Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 29

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 29
sonar, lágu fyrst saman á balli í Iðnó. Þau giftu sig í maí 1946 og fyrsta barnið fæddist í september sama ár. Böm- in urðu alls sex talsins og ásamt því að sinna uppeldi þeirra vann Jónína ýmis störf en hún átti ekki afturkvæmt í Ijós- móðurstarfið. Hún segist þó lítinn tíma hafa haft til að sakna þess. „Ég var bara upptekin af mínu." Alltaf verið femínisti Þegar Jónína er spurð hvort hún hafi alltaf verið femínisti svarar hún afdráttalaust: „Já ég held það. Ég var náttúru- lega rosalega róttæk. Hefði líklega verið kölluð kommún- isti, sósíalisti allavega, og átti ekki langt að sækja það. Eski- fjörður var á mínum uppvaxtarárum kallaður kommún- istabæli. Það gekk svo langt að síðasta árið mitt í skólan- um, þegar Arnfinnur Jónsson var skólastjóri, voru börn íhaldsmanna tekin úr skólanum og fenginn sér kennari fyrir þau. Arnfinnur þótti svo róttækur. Við sem urðum eftir hjá honum kölluðum hinn skólann Svarta Skóla." „Ég var þess vegna snemma orðin mjög pólitísk og málefni kvenna voru mér hugleikin. Mér fannst eins og allt sem viðvék konum kæmi númer þrjú eða fjögur, karl- mennirnir komu alltaf fyrstir. Ég heyrði þegar ég var lítil stelpa sögur af því að vinnukonurnar á sumum bæjunum þyrftu, þegar fólkið kom inn frá slætti, að draga plöggin af körlunum og þvo þau og þurrka þrátt fyrir að hafa auðvit- að verið í jafn erfiðum störfum og þeir úti. Þetta, ásamt fleiru, þótti mér afar ósanngjarnt og mín femíníska vitund var snemma vakin." Þegar Jónína var 65 ára og hafði verið heimavinnandi um nokkura ára skeið hóf hún svo störf á leikskóla sem er staðsettur beint á móti heimili hennar. „Mig var farið að langa til að gera eitthvað svo ég labbaði yfir götuna og spurði hvort þar vantaði nokkuð starfsfólk. Ég var ráðin þar í afleysingar og við það vann ég næstu fimm árin, þar til ég varð sjötug. Ég gekk í flest störf, hjálpaði til í eldhús- inu og vann inni á deildunum með börnunum. Þarna voru þrjár deildir og yfir tuttugu börn á hverri þeirra sem öll kölluðu mig Ninnu ömmu. Þegar ég var í eldhúsinu hóp- uðust þau að glugganum og þótti voða gaman að fylgjast með mér hræra í stóru pottunum. Erfiðast þótti mér að reyna að muna nöfn allra þessara barna, það gat verið vandræðalegt að muna ekki hvað barnið sem kallaði mig ömmu hét!" En hvað hefur kona sem hefur fylgst með kynsystrum sínum fara frá því að þvo og þurrka plögg karlanna yfir í að vera forstjórar og forsetar að segja um stöðu kvenna í dag? „Það hefur auðvitað alveg ofboðslega margt áunnist, mikil ósköp. Konur streyma inn í háskólana og þeim fjölg- ar í ábyrgðarstöðum og svo framvegis en því fer fjarri að fullkomnu jafnrétti hafi verið náð, sjáðu bara launamun- inn! Það er ýmislegt eftir og baráttan er langt frá því að vera unnin." Tilkynning til barnaverndarnefnda Hefur þú óhyggjur af barni sem þú hefur grun um aö sé vanrækt, beitt ofbeldi af einhverju tagi eða stofnar lífi sínu og þroska í hættu með eigin hegðun? Efsvo erþá berþérað tilkynna það til barnaverndarnefndar Barnaverndarnefnd meturtilkynninguna og veitir barni og/eða fjölskyldunni aðstoð ef þörf er. 112 EINN EINN TVEIR vera/4. tbl. / 2003 / 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.