Vera - 01.08.2004, Síða 21

Vera - 01.08.2004, Síða 21
/ ORÐ OG EFNDIR í JAFNRÉTTISMÁLUM Umræðunum var hleypt af stað með vangaveltum um hvort árangur kvenna í jafnréttisbaráttunni sé nú farinn að koma við karla, fögru loforðin sem sett eru á blað um jafnrétti megi ekki kosta þá fórnir, þeir séu elcki tilbúnir að víkja til að hægt sé að ná þeim fram. Spurt var um stöðuna í jafn- réttisbaráttunni og ástæðu þess að embættismissir Sivjar Friðleifsdóttur olli jafn mikilli umræðu og djúptækri reiði og raun ber vitni. Héldum við að við værum komin svo langt að þetta gæti ekki gerst? Af hverju urðu viðbrögðin svona sterk? Var þetta dropinn sem fyllti mælinn? Sigrún: Já, ég held að þetta hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Við könnumst við það þegar við erum með óþel<ka krakka og það er ekki alltaf stærsta atvikið sem verður til þess að við gjósum heldur það sem á undan hefur gengið. Nú sögðu Framsóknarkonur bara: Hingað og ekki lengra. Ég held að þær hafi ekki trúað því að þetta myndi gerast. Við héldum svo mótmælafund því við vildum ekki fara til baka um aldarfjórðung eða 30 ár í þessari umræðu. Ég hélt t.d. að ég væri búin með það tímabil í ævi minni að þurfa að takast á um jafnréttismál. Síðustu átta árin sem ég sat í borgarstjórn Reykjavíkur þurftum við nánast ekkert að ræða þetta, fólk var búið að samþykkja að vinna eftir jafnréttis- stefnu sem var undirliggjandi í öllum störfum olckar. Þess vegna kom það mér mjög á óvart að svona lagað gæti gerst í flokknum mínum, þrátt fyrir fögur orð og góðar samþykktir á flokksþingum og ann- ars staðar. Það sannar auðvitað að það er auðveldara að setja fögur orð á blað en að fara eftir þeim. Það ríkti líka mikil bjart- sýni hjá okkur Framsóknarfólki í síðustu kosningum þegar jafn margar konur og karlar voru í efstu sætum á listum eftir val fólksins í kjördæmunum, fólkið var búið að velja leiðtogana. Hver getur tekið það val af hinum almenna flokksmanni? Sarna má segja um 500 manna flokksþing sem kaus nr.a. Siv sem ritara flokksins. Það hafa verið óskráð lög í Framsóknarflokknum að fólk í þessum toppstöðum gengi fyrir við val í ráðherrastóla. Það var svo margt sem kom saman þarna og margar reglur brotn- ar sem urðu þess valdandi að reiðin varð svona mikil. Þórunn: Mér fannst þessi uppákoma í Framsóknarflokknum afhjúpa stöðu kvenna í stjórnmálum á Islandi. Ég lít ekki á þetta sem innanflokksmál í Framsóknar- flokknum og gleðst ekki yfir því að þetta hafi komið fyrir þar, heldur er þetta hluti af miklu stærra samhengi. Þetta sýnir hvað við konur erum stutt komnar, það er svo einfalt að kippa bara einhverri konu út þegar toppurinn ákveður það. Ég held að formaður Framsóknarflokksins hafi ekki átt von á þessum sterku viðbrögðum og maður spyr: Við hverja ráðgast hann? Gleymir hann að hringja í konurnar? Það seni situr eftir er sú staðreynd að við erum enn í varnarbaráttu, enn að passa að ekki verði frá konum tekið það sem þær eiga með fullum rétti og meira en það. Kolbrún: Ég held að viðbrögðin við þess- ari ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar hafi verið bein afleiðing af þeirri umræðu sem hefur átt sér stað undanfarin misseri og vísa þá í dropann sem fyllti mælinn. Það hefur mikið verið rætt um stöðu kvenna á opinberum vettvangi og var það því nánast tilviljun að þetta gerðist í Framsóknar- flokknum. Ég nefni umræðu um Hæsta- rétt, um nefndir og ráð á vegum hins opin- bera og kall í þá átt að konur fái að gegna stöðum sem eru að losna, eins og stöðu há- skólarektors og þjóðleikhússtjóra. Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum er ný búin að skila af sér og allt hefur þetta sýnt að þrátt fyrir góð orð hefur okkur ekki tekist að efna ýmis loforð sem við höfum gefið okkur. Ríkisstjórnin hefur sett sér markmið í jafnréttismálum sem voru til sérstakrar skoðunar sl. vor þegar lögð var fram ný jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára. Skoðunin leiddi í ljós slakan árangur og í sumum tilvikum hafði orðið afturför, svo það er alveg ljóst að við þurfum að gera enn betur. Ásta: í mínum huga stendur Siv fyrir ýmis gildi sent konur telja að geti fært þær fram á veginn. Hún er ritari flokksins, hún er ráðherra, hún er ung og hefur staðið sig vel. Hún er hæf og stendur þar með fyrir marga hluti sem konur telja að geti fleytt þeim áfram. Ég held að þetta skýri m.a. þessi sterku viðbrögð. Mér þótti það hins vegar liggja nokkuð ljóst fyrir að Siv yrði látin fara þegar ákveðið var að umhverfis- ráðuneytið yrði skiptimynt flokkanna við forsætisráðherraskiptin. Ég vil því fara aft- ar í tímann og spyrja: Af hverju varð um- hverfisráðuneytið fyrir valinu? Ég kannast ekki við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sóst sérstaklega eftir því. Hvers vegna var auð- veldast að skipta því ráðuneyti út? Er það af því að þar sat kona eða þykir þessi mála- flokkur léttvægur? Framsóknarflokkurinn hefði getað losnað við þennan titring ef hann hefði tilkynnt strax hver myndi víkja þegar umhverfisráðuneytið færi úr hönd- um flokksins, eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerði þegar tilkynnt var að Sigríður Anna Þórðardóttir myndi taka við 15. september. Síðan má spyrja hvort cinhverjum hafi þótt það milda aðgerðina að kona kæmi í konu stað. ÁSTA: ÉG TEL ÞAÐ TIL AÐ MYNDA VERA VIÐURKENNDA STAÐREYND INNAN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS AÐ EIN AF ÁSTÆÐUM FYRIR SLÆMRI ÚTKOMU í SÍÐUSTU KOSNINGUM VAR AÐ OKKUR KON- UNUM VAR ÝTT ÚT FYRIR YNGRI MENN. ÞAÐ ER EINNIG VIÐUR- KENNT AÐ GÓÐ ÚTKOMA í KOSN- INGUNUM 1999, ÞEGAR VIÐ FENG- UM RÚMLEGA 40% FYLGI, HAFI M.A. STAFAÐ AF ÞVl' AÐ KONUR VORU FRAMARLEGA Á LISTUM Kolbrún: Það er einmitt málið. Það virðist svo einfalt að láta konu víkja fyrir konu en þeir treystu sér ekki til að láta karl víkja fyrir konu. Af hverju var ekki ungi, reynslulausi ráðherrann látinn víkja um stund og Siv leyft að taka við ráðuneytinu hans? Margrét: Það var einmitt það sem mátti svo lítið tala um - unga, reynslulausa ráð- herrann frá Framsóknarflokknum. Það sem kom fram eftir þessa aðgerð var þverpólitísk reiði, meira að segja hjá fólki sem var ekki hrifið af verkunt Sivjar sem ráðherra. Hins vegar viðurkenndu allir að hún hefði staðist þá mælistiku sem venju- lega er sett þegar ráðherrar eru skipaðir. Hún er með mikið atkvæðamagn í stóru kjördæmi sem hefur ekki ráðherra. Hún er ritari flokksins og með mikla reynslu. vera / 4. tbl. / 2003 / 21

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.