Vera - 01.08.2004, Page 36

Vera - 01.08.2004, Page 36
TÓNLIST / Lana Kolbrún Eddudóttir LL Táfýla og poppkorn Til hvers að reka sinfóníuhljómsveit þegar ekkert er tónlistarhúsið ? » Á erlendri grund hafa hljómsveitir helstu menningarþjóða leikið í glæstum sölum fyrir prúðbúna gesti, kónga og fursta um ár og aldir. En þannig er því ekki farið hérlendis. íslenska þjóðin eignaðist sinfóníuhljóm- sveit árið 1950 en hún hefur aldrei eignast hús sem hæfir þeirri hljómsveit. Það stafar ekki miklum Ijóma af nú- verandi húsakynnum Sinfóníuhljómsveitar íslands, stóra salnum í Háskólabíói, þar sem hljómsveitin hefur búið í þrengslum, þakleka og dragsúgi síðan bíóið var byggt 1961. Og tónleikagestir eru ekki ýkja prúðbúnir enda tæpast ástæða til fyrir einn og hálfan klukkutíma í táfýlunni og poppbrækjunni í Háskólabíói. Þar er ekki vitund gaman að fara á tónleika og þótt boðið sé upp á kampavín í hléinu á hinum árlegu Vínartónleikum þá er ekki mikill há- tíðabragur yfir því að kúldrast í síðkjól í dimmu og sjúskuðu anddyr- inu. Sjálfsagt eru tónlistarkonur og menn, bæði í hljómsveitinni og úti í sal, orðin samdauna ástandinu í Háskólabíói. Fiðlurnar eru bara stilltar upp á nýtt í pásunni og fastagestir á tónleikum S.(. láta sem þeir sjái ekki skúringaföturnar undir verstu þaklekunum og gulu skilt- in þar sem stendur að útgöngubrattarnir séu „slippery when wet". En flott er það ekki. Eftir margra áratuga svefngöngu hafa daufnáttúruð skipulags- möppudýr borgarinnar nú blásið til byggingar nýs tónlistar- og ráð- stefnuhúss með hóteli og gott ef ekki skemmtiferðaskipabryggju við norðurbakka Reykjavíkurhafnar. Það á að transportera Sinfóníu- hljómsveitina og gesti hennar út i hafsauga. Margt hefur verið ritað og rætt um þetta langþráða tónlist- arhús. Á óperan að vera með eða éta það sem úti frýs? Á stóri salur- inn að taka 1.200 manns eða 1.800? Og hvað með rokk og popp og Listahátíð og þetta og hitt? Fáir hafa hinsvegar séð ástæðu til að skrifa um væntanlegt tónlistarhús frá sjónarhóli „neytenda", þ.e.a.s. tónleikagesta sem þó hljóta að vera ein helsta ástæðan fyrir bygg- ingu tónlistarhúss yfirleitt. Það er aldrei minnst á að fyrirhuguð stað- setning nýja tónlistarhússins er kol- röng. ( norðanverðri Lækjargötu er ekkert skjól og það væri alveg galið að setja niður tónlistarhús i pus- inu við hafnarbakkann, berskjaldað fyrir norðanáttinni lungann af ár- inu. Eða á fólk ekki að hafa áhuga á því að sækja þetta langþráða hús? Túperingar og síðkjólar fara engan veginn saman við norðan níu og brimsalta ágjöf. Umgjörðin vanmetin Umgjörð tónlistar og menningar er almennt vanmetin hérlendis. Tökum Borgarleikhúsið sem dæmi. Það stendur í miðri verslunarmið- stöð. Helstu veitingastaðir í boði fýrir gesti eru Kringlukráin og Hard Rock. ( hléinu er að vísu hægt að kaupa sér rauðvínsglas og tylla sér við fáein borð og stóla á stangli (ísköldu, flísalögðu leikhússanddyr- inu en þar er ekki notalegt. Annað dæmi er Salurinn í Kópavogi. Vandað og vel hannað tónlistarhús í alla staði en aðsóknin að tónleik- um þar hefur farið niður í eins stafs tölu á vondum degi. Getur verið að þar sé um að kenna skorti á vinalegu umhverfi? Ég þekki engan sem er hrifinn af Hamraborginni. Svo er heldur ekkert skjól uppi á Kópavogshálsinum og það gleymdist líka að gera næg bílastæði. Þá er nú meiri hátíðarbragur yfir Gamla bíói, sparilegasta tónlistarhúsi landsins, sem kúrir í húsaþrönginni við Ingólfsstræti. En það er 300 sætum of lítið til að lágmarks óperusýning geti borið sig og svo eru sætin þar orðin svo gömul að það er ekki fyrir nema hraustustu kell- ingar og kalla að halda út meðalóperu. Tónlistarhúsið í Hljómskálagarðinn Við þurfum að byggja nýja tónlistarhúsið með glæsibrag og megum ekki gleyma því að staðsetning húsa, innrétting og aðkoma skiptir gríðarlega miklu máli. Lítið á Gamla bíó, Þjóðleikhúsið og Austurbæj- arbíó. Skemmtilegustu og falleg- ustu tónleikahús Reykjavíkurborg- ar. Byggð á meðan þjóðin var miklu fátækari af peningum en ríkari af metnaði fyrir hönd lista og menn- ingar. I dag einkennist umræðan um byggingu menningarhúss af stanslausum vandræðagangi í kringum útboð, hönnun og skipu- lag. Auðvitað þarf hljómburðurinn að vera fyrsta flokks og ekki væri verra að arkitektinn væri heims- frægur útlendingur. Þá líður okkur betur í minnimáttarkenndinni. En hús er ekki bara steypa og gler. Það verður að virka. Tónlistarhús þarf að vera í vinalegu umhverfi sem laðar fólk að sér. Það þarf að vera í nábýli við veitingastaði og kaffi- hús, miðbæ og mannlíf en það verður líka að vera vel staðsett og í skjóli. Annars treystir fólk sér ekki til að sækja það. Ég segi: Byggjum tónlistarhúsið í Hljómskálagarðinum. Sunnan við stóru tjörnina, ofan í þeirri litlu. Skítt með fuglana, ekki vorum við að hugsa um þá þegar Kárahnjúkavirkjun var sett af stað. ( Hljóm- skálagarðinum er meira skjól en við höfnina og hann er hvorteðer ekkert notaður í dag. Til langs tíma myndi þessi staðsetning svo hjálpa til við að útrýma flugvellinum í Vatnsmýri, því hávaðinn frá flugvélunum myndi trufla tónlistarflutninginn svo mikið. Þar sláum við tvær flugur í einu höggi. Svo mætti setja bílastæðahúsið undir stóru tjörnina og þá verða allir kátir - möppudýrin líka. VIÐ ÞURFUM AÐ BYGGJA NÝJA TÓNLISTAR- HÚSIÐ MEÐ GLÆSIBRAG OG MEGUM EKKI GLEYMA ÞVÍ AÐ STAÐSETNING HÚSA, INNRÉTTING OG AÐKOMA SKIPTIR GRÍÐAR- LEGA MIKLU MÁLI. LÍTIÐ Á GAMLA BÍÓ, ÞJÓÐ- LEIKHÚSIÐ OG AUSTURBÆJARBÍÓ. SKEMMTI- LEGUSTU OG FALLEGUSTU TÓNLEIKAHÚS REYKJAVÍKURBORGAR 36 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.