Vera - 01.08.2004, Page 20

Vera - 01.08.2004, Page 20
Jafnréttismál eru ekki átaksverkefni - hringborðsumræður með fulltrúum allra stjórnmálaflokka Elísabet Þorgeirsdóttir » Jafnréttisumræða undanfarinna ára hefur skilað konum upp að ákveðnu glerþaki á ýmsum sviðum þjóð- félagsins. Margar eru nú komnar upp undir þakið og örfáar hafa brotið það en enn þá er glerþakið til staðar. Það sagði illilega til sín nýlega þegar Framsóknarflokkurinn ákvað að láta Siv Friðleifsdóttur víkja úr ríkis- stjórn en lengi hafði verið Ijóst að það yrði einn ráðherra flokksins að gera. Þrátt fyrir skýr tilmæli kvenna innan flokksins um að sú yrði ekki niðurstaðan var þeim ekki hlýtt og þá virðist ekki skipta máli að Siv hefur mikið kjörfylgi og hefur öðlast góða reynslu á fimm ára ferli sínum sem ráðherra. Niðurstaðan sýndi svo ekki verður um villst að í ríkisstjórn íslands er glerþak. Konurnar verða áfram þrjár, eða 25%, sem virðist vera há- markskvóti ef undan eru skildir nokkrir mánuðir árið 2000 þegar fjórar konur sátu í ríkisstjórn. Viðbrögðin við þessari niðurstöðu voru hörð og náðu til allra flokka - voru „þverpólitísk reiði", eins og Margrét Sverrisdóttir Frjálslynda flokknum orðar það í hringborðsumræðum sem VERA boðaði til með full- trúum allra flokka af þessu tilefni. Fulltrúar hinna flokkanna eru: Ásta Möller Sjálfstæðisflokki, Sigrún Magnúsdóttir Framsóknarflokki, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni og Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri grænum. Umræðurnar urðu hinar fjörugustu en ásamt ritstýru stjórnaði þeim Svanfríður Jónasdóttir fyrrver- andi alþingismaður og stjórnarkona í Verunum ehf. 20 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.