Vera - 01.08.2004, Síða 34

Vera - 01.08.2004, Síða 34
AÐALVIÐTAL / mjög öflug og samanstendur af kraftmiklu ungu fólki sem vill ná til samfélagsins, vill komast að hjá stærri forlögum og hefur gríð- arlegan metnað, en þorir jafnframt að segja hlutina sem það vill segja. Grasrótin er nefnilega líka óritstýrð en handrit ganga fólks á milli og mikið er um skoðanaskipti. Vilji maður kynna sér hvað er að gerast í ljóðlist verður maður að gefa sjálfútgefnum bókum gaum.” Kata og Kalvin í Kjötbænum Ég heiti Kata og erföl sökum inniveru, ein- rœn sökum einveru inniveru ímyndunar- veikur sendiboði sannleikans ung og ást- fangin. (Kjötbærinn, 13) Kristín hefur áreiðanlega heyrt setn- inguna „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja,” á unga aldri og ákveðið að taka höfund hennar sér til fyrirmyndar. Hún verður allavega mjög skrýtin og fámál í hvert sinn sem talið berst að bókinni. Galopnar spurningar á borð við: „Hvað lagðirðu upp með þegar þú byrjaðir að skrifa sög- una?” eða „Hvenær kviknaði hugmyndin?” reynast ekki virka í þetta skipti. „Það er svo erfitt að tala um það sem hefur verið inni í manni sjálfum árum saman. Maður er svo hræddur um að það geti ekki orðið annað en gelt um leið og það er sagt upphátt,” segir hún og MÉR FINNST GAMAN AÐ LEIKA MÉR AÐ ÞVÍ AÐ GEFA EKKI OF MIKIÐ UPP. HVAÐ MAÐUR SEGIR OG HVAÐ MAÐUR SEGIR EKKI. KANNSKI MÁ BARA ÞÝÐA HEITIÐ BEINT OG KALLA BÓKINA PUNKTASKÁLDSÖGU ÞAR SEM ÞAÐ ERU BARA ÁKVEÐNIR PUNKTAR SEM KOMAFRAM andvarpar þungt. „Þetta er allt svo abstrakt. Þetta eru mínar hug- myndir og mitt ævintýri en það kemst ekki endilega í gegn. Það er viljandi. En þetta er ævintýri að því leyti að það er ekki tekið fram hvar sagan gerist og innan hennar gilda önnur lögmál en í lífinu sjálfu. Heimur sögunnar er sjálfstæður heimur og þannig bók langaði mig að skrifa.” Kristín segir að bókin sé hvorki ljóð né skáldsaga og að hún viti eiginlega ekki hvar hún eigi að staðsetja hana í formi. „Á dönsku heitir þetta bókaform puntroman og ég hef lesið talsvert af slíkurn sögum. Það sem heillaði mig við formið er að það er svo ótrúlega opið. Þetta er eins og að grípa inn í skáldsögu og taka hálfa blað- síðu á stangli til að setja saman í eina bók. Það er svo mikið rúm á milli. Mér fínnst gaman að leika mér að því að gefa ekki of mikið upp. Hvað maður segir og hvað maður segir ekki. Kannski má bara þýða heitið beint og kalla bókina punktaskáldsögu þar sem það eru bara ákveðnir punktar sem koma fram.” Við höldum áfram að tala um Kjötbæinn og ég spyr út í aðal- persónuna Kötu. „Það er erfitt að tala um Kötu vegna þess að það er mikilvægt að hugsa um hana svolítið afstætt. Hún er ekki af þessum heimi. Þar sem Kjötbærinn er ævintýri þá má ekki dæma hana út frá þessu samfélagi sem við búum í og það má ekki ein- falda myndina og skýra málið með því að hún sé bara að verða geðveik. Það er ekki það sem er að gerast. Það sem gerist í bókinni gerist í raun og veru. Þetta er ekki félagsraunsæi. Hún Kata er mjög sérstök. Hún skilur ekki umhverfi sitt og um- hverfi hennar skilur hana ekki. Hún er algerlega einangruð. Þó að Kata segist vera ástfangin þá er Kjötbærinn ekki ástarsaga heldur í raun saga af sambandi sem er að fjara út. Kata og Kalvin hafa kannski einhvern tíma verið mjög hamingjusöm en eru það ekki lengur.” Kjötbærinn er hugmynd sem þróaðist jafnhliða myndlistar- verkum Kristínar og hefur að hennar sögn tekið stöðugum breyt- ingum. „Það sem mig langar til þess að gera, og það sem heillar mig við formið, er að ég ímynda mér að það sé ekkert erfitt að leggja sína túlkun í þessa bók. Hún er mjög opin. Það eina sem þarf að gera er að taka söguna á forsendum sög- unnar sjálfrar. Það opnar fyrir ótal túlk- unarleiðir og þá ætti hver og einn að geta fundið sinn heim í Kjötbænum. En ég var líka að reyna að segja sögu sem hefur eig- inleika ljóðs.” Spurð um framtíðina segir Kristín að hún eigi fullt af ljóðum sem hún veit ekk- ert hvað hún á að gera við. Hluti af þeim skreyta veggi Borgarbókasafnsins. Hún er þó að vinna í ljóðunum, er byrjuð að skrifa smásögur líka og svo lifir hún og hrærist í myndlistinni. „Ég veit ekkert um framtíðina. Ég hef ákveðið únivers í hausnum og ég veit aldrei hvað gerist þar næst. Það eru mínir hliðarheimar og þar skjótast fram einhver ákveðin symból sem verða allt í einu sterk fyrir mig. Ég hef ekki hugmynd um af hverju.” 34 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.