Vera - 01.08.2004, Side 22

Vera - 01.08.2004, Side 22
Hugsið ykkur ef Árni Magnússon hefði verið konan Árný Magnúsdóttir? Hvernig hefði þá verið talað um ungu, reynslulausu konuna sem hefði engan þingstyrk og enga þingreynslu? Samt var það matreitt þannig í fjölmiðlum að engum átti að detta sá möguleiki í hug að Árni myndi víkja. Ég held að fólk hafi verið reiðara út af þessu, að sjá Siv fellda með fullt hús stiga, fremur en að það hafi verið að hugsa um hlutfall kvenna í ríkisstjórninni. Varðandi stöðuna í dag þá finnst mér hluti af bakslaginu vera varnarstaða karlmanna. Þeir segja í ásök- unartón að nú vilji konur bara fá allt jafnt. Við svörum þá að konur vilji bara leiðrétt- ingu á ójafnri stöðu, t.d. í Hæstarétti þar sem eru aðeins tvær konur af níu dómur- um. Mér finnst margt fólk ekki skilja að við jafnréttissinnar erum að tala um að ná 40% eða 60% af öðru hvoru kyninu. Við erum ekki að biðja um að fara fram fyrir karlana. Ég hef heyrt bæði karlmenn og konur halda því fram að við viljum að kon- ur séu teknar fram fyrir, burt séð frá hæfni. Kolbrún: En er það ekki einmitt það sem við viljum? Margrét: Ekki burtséð frá hæfni. Kolbrún: Jú, jákvæð mismunun gengur út á það, annars er það ekki mismunun. Um þetta hefur ríkt mikill misskilningur. Fræðikonur í Háskólanum hafa verið að reyna að skerpa á skilningi okkar hvað þetta varðar. Jákvæð mismunun er þegar kona er tekin fram yfir karl við stöðuveit- ingu í starf þar sem karlar eru í meirihluta, jafnvel þó hún standist aðeins lágmarks- kröfur sem gerðar eru í viðkomandi starfi. Þannig réttir maður hlut kvenna í viðkom- andi starfsgrein, með mismunun. Kolbrún fær mikil viðbrögð við þessum orðum og henni er bent á að þetta hafi aldrei gerst hér á landi og sé ekki í jafnrétt- islögum. Hún samsinnir því og bætir við: „En það halda það svo margir. Við höfum verið að rugla með þetta hugtak.” Hópur- inn segir þá: Ef um jafnhæfa einstaklinga er að ræða á að ráða manneskju af því kyni sem er í minnihluta í starfsgreininni. Þórunn: Eins og Þorgerður Einarsdóttir benti á í opnu bréfi til Árna Magnússonar er orðið jákvæð mismunun þýðing á bandaríska hugtakinu „affumative action”, en þar er miðað við lágmarkskröfu hjá ýmsum minnihlutahópum til að jafna stöðu þeirra. Þetta er frekar óvinsæl aðgerð þar í landi en á Islandi er þetta elcki gert. Hér er alltaf átt við jafnhæfa einstaklinga. Ef hallar á konur í starfsgreininni eiga þær að hafa forgang og öfugt. Það mætti því kalla þetta forgangsaðgerð. Þetta hefur líka verið kallað sértækar aðgerðir. Svanfríður: Er ekki málið að spyrja: Vilj- um við fara út í slíkar aðgerðir? Þær eru ekki í gangi. Það má frekar segja að sértæk- ar aðgerðir fyrir karla hafi verið í gangi. Þórunn: Það er einmitt svolítið merkilegt hjá okkur í Samfylkingunni að nú eru karl- menn farnir að spá í fléttulista þar sem tryggt er að kynin sitji í öðru hverju sæti. Fléttulistar voru aðgerð til að auka fram- KOLBRÚN: ÞAÐ ER EINMITT MÁL- IÐ. ÞAÐ VIRÐIST SVO EINFALT AÐ LÁTA KONU VÍKJA FYRIR KONU EN ÞEIR TREYSTU SÉR EKKI TIL AÐ LÁTA KARL VÍKJA FYRIR KONU. AF HVERJU VAR EKKI UNGI, REYNSLU- LAUSI