Vera - 01.08.2004, Page 26

Vera - 01.08.2004, Page 26
Þann 23. ágúst síðastliðinn hélt sænski stjórnmálafræðingurinn Malin Rönnblom fyrirlestur í boði Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla íslands þar sem hún fjallaði um kynjajafnrétti í stjórnmálum - orð og efndir. Rönnblom starfar sem fræðimaður við Center for Women 's Studies við háskólann í Umeá og rannsóknarverkefni hennar er kynjajafnrétti og samþætting kynjasjónarmiða í sænskum sveitarstjórnarmálum og innan Evrópusambandsins. Rannsóknir hennar hafa leitt í Ijós að hyldýpi er á milli orða og efnda þegar jafnrétti kynjanna er annars vegar. Þótt jafnrétti sé, í orði kveðnu, sett í öndvegi í allri opinberri stefnumótun þá skortir mikið upp á að þeim stefnumarkmið- um sé fylgt eftir í aðgerðaáætlunum og á framkvæmdasviðinu. Þrátt fyrir að rannsóknir Rönnblom beinist að sænskri og evrópskri jafnréttisorðræðu endurspegla þær vel þann veruleika sem við blasir þegar rýnt er í íslenskt jafnréttislandslag, þar sem vaxandi misgengi virðist vera á milli opinberrar jafnréttisstefnu og loforða stjórnarflokkanna fyrir síðustu al- þingiskosningar og þess bakslags í jafnréttismálum sem hvað eftir annað hefur komið í Ijós á síðustu misserum. VERA fékk því leyfi til að birta stutta þýðingu og endursögn á fyrirlestri Rönnblom. Kynjajafnrétti í st og efndir Þorgerður Þorvaldsdóttir Svíar hafa gjarnan stært sig af því að vera „jafnréttasta þjóð í heimi" enda var Svíþjóð í efsta sæti á lista Sameinuðu þjóðanna um miðjan tíunda áratuginn yfir þau lönd þar sem best væri fyrir konur að búa. Svíar eru að vonum stoltir af þeim árangri sem þeir hafa náð og til- búnir að miðla af reynslu sinni. Þannig er gjarnan rætt um „útflutn- ing" sænska módelsins að jafnrétti kynjanna. En hver ætli séu tengsl- in á milli (mynda og veruleika þegar jafnréttismál eru annars vegar? Meðal þess sem Rönnblom skoðar í rannsókn sinni er hvaða merk- ingu Svíar leggja í það að vera „jafnréttasta land í heimi" og hvaða áhrif sá skilningur hefur á ríkjandi orðræðu um jafnrétti kynjanna. Niðurstaða hennar er að sú jákvæða mynd sem dregin hefur verið upp af stöðu jafnréttismála í Svíðþjóð standi í vegi fyrir því að hægt sé að ræða þau vandamál sem tengjast samskiptum kynjanna, t.d. misskiptingu valds, út frá pólitískum forsendum. Orðræðan um jafn- rétti kynjanna hefur, með öðrum orðum, verið gerð ó-pólitísk. Lykilhugtak í rannsóknum Rönnblom er hugtakið kyngervi (e. gender). Hún bendir á að í meðförum stjórnmálamanna sé kyn- gervishugtakið iðulega tengt eðlislægum og / eða líffræðilegum kynjamismun en ekki félagsmótuðum þáttum eins og kynjaðri mis- skiptingu valds. Sá skilningur ræður síðan úrslitum um það hvernig farið er með önnur grunnhugtök í jafnréttisstarfi, svo sem „samþætt- ingu kynjasjónarmiða" (e. gender mainstreaming) og jafnrétti kynj- anna (e. gender equality).

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.