Vera - 01.08.2004, Qupperneq 25

Vera - 01.08.2004, Qupperneq 25
/ ORÐ OG EFNDIR í JAFNRÉTTISMÁLUM og mynda tengsl. Óformleg tengsl kvenna, þvert á pólitík og annað, skipta mjög miklu máli að mínu viti. Við þurfum bæði að tengja og styrkja böndin, þó við gerum ekki endilega allt eins og strákarnir. Við eigum að vera óhræddari við að hjálpa konum til að komast þangað sem þær vilja fara. Hinar taka undir þetta og bent er á að kon- ur séu oft hræddari við að styðja hver aðra nema að geta rökstutt það á einhvern hátt. Því er mótmælt og bent á að konur sem komist í aðstöðu til þess styðji oft kynsyst- ur sínar. Talið er að konur séu hræddari en karlar við að vera ásakaðar um að hygla hver annarri og bent á að í þessu efni hafi konum farið aftur, áður hafi samstaðan verið meiri. Karlar séu hins vegar óhrædd- ir við að styðja hver annan, t.d. í prófkjör- um. Tilhneigingin hafi verið að konur vilji ekki láta líta á sig sem hóp, þær séu ein- staklingar að berjast á jafnréttisgrundvelli, á meðan karlar séu óhræddir við að mynda hóp og styðja hver annan. Rætt er um hvort samstaða kvenna hafi verið meiri fyrir 20 -30 árum þegar valdaleysi þeirra var meira og þær höfðu „allt að vinna” og bent á að það sé alls ekki tilgangur allra kvenna sem fara í pólitík að vinna fyrir aðrar konur. Sigrún: Þegar við tölum um samstöðu kvenna þá langar mig að minna á að því var ekkert mjög haldið á lofti sem gerðist hér í Reykjavík eftir 1994 þegar segja má að konur hafi stýrt borginni og konur voru ráðnar í embætti alveg meðvitað, án þess að hæfniskröfur væru minnkaðar. Jafnrétti snýst auðvitað um ýmislegt annað en að koma konum að. Á áttunda áratugnum snérist baráttan mest um leikskóla, eins og þið munið, og mér þótti afskaplega gaman að taka þátt í því að koma á einsetningu skóla hér í Reykjavík og máltíðum í skól- um, sem var mikilvægt baráttumál. Við konur megum ekki gleyma að slá okkur á brjóst yfir vel unnu verki, því ef við gerum það ekki gerir það enginn annar. Ásta: Þegar ég settist inn á þing 1999 fannst mér mjög gaman hvað konur voru duglegar að styðja hver aðra, þvert á flokka, og mér var sagt að samstaðan hefði verið meiri þetta kjörtímabil en áður enda hefur fjöldi kvenna á Alþingi aldrei verið meiri en þá, eða 36%. Það er mjög mikil- vægt að konur styðji hver aðra og það ger- um við enn, margar úr þessum hópi. Ef við finnum að aðrar konur hafa trú á því sem við erum að gera þá eflumst við, að sjálf- sögðu. Þær eru sammála um að hógværð kvenna sé oft of mikil, þær hafi frekar tilhneigingu til að draga úr afrekum sínum heldur en að fegra þau og því þurfi að breyta. Það sem sagt er hefur svo mikil áhrif og því þurfa konur að orða það fyrir hvað þær standa og vera óhræddar við það. Það sé sambæri- legt við kenninguna um að nauðsynlegt sé að orða hugsanir sínar til að þær geti orðið að veruleika. ÞÓRUNN: SVO BARA EITT ORÐ ÚT AF DRENGJADEKRINU, SEM ÉG VIL KALLA. ÞAÐ ER MJÖG VÍÐA f SAM- FÉLAGINU, í FJÖLMIÐLUM OG í PÓLITfK. HLUTI AF ÞVÍ ER AÐ MÆLA ÞÁ EFTIR ÖÐRUM KVÖRÐ- UM EN OKKUR OG ÞAÐ ER AF ÞVÍ AÐ ÞEIR ERU NORMIÐ. VIÐ ÞURF- UM ALLTAF