Vera - 01.08.2004, Side 39

Vera - 01.08.2004, Side 39
Lagt upp í fjallferð. Jepparnir flytja hesta og menn neðan úr Flóa en síðan tekur gamli mát- inn við i 10 daga útreiðum um afréttinn. farið í hestaferðir um sömu slóðir og víðar, bæði í góðra vina hópi og með ferðafólk. Samt standa leit- irnar uppúr. „Þessi afréttur dregur mig alltaf að sér. Ég fæ alltaf fiðring hvenær sem ég kem þangað, að hausti eða sumri. Það gefur mikið að upplifa góðan dag á þalli og þarna er svo góður félagsskapur á kvöldin. Samt er eitthvað sérstakt við leitir úmfram venjulegar hestaferðir inn í óbyggðir. Mér fmnst gaman að smala. Þá þarf ég að hugsa og leysa verk- efni sem ég hef gaman af og ég hef ánægju af kind- um. Hestarnir finna þetta líka. Þeir geta orðið allt aðrar persónur á fjalli, ekki eins og heima eða í hesta- ferðurn. Við föruni með þrjá til reiðar og klárarnir læra þetta eins og við mannfólkið og verða færari með árunum.” Lilja er lítið gefin fyrir jeppaferðir og gönguferðir, sérstaklega ekki jeppaferðir í snjó þar sem hún sér ekki hvað er undir. Þá er nú betra að hafa hest með fjóra fætur á jörðinni. Góður stjórnandi í góðum hópi Það er ekkert lítið mál að vera fjallkóngur í lengstu leit sem stend- ur í iO daga, þar sem gist er í átta nætur í skálum. „Fjallkóngur ber ábyrgð á að aðföng, menn og hestar séu í lagi. Ég veit fyrirffam hverjir eru að koma í leitina og skipa mönnum niður á svæði og í verkefni alveg fram að því að réttað er á tíunda degi,” segir Lilja. „Við förum með Flóa- og Skeiða- mönnum inn yfir Fjórðungssand og alveg inn að Hofsjökli. Ætli við séum ekki að ríða unr 60 km daginn sem við förum inn í Arnarfell. Þarna lengst innfrá gengur ekkert fé lengur, en það er ómissandi að fara þangað samt. f þessa leit fara fjórir fjallmenn og tveir aukamenn, sem eru þá oft að undirbúa að fara síðar sem fullgildir fjallmenn, og svo einn trússari, hann Óli í Geld- ingaholti. Seinna bætist í hópinn og liðið skiptist upp í Vesturleit næst Hrunamönnum og Austurleit með fé úr Flóa og af Skeiðum og svo stýri ég áfram leit okkar Gnúpverja fram að Skaftholtsrétt. Safnið úr vesturleit fer beint í Reykjaréttir á Skeiðum, en dregið er úr austurleitarsafninu í Skaftholtsrétt áður en það er rekið áfram niður á Skeið. Það er góður kjarni í þessum hópi og ég fer ekki með neina viðvaninga með mér. Samt mæðir nokkuð á fjallkóngi. Til þess starfs þarf fleira en reynslu, það þarf líka yfirsýn og hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun.” Þreytan er hluti af ánægjunni Lilja viðurkennir að það hafi verið gott að lúra lengur eftir að fjall- ferðinni lauk. „Það var samt ekkert af mér dregið. Það er líka gam- an að því sem er erfitt. Leitin gekk mjög vel í ár og við fengum til- tölulega gott veður. Skálarnir eru flestir þokkalegir og maturinn mjög góður. Það er til mikilla framfara að nú fá allir sameiginleg- an mat, en áður fyrr var hver að bauka með sinn prímus. Hann Óli elur okkur líka á þvílíku eðalfæði. Hann útbýr morgunmat, við smyrjum okkur nesti fyrir daginn og hann eldar fyrir okkur á kvöldin. Svo er alltaf svo glatt á hjalla á kvöldin. Pelinn hefur alltaf fylgt með í fjallferðum og yfirleitt fara allir vel með hann og það sem í honum er. Það er heldur engum hlíft daginn eftir.” Lilja hefur smalað bæði í sólskini og snjókomu, en ekki lent í neinum hremmingum í fjallferð. „Þokan getur verið dimm og stundum mesta furða hvað allir skila sér samt í skálana,” segir Lilja. Hún segir að yfirleitt gangi ágætlega að manna leitir. Að þessu sinni fór önnur kona með henni í lengstu leit, Áslaug Harðardótt- ir frá Laxárdal, en misjafnt er eftir árum hve margar konur fara á fjall, stundum fáar, en stundum alveg helmingur leitarmanna. Byrjendur fara í skemmstu leitir og yfir Fjórðungssand fer fólk yfirleitt ekki fyrr en eftir a.m.k. þrjár til fjórar leitir og eru yngstu fjallmennirnir í þeirri leit komnir upp undir tvítugt. Undir forystu fjallkóngs Gnúpverja starfa 33 leitarmenn alls og eru þá ekki taldir þeir sem bætast við í vestur- og austurleit Flóa- og Skeiðamanna. Nú voru um 2.500 - 3.000 fjár í Skaftholts- rétt, en voru um 8.000 þegar Lilja fór fyrst