Vera - 01.08.2004, Side 28

Vera - 01.08.2004, Side 28
SKYNDIMYND / EyrúnÓlöfSigurðardóttir » I Efstahjalla í Kópavoginum býr ásamt eiginmanni sínum Jónína Eiríksdóttir, 83 ára móðir, amma og langamma. Hún er Ijósmóðir að mennt og mikill v femínisti. Barnabarn hennar hitti ömmu sína að máli og ræddi við hana um líf hennar og lífsskoðanir. 83 ára femínisti Jónína fæddist þann 5. mars 1921 á Eskifirði, sú þriðja í röð fimm systkina. Faðir hennar var sjómaður og bóndi en móðir hennar húsmóðir. Á uppvaxtarárum sínum gekk Jónína i skóla, hirti um dýrin á heimilinu, lærði að synda í sjónum og passaði börn. „Ég var alltaf að passa börn og þótti það voða gaman. Mamma var meðal fárra kvenna í bænum sem unnu ekki í fiski heldur var heima og kannski vegna þessa var alltaf stór hópur barna heima. Mér þótti ég heppin og hafa það fram yfir önnur börn að hafa mömmu mína heima hjá mér. Mamma og pabbi voru líka bæði svo gestrisin, heimili þeirra var alltaf opið öllum. Ég man hvað mér þótti vænt um gömlu konurnar sem komu að heimsækja mömmu, ein þeirra hét Guðríður og var vinnukona á nærliggjandi bæ. Hún hafði eignast son með bóndanum og var góð vinkona mömmu. Þegar ég fermd- ist gaf hún mér silfurnælu með ekta steini. Ég á næluna ennþá og hef oft hugsað að þetta hljóti að hafa verið eini skartgripurinn sem þessi kona eignaðist um ævina." Jónína lauk barnaskólaprófi á Eskifirði og var 17 ára þegar hún flutti til Reykjavíkur. 22 ára hóf hún nám í Ljós- mæðraskólanum. „Mig langaði bara að læra eitthvað og námið í Ljósmæðraskólanum var ókeypis svo ég sendi inn barnaskólaprófið mittfrá Eskifirði og vonaði það besta. Ég fékk svo inni og byrjaði um haustið ásamt ellefu öðrum. Námið var bæði verklegt og bóklegt og tók á þessum tíma ár. Við útskrifuðumst 1944 á ári lýðveldisins og ég fór að vinna á fæðingardeild Landspítalans." Eftir að hafa unnið í ár á fæðingardeildinni var Jónínu bent á að sækja um starf á Mæðraheimili Reykjavíkur sem var til húsa að Tjarnargötu 16. „Heimilið var rekið af Reykj- arvíkurborg og ætlað einstæðum mæðrum. Konurnar voru flestar ungar og komu frá efnalitlum fjölskyldum og mitt starf fólst í að taka á móti þeim og fylgjast með líðan þeirra fram að fæðingu, en þær komu til okkar á seinni hluta meðgöngu. Þegar kom að fæðingunni var það ég sem ákvað hvenær væri rétt að þær færu upp á fæðingar- deild þar sem þær voru vanalega í nokkra daga áður en þær komu aftur til okkar. Konurnar voru síðan hjá okkur með börnin í einhverjar vikur eftir fæðingu og fengu stuðning og ráðgjöf. Þar sem þær voru flestar að eiga sitt fyrsta barn kenndum við þeim ýmislegt sem viðkom brjóstagjöf og öðru." Það var svo um áramótin 1944 og 1945 sem leiðir Jón- ínu og tilvonandi eiginmanns hennar, Jóns Hermaníus- 28/4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.