þáttum en kynferði. 24. gr. Bantt við tnistttunun við ráðttittgu og í vintmskilyrðutn. Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna umsækjendunt um starf á grundvelli kynferðis. Sama gildir um stöðuhækkun, stöðu- breytingar, endurmenntun, starfsþjálfún, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsmanna. vera / 4. tbl. / 2003 / 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.