Vera - 01.08.2004, Side 17

Vera - 01.08.2004, Side 17
/ 0RÐ OG EFNDIR I JAFNRETTISMALUM Hildur Helga Gísladóttir er formaður Hörpu, félags Framsóknarkvenna í Hafn- arfirði, og var formaður Nefndar um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum, sem starf- aði frá 1998 -2003 og lét mjög að sér kveða á því tímabili. Hún var formaður fulltrúa- ráðs framsóknarfélaganna í Hafnarfirði 1999-2002 og sat í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Hafnaríjarðarbæjar þeg- ar flokkurinn átti þar bæjarfulltrúa á síð- asta kjörtímabili. Bryndís Bjarnarson er bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Mos- fellsbæ og jafnréttisráðgjafi flokksins. Hún á sæti í miðstjórn flokksins og er varaformaður Landssambands Fram- sóknarkvenna (LFK). Þegar við byrjum að ræða atburði und- anfarinna vikna benda þær stöllur á að reiði kvenna í flokknum hafi ekki byrjað við þennan atburð, ólgan hafi farið af stað þegar valið var í ráðherra- stóla eftir þingkosningar 2003 og Jónína Bjartmarz var ekki gerð að ráðherra. „Það var fyrsta kjaftshöggið sem konur í flokknum fengu því sú ákvörðun braut í bága við fyrri hefðir. Þingmenn sem hafa komið til álita við val í ráðherrastóla hafa annað hvort leitt lista í sínu kjör- dæmi, haft mikið fylgi eða mikla reynslu. Jónína leiddi lista flokksins í Reylcjavíkurkjördæmi suður en Árni Magnússon var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og komst inn á nokkrum atkvæðum sem uppbótarþingmaður, auk þess sem hann var að setjast á þing í skipti. Það eina sem getur skýrt af hverju hann var tekinn fram yfir Jónínu er sú staðreynd að hann er karlmaður.” Þær riíja upp að þegar Siv Friðleifsdótt- ir var kjörin á þing í fyrsta skipti árið 1995, eftir sigur i prófkjöri og glæsilegan kosn- ingasigur, hafi komið til tals að hún yrði ráðherra. Þá var bent á að hún væri of ung og hefði ekki þingreynslu. „Allt sem var talið mínus fyrir hana var ekki leng- ur mínus átta árum síðar. Að vera ung- ur og hafa ekki þingreynslu er bara talinn plús nú og lítið fylgi virðist engin hindrun.” Eftir þennan atburð hafa Framsóknar- konur mikið rætt um stöðu kvenna í flokknum, t.d. á landsþingi LFK sl. haust þar sem ákveðið var að halda málþing um stöðu kvenna í flolcknum að vori. „Við héldum málþingið í maí sl. og fengum marga gesti til að tala. Það var athyglisvert að heyra Árna, félags- og jafnréttisráð- herra, lýsa þeirri skoðun að þar sem konur væru aðeins um þriðjungur félaga í flolckn- um væri eðlilegt að framgangur þeirra inn- JÓNÍNA LEIDDI LISTA FLOKKSINS í REYKJA- VÍKURKJÖRDÆMI SUÐUR EN ÁRNI MAGNÚS- SON VAR í ÖÐRU SÆTI í REYKJAVÍKURKJÖR- DÆMI NORÐUR OG KOMST INN Á NOKKRUM ATKVÆÐUM SEM UPPBÓTARÞINGMAÐUR, AUK ÞESS SEM HANN VAR AÐ SETJAST Á ÞING í FYRSTA SKIPTI. ÞAÐ EINA SEM GET- UR SKÝRT AF HVERJU HANN VAR TEKINN FRAM YFIR JÓNÍNU ER SÚ STAÐREYND AÐ HANN ER KARLMAÐUR Bryndís Bjarnarson sjálfsögðu viljum við jafna kynjahlutföllin og fá fleiri konur í flolckinn.” fyrsta an flokksins tæki mið af því. Halldór Ás- grímsson tók undir það sjónarmið og þeg- ar hann var spurður hvort hann vildi ekki fjölga konum í áhrifastöðum innan flolcks- ins svaraði hann: „Jú, en ég vil ekki fækka körlum.” Þetta er kannski staðan í hnot- skurn,” segja þær. „Þegar konur hafa aflað sér þekkingar og reynslu og eru farnar að ógna körlunum snúast þeir til varnar. Að Þegar jafnréttið kostar karlana fórnir Bryndís hefur tekið saman tölur um stöðu kvenna í flokknum (sjá mynd á bls 19), þar sem ákveðin niðursveifla kemur í ljós. Þeim finnst karlarnir ekki líta það eins al- varlegum augum og konurnar enda sé það svo að þegar jafnréttisbaráttan sé farin að kosta karlana eitthvað og þeir þurfi að af- sala sér völdum í hendur kvenna geti jafn- réttissinnuðustu menn gripið til undarlegustu ráða. Þær benda á að sú staða sé ekki einungis komin upp í Framsóknarflokknum, hún sé víðar til staðar, en sem betur fer þori konur þar að láta í sér heyra. „Þau rök forystumanna olckar að flokkurinn hafi staðið sig svo vel í jafnréttismálum og eigi því inni að stíga skref til baka eru dæmi um þetta sem við erum að segja. I Framsóknarflokknum hefur verið unnið gott jafnréttisstarf að frum- kvæði kvenna og okkur hefur fund- ist að karlarnir taki það alvarlega. Þegar verið er að ganga frá fram- boðslistum þykir að minnsta kosti sjálfsagt að leita til kvenna og þar eru konur að jafnaði 40%, sömuleiðis í hópi þeirra sem leiða lista. En viðhorfið breytist þegar konur vilja uppskera í sam- ræmi við það sem þær hafa lagt fram í kosningum. Þá vill brenna við að karlarnir fari að verja stöður sínar og velja hver ann- an til trúnaðarstarfa.” Eftir síðustu kosningar lét Framsóknar- flokkurinn gera könnun á fylgi við flokk- inn eítir kynjum og kom í ljós marktækur vera / 4. tbl. / 2003 /17

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.