EINHVERN VEGINN AÐ NÁ UPP f ÞAÐ. ÞETTA ER BARA FEÐRAVELDIÐ í HNOTSKURN Kolbrún: Ég er alveg sammála um mikil- vægi þess að konur standi saman og að þær komist til áhrifa og geti farið að taka ákvarðanir um hvaða einstaklingar fá síðan framgang í samfélaginu, því konur horfa öðruvísi á kosti kvenna heldur en karlar. Ég er hins vegar ekki sammála Ástu um sam- stöðu kvenna á Alþingi á síðasta kjörtíma- bili. Ég saknaði hennar nefnilega því mér hafði verið sagt að ég gæti þó treyst því að þar væri samstaða milli kvenna. Mér finnst Alþingi erfiður vinnustaður, þar eru öll gildi karlhlaðin, stýring vinnunnar og til- högun hennar og aðferðirnar við að ræða málin eru karllægar. Ég vil þó minna á eitt atriði og það var þegar Siv Friðleifsdóttir bauð okkur öllum þingkonunum í mat heim til sín. Það eina boð sýndi mér að við getum breytt þessu og þykir ekki leiðinlegt að vera saman. Sigrún: Við eigum klúbb hér í Reykjavík sem við köllum Bæjarins bestu og í honum eru kvenborgarfulltrúar úr öllum flokkum sem hittast reglulega og skemmta sér sam- an. Þá gleymum við öllum ágreiningi og erum góðar vinkonur. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og jafnframt hollt fýrir okkur allar. I framhaldi af þessu er rætt hvort stjórn- málin séu enn þá vettvangur karla og hvort konur vilji í raun sleppa þaðan og fara að gera eitthvað annað eftir að hafa kynnst þessum heimi. Þær vilja ekki samþykkja það og telja að margar konur séu búnar að gera stjórnmálin að sínum vettvangi og hafi tekist að korna sjónarmiðum kvenna á framfæri. Konur hafi ýtt út landamærun- um og breytt umræðunni enda hafi mikil orka farið í það. Svanfríður staðfestir að mikill árangur hafi náðst í því efni, það sé gífurlegur munur á þinginu nú og þegar hún kom þangað fyrst árið 1984. Að lokum var rætt um nýja jafnréttis- áætlun ríkisstjórnarinnar og spurt hvort þær teldu líklegt að hún myndi nýtast bet- ur en fyrri áætlanir sem sumar hafa bara verið falleg plögg. Þær eru sammála um að eftirfylgni hafi skort og að verkefnum séu sett tímamörk. Bent var á að yfirlýsingar um að samþætting skuli höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku séu yfirborðskenndar og þeim ekki framfylgt en aðferðin felur í sér að athuga skuli hvaða áhrif stjórnvalds- aðgerðir hafi á líf kvenna og líf karla. Þeim finnst stjórnvöld heldur ekki nýta sér kvennarannsóknir, eins og kveðið er á um í jafnréttislögum að skuli gert. Þær eru sammála um að nauðsynlegt sé að allir stjórnmálaflokkar setji sér jafnrétt- isáætlanir og fari eftir þeim. Við séum stödd þar í jafnréttisbaráttunni að karl- menn hafi lært að segja ýmis orð - eins og t.d. samþætting - án þess að skilja til hlítar hvað þau þýða en þeir viti þó að þeir verði að tileinka sér ákveðna orðræðu um jafn- réttismál til að virka ekki gamaldags. Málið sé bara að gera orðin að raunhæfum skiln- ingi í heilanum á þeim. Niðurstaðan er hins vegar sú að jafnréttismál eru ekki átaksverkefni - það sýna bakslögin undan- farið svo ekki verður um villst. vera / 4. tbl. / 2003 / 25

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.