RÁÐHERRANN LÁTINN VÍKJA UM STUND OG SIV LEYFT AÐ TAKA VIÐ RÁÐUNEYTINU HANS? gang kvenna í stjórnmálum vegna slæmrar stöðu þeirra en þegar karlmenn fara að ótt- ast um stöðu sína, t.d. innan Samfylldngar- innar, fara þeir að spá í fléttulistana. Það er ekki fyrr en aðferðin gæti hugsanlega nýst þeim að hægt er að nota hana. Ásta: Við ræddum í upphafi hvort við vær- um komin á þann stað í jafnréttisbarátt- unni að konur komist ekki lengra nema að karlmenn víkji og að þeir vilji engu fórna til að ná jafnrétti. Ég held að við höfum náð því marki að konur samþykkja ekki lengur annað en að flokkar bjóði fram lista þar sem konur eru metnar að verðleikum. Ég tel það til að mynda vera viðurkennda staðreynd innan Sjálfstæðisflokksins að ein af ástæðum fyrir slæmri útkomu í síðustu kosningum var að okkur konunum var ýtt út fýrir yngri menn. Það er einnig viður- kennt að góð útkoma í kosningunum 1999, þegar við fengum rúmlega 40% fylgi, hafi m.a. stafað af því að konur voru framarlega á listum. Karlarnir eru sem sagt búnir að sjá að ef þeir hafa okkur konurnar ekki með mun það hitta þá sjálfa fyrir í slakara fylgi. Mér finnst staðan vera að breytast í þessa átt innan míns flokks. Margrét: Þetta hefur gerst af því að flokk- arnir hafa verið kallaðir til ábyrgðar, þeim er bent á að eitthvað sé að ef konur eru ekki með. Við höfum átt í mesta basli með þetta í Frjálslynda floltknum, m.a. vegna áherslu okkar á sjávarútvegsmálin sem hafa verið karllægur málafloldcur. Fyrir síðustu kosningar kom samt upp sú staða að tveir karlar bitust um efsta sætið og sá sem fékk það ekki var settur í annað sæti til að hafa hann góðan, þótt kona væri til í að taka það sæti. Ég var eina manneskjan sem mótmælti þessu. I^etta kemur oft upp hjá hinum flolckunum að flolcksgæðingunum er raðað í efstu sætin og konurnar komast ekki að. Ásta: Já, ég kannast við það. Frjálslyndi flokkurinn varð einmitt til vegna slíkrar uppröðunar í efstu sæti lista Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. Ég get sagt ykkur að á þetta er oft bent í umræðum innan flokksins. Elísabet: Ertu að segja Ásta, að Sjálfstæðis- fiokkurinn hafi lært af því þegar þér og fleiri konum var hafnað og ungir karlmenn settir á lista í ykkar stað? Ásta: Já, ég er þeirrar skoðunar. Við konur þurfum bara að halda þessu betur á lofti. Það vill nú svo til að ég er að fara á fund með 35 konum í Sjálfstæðisflokknum þar sem við ætlum að ræða kvennamálin. Þarna verðum við, núverandi og fyrrum þingkonur, sveitarstjórnarkonur og konur víða að úr flolcknum - úr Hvöt, Landsnet- inu, Tíldnni, Sjálfstæðum konum, SUS, Heimdalli o.fl. Við viljum ræða málin og leita leiða til að bæta stöðu lcvenna í floklcn- um. Fólk hefur ólíkar skýringar á stöðu lcvenna, hvort þeirra eigi að leita hjá lconum sjálfum eða öðrum þáttum í umhverfmu. Þetta tengist einnig umræðunni um kyn og mat á hæfni. Ég er þeirrar skoðunar að kon- ur séu oft jafn hæfar en hafi ekki fengið sömu tækifæri og karlar til að sýna fram á hæfni sína, meðal annars vegna þess að það eru karlar sem úthluta tækifærunum. 22 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.