Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 33

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 33
inngang í næstu vídd sem henni tekst síðan að flýja gegnum. Verk- ið heitir: I have to build my own exit. „Þetta er víddapæling sem Kjötbærinn er líka,” útskýrir Kristín. Næsta mynd er af innsetningu sem heitir Black noise og að sögn listakonunnar er svartur hávaði alger þögn. „Það er þó ekki hægt að heyra svartan hávaða vegna þess að maður heyrir alltaf suðið í blóðinu og hjartslættinum. Maður verður að vera dáinn til þess að heyra algera þögn.” Ég skoða möppuna í tölvunni og þar eru verk sem bera titla á borð við „Holótt eru holdfjöllin” og „Unglingurinn og eldhúshníf- arnir” þar sem mannhæðaháir hnífar skreyta veggi. Líka eru þarna áberandi margar martraðakenndar myndir, blóð og viðbjóður. Mér fmnst þetta svolítið gróteskt og skerí og orða það varlega við Kristínu. Hún segir að það sé alveg rétt. Þetta hafi verið tímabil þar sem hún festist algerlega í symbólik dauðarokks og djöfladýrkunar. „Ég lék mér mikið með gotharamyndmálið, fannst gaman að blanda því við ólíka hluti. Þetta er mjög banal heimur en fyrir mér þýðir hann svo margt, til dæmis löngun til að skera sig úr hópnum, gefa frat í allt og alla. Unglingar rotta sig saman, klæða sig í svart og gefa öllum fingurinn, dýrka djöfulinn, en eru í raun bara að sækja í sig styrk hvert hjá öðru og hjá sjálfum sér. I staðinn fýrir að gera það sem þau vilja þá finna þau bara einhvern hóp sem vill annað en fjöldinn og sam- þykkir það. Það er ein leið til að sjá Goth. Hálfgert skrípagoth kannski. En í myrkrinu er líka mikil fegurð og drunginn er oft ógnvænlega sannur.” Nýjasta verkið sitt sýndi Kristín í Svíþjóð í sumar. Það er teikni- myndasaga og síðan skúlptúr sem er plastparketteyja með Urat- hon froðu mintugrænum handsápum kakkalökkum og hári. Kristín viðurkennir að vera mjög tengd inn í myndasagnaheiminn. „Þegar ég byrjaði að teikna þá var ég alltaf að teikna myndasögur. Ég gerði það líka mikið þegar ég var úti í Danmörku vegna þess að þá komu löng tímabil þar sem ég hafði enga aðstöðu til þess að gera innsetningar eða stærri verk sem mig langaði að gera og þá var einfalt að gera bara teiknimyndasögur. Sögurnar ljósritaði ég síðan í lítil hefti og seldi þau á börunum á tuttugu kall.” Áhrifavaldar og átrúnaðargoð Spurð um áhrifavalda í listinni nefnir Kristín finnsku listakonuna Eija Lisa Attilla. „Hún gerir vídeó en notar líka texta og hún stund- ar það að rugla tímanum og brengla raunskynjun. Annar rit- höfundur sem ég hef mikið álit á er Georges Bataille. Sagan af aug- anu hafði djúpstæð áhrif á mig og hefur lengi verið uppáhalds bók- in mín. Dead Man er líka verk eft- ir hann sem ég tapaði mér alveg yfir. Sögurnar hans eru svo furðulega tengdar og ótengdar við raunveruleikann að þær lúta sínum eigin lögmálum. Það finnst ntér heillandi. Af íslensk- um höfundum má nefna Steinar Braga. Mér finnst hann alveg magnað skáld og Ljúgðu Gosi Ljúgðu er ein besta bók sem ég hef lesið. Hún er algerlega botnlaus og þol- ir endalausan lestur. Önnur bók sem mér dettur í hug er Öll fal- legu orðin eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Hún er nijög sterk. Annars er mikið að gerast í sjálfsútgáfum á ljóðabókum og neðanjarðar- forlögum, Nýhil, Nykur og fleiri. Annars er það þannig með ljóðin að fæst af því sem er að gerast er gefið út af stóru forlögunum þar sem þau eru rög við að setja pening í ljóðaútgáfu. („Að undan- skildum Bjarti að sjálfsögðu,” skýtur Kristín inn í). Ljóðabókaút- gáfa þykir ekki nógu arðbær. Þar af leiðandi kraumar mikið af ljóðlist óauglýst undir yfirborði jólabókaflóðsins. Grasrótin er ÞAR ERU MIKLU FÆRRI SEM FÁ AÐGANG AÐ ÞESSARI MENNTUN OG ÞAÐ ER MIKIL FRÚSTRASJÓN HJÁ UNGU LISTAFÓLKI SEM ER AÐ REYNA AÐ KOMA SÉR INN í AKADEMÍU. REYNDAR MYNDAST ÞÁ ALLSKYNS SJÁLFSTÆÐ NEÐANJARÐAR- GALLERÍ OG MJÖG SPENNANDI STARFSEMI SEM BLÓMSTRAR UTAN AKADEMÍUNNAR, SEM NOKKURSKONAR ANDSVAR Brot úr Kjötbænum: Ég og Kalvin búum á efstu hæð í blokk. Við búum í einu herbergi með litlum glugga sem vísar út í bakgarð. Hinumegin við bakgarð- inn er önnur blokk. Gluggi blokkarinnar á móti stendur í þráð- beinni sjónlínu við gluggann okkar. Við getum horft innum hann en þar býr ógeðslegur skratti sem sendir illsku yfir til okkar með sérstökum rafeindabúnaði. (Kjötbærinn, 13.) Kata fer í Kjötbæinn í dag, hún er í hettupeysu og labbar af stað niður Norðurgötu. Kjötbærinn er í verksmiðjuhverfi í hinum enda bæjarins. Hún ratar ekki en það skiptir engu, ef hún villist lokar hún augunum og sér línur. Kata er með innbyggðan áttavita, línur stafa frá gagnaugunum og mætast milli augnanna. Stundum er einsog móti fyrir afturenda hests, hann brokkar þarsem línurnar mætast. Kata gengur framhjá búð eftir búð sem selur blúndukjóla á litlar stelpur. Þetta er blúndukjólabúðarkeðjan Hið opna hjarta, allir vita að þar fer fram ólögleg vopnasala, þar keypti Kalvin hagl- arann og hnífana sína sem hann brýnir svo samviskusamlega. Þeir selja líka sprengjur í Hinu opna hjarta, sprengjur sem iðulega sprengja einhvern í hverfinu til dauða. Sjálft kjöthúsið er afskekkt, stoðirnar úr beinum, veggir úr rjóðu kjöti, frá húsinu vætla blóð- lækir, það andar, belgist út dregst saman. 1 eyrum Kötu heyrist nið- ur eða hraður hófadynur, hana svíður í höfuðið þorir ekki inn. (Kjötbærinn, 34.) vera / 4. tbl. / 2003 / 33 ■'Yf v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.