Vera - 01.08.2004, Síða 18

Vera - 01.08.2004, Síða 18
Hildur Helga Gísladóttir munur á því að fleiri konur styðja flokkinn heldur en karlar. „Á þessa staðreynd viljum við að sjálfsögðu minna og gerðum það m.a. á málþinginu sl. vor,” segir Hildur Helga. Þrjár Framsóknarkonur í ríkisstjórn Þær rifja upp að styrk kvenna inn- an Framsóknarflokksins megi rekja til kröftugrar vinnu meðal þeirra í flokknum. Hún hófst með markvissum hætti fyrir 23 árum þegar LFK var stofnað, 1981, að tíl- lögu Sigrúnar Magnúsdóttur fyrr- verandi borgarfulltrúa. Fyrsta verkefnið var að fara um landið og kenna konum félagsstörf og funda- sköp og var oft mikið fjör í þessu starfi. Annað sem konurnar gerðu var að útbúa möppu með nöfnum kvenna sem væru til í að taka að sér störf fyrir flokkinn. Þessa möppu afhentu þær forystumönnunum þegar þeir báru því við að erfitt væri að fínna konur til að starfa í nefndum fyrir flokkinn. Því framtaki má líkja við Kvennaslóðir.is í dag. Jafnréttisáætlun flokksins er einnig af- rakstur af þessu öfluga kvennastarfi en hún var samþykkt árið 1996. Þar er kveðið á um að hlutur hvors kyns í hinum ýmsu ábyrgðarstörfum skuli ekki vera minni en 40%. Það var mikill gleðitími hjá konum í Framsóknarflokknum í byrjun ársins 2000 þegar þrjár konur úr þeirra hópi voru komnar í ríkisstjórn, þær Siv Friðleifsdótt- ir, Ingibjörg Pálmadóttir og Valgerður Sverrisdóttir. „Við héldum fagnaðarsam- komu og Hekla tók undir með okkur og fór að gjósa,” rifjar Hildur Helga upp og ÞAÐ VAR LJÓST AÐ EINHVER AF RÁÐHERRUM FRAMSÓKNARFLOKKSINS ÞYRFTI AÐ VÍKJA EN AÐ SJÁLFSÖGÐU ERUM VIÐ KONUR EKKI SÁTTAR VIÐ AÐ SIV HAFI ÞURFT AÐ TAKA ÞAÐ Á SÍNAR HERÐAR. OKKUR FINNST ÞETTA ÍSMEYGILEGAR AÐFERÐIR OG BERA KEIM AF ÞVÍ AÐ VERIÐ SÉ AÐ VEIKJA KONUR, EINS OG GERIST OFT ÞEGAR ÞÆR ERU ORÐNAR OF STERKAR finnst sjálfsagt að eldfjall með kvenmanns- nafni hafi tekið undir gleðina með þeim. „Á næsta flokksþingi veittum við þing- flokknum Jafnréttisviðurkenningu fyrir ráðherravalið því við vildum hvetja hann til að halda áfram á sömu braut. LFK veitir jafnréttisviðurkenningu á hverju flokks- þingi og síðast fékk fyrrverandi fram- kvæmdastjóri flokksins, Egill Heiðar Gísla- son, viðurkenninguna en hann gætti þess vel að farið væri eftir jafnréttisáætluninni þegar skipa þurfti í nefhdir og ráð á vegum flokksins. Þegar konur eru orðnar of sterkar Konurnar sem Framsóknarkonur eru ósáttar við að sitji ekki í ríkis- stjórn, þær Jónína Bjartmarz og Siv Friðleifsdóttir, eru með mun meira fylgi á bak við sig en sumir karlar í ríkisstjórninni. Til dæmis eru Hall- dór Ásgrímsson og Árni Magnús- son með um 13% atkvæða saman- lagt, jafn mikið og Jónína, en Siv hefur 20% atkvæða í sínu kjör- dæmi. Það er umhugsunarefni að slíku fylgi skuli ekki sjálfkrafa fylgja örugg staða í ríkisstjórn en við stjórnarmyndun eftir kosningar 2003 var staða Sivjar strax sett í uppnám. „Þá var tilkynnt að 15. september 2004 myndi Halldór Ásgrímsson taka við sem forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn fá umhverfisráðuneytið. Síðan hef- ur þessi óvissa ríkt. Ef vilji hefði verið fyrir hendi hefði verið hægt að tilkynna strax að uppstokkun yrði í ráðuneytunum og að Siv myndi taka við öðru ráðuneyti. Það var ljóst að einhver af ráðherr- um Framsóknarflokksins þyrfti að víkja en að sjálfsögðu erurn við konur ekki sáttar við að Siv hafi þurft að taka það á sínar herðar. Okkur finnst þetta ísmeygilegar aðferðir og bera keim af því að ver- ið sé að veikja konur, eins og gerist oft þegar þær eru orðnar of sterkar. Þá er jafnvel farið að tala illa um þær og koma af stað kjaftasögum sem þær eiga erfitt með að verjast.” Þeim fínnst nýleg ráðning ráðuneytis- stjóra í félagmálaráðuneytinu bera sömu merki, þ.e. ótta við að ráða of sterka konu sem sótti um og var ekki ráðin, Helgu Jónsdóttur borgarritara. „Ég lít á Reykja- víkurborg sem höfuðvígi jafnréttis í land- inu og hefði fundist frábært fyrir félags- málaráðuneytið að fá konu úr því um- hverfi til að innleiða þau vinnubrögð í ráðuneytið og stofnanir þess. Helga hefur auk þess gífurlega reynslu af sveitarstjórn- armálum sem ráðuneytið hefur yfirumsjón með. Það er athyglisvert hvernig mikil 18 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.