Vera - 01.08.2004, Síða 27

Vera - 01.08.2004, Síða 27
/ ORÐ OG EFNDIR í JAFNRÉTTISMÁLUM Yfirlýst markmið um jafnrétti Samþætting hefur verið lykilhugtak í öllu jafnréttisstarfi á Norður- löndunum og innan Evrópusambandsins frá því um miðjan 10. ára- tuginn, eða frá því kvennaráðstefnunni í Peking lauk árið 1995. i rann- sóknum sínum beinir Rönnblom sjónum sínum að því hvernig hin opinbera jafnréttisstefna birtist þegar kemur niður á sveitarstjórnar- stigið, bæði í Svíþjóð og innan Evrópusambandsins, en hún bendir á að sveitarstjórnarstigið sé sá snertiflötur þar sem opinber stjórnmála- stefna og líf almennings mætast á hvaðáþreifanlegastan hátt. Yfirlýst markmið í opinberri jafnréttisstefnu Svía er að konur og karlar skuli hafa sömu möguleika, réttindi og skyldur á öllum grunnsviðum mannlegs samfélags. (Skr. 2003/03:140, 5) Jafnréttisyfirlýsing Evrópu- ráðsins er á svipuðum nótum en þar segir: „Jafnrétti kynjanna þýðir að bæði kynin skulu vera jafn sýnileg, hafa sambærileg völd og taka jafn virkan þátt á öllum sviðum, bæði í opinberu lífi og einkalífi." Sér- staklega er tekið fram að „kynjajafnrétti sé andstæða kynjamisréttis (e. inequality) ekki kynjamismunar (e. difference)." (Council of E- urope, 1998). Á yfirborðinu eru allir, ekki síst stjórnmálamenn, fylgj- andi jafnrétti kynjanna. Það er hinsvegar verulegur ágreiningur um það hvaða vandamálum þurfi að taka á til þess að fullt jafnrétti kynjanna geti orðið að veru- leika, svo og hvað fullt jafnrétti kynjanna feli í sér. Enginn veit þannig hvernig ætti að vera umhorfs í þjóðfélagi þar sem fullu jafnrétti kynjanna hefur verið náð. Sjálfbær þróun - samþætting efnahagslegra, umhverfislegra og félagslegra þátta Beinum nú sjónum að því hvernig byggða- og jafnréttissjónarmiðum er tvinnað saman bæði i Svíþjóð og innan Evrópusambandsins. Lykilhugtak sem nú tröllríður öllu í opinberri stefnumótun, bæði á ríkis- og sveitarstjórn- arstigi, er sjálfbær þróun (e. sustainable growth), en hún felur í sér samþættingu efnahagslegra, umhverfislegra og félagslegra þátta. Jafnrétti kynjanna er ein af þremur grunnvíddum sem sjálfbær þró- un skal byggja á. Hinir þættirnir tveir eru umhverfissjónarmið og að- lögun þjóðernisminnihlutahópa. Athygli vekur að þessar þrjár lykil- breytur sem eiga að ganga eins og rauður þráður í gengum alla stefnumörkun á sveitarstjórnarstigi eru hengdar aftan við megin inn- gang sænsku skýrslunnar undir formerkjunum „að auki." (Prop. 2001/02:4,117) í Ijósi þess ætti því e.t.v. ekki að koma á óvart að þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar reyndist sú aðgerðaáætlun sem sett var fram á sænska sveitarstjórnarstiginu með öllu kynjablind. Á því voru tvær undantekingar en í báðum tilfellum var rætt um nauðsyn þess að stofna sér sjóði eyrnamerkta konum og bjóða upþ á sérstaka ráð- gjöf fyrir kvenfrumkvöðla. Karlmenn sem hópur voru hinsvegar hvergi nefndir á nafn. í áætlun Evrópusambandsins í byggðamálum er samþætting jafnréttissjónar- miða einnig sett fram sem lykil- þáttur, ásamt og með sjálfbærri þróun, og í inngangi er jafnrétti kynjanna kynnt sem grundvöllur lýðræðisþróunar. Rönnblom vekur hinsvegar athygli á því að á þeim 34 blaðsíðum sem eftir fara er textinn með öllu kynja- blindur. Enn eru karlar það norm sem miðað er við á meðan konur eru frávikið, eða „hinir" (e. the other). (Communication of the Commission, 1999). Karlar eru normið - konur sértækur hópur (opinberri jafnréttisstefnu sænska ríkisins er jafnrétti kynjanna kynnt til sögunnar sem sameiginlegt hagsmunamál allra. Um leið og því er haldið fram að allir, konur jafnt og karlar, tapi að einhverju leyti á nú- verndi ástandi.Orðræðan um jafnrétti kynjanna erjafnframt nátengd hugmyndum um framþróun. Allt er á réttri leið. Miðað við þann skilning snýst baráttan fyrir jafnrétti kynjanna ekki um að yfirvinna samfélagslegt óréttlæti heldur er það sett fram sem tæknilegt út- færsluatriði sem miðar að því að skil- greina sigurvegara upp á nýtt. Vandinn sem við er að etja er ekki kerfislægur heldur persónulegur og hann snýst um það að hvorki karlar né konur eru tilbúin að gefa eftir völd sín í núverandi kerfi. Karlar vilja halda í þau efnahagslegu og pólitísku völd sem þeir hafa en konur vilja halda í völd sín inni á heimilinu. Þetta tvennt er hinsvegar lagt að jöfnu. Vitundin um að einhverskonar kerfis- lægra breytinga sé þörf til þess að fullt jafnrétti kynjanna verði að veruleika, sem sett er fram í inngangi að hinum opinberu jafnréttis- stefnum bæði í Svíþjóð og innan Evrópusambandins, virðist í báðum tilfellum gufa upp í megintexta og umbreytast yfir í umræðu um þörf kvenna fyrir sértæka þjónustu og hjálp. í því sambandi vekur það at- hygli að umræðan um samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs er kynnt sem kvennamál en ekki karla. í hnotskurn má því segja að til þess að breytingar geti átt sér stað og jafnrétti kynjanna orðið að veruleika er lagt til að konur byrji á að breyta sjálfum sér, t.d. með því að læra meira eða læra eitthvað annað en þær hafa áður gert. Engar slíkar kröfur eru gerðar til karlmanna. Þeir eru hið óumdeilda norm á meðan konur birtast sem einsleitur hópur, „hitt kynið" sem taka verð- urtillit til. Heimildaskrá er að firma á www.vera.is STENDUR ÞU A KR0SS6ÖTUM? VILT ÞÚ FETA NÝJA BRAUT... í starfi? á skólagöngunni? í þínu persónulega tífi? Vantar þig stuðning við að ákvarða stefnuna og efla sjálfstraustið ? Kvennagarði • Kjörgarði • Laugavegi 59 • 101 Reykjavík • Símapantanir í síma: 861 0586 VERULEGUR ÁGREININGUR ER HINS VEGAR UM ÞAÐ HVAÐA VANDAMÁL- UM ÞURFI AÐ TAKA Á TIL ÞESS AÐ FULLT JAFNRÉTTI KYNJANNA GETI ORÐIÐ AÐ VERULEIKA, SVO OG HVAÐ FULLT JAFNRÉTTI KYNJANNA FELI í SÉR. ENGINN VEIT ÞANNIG HVERNIG ÆTTI AÐ VERA UMHORFS í ÞJÓÐFÉ- LAGI ÞAR SEM FULLU JAFNRÉTTI KYNJANNA HEFUR VERIÐ NÁÐ Malin Rönnblom vera / 4. tbl. / 2003 / 21

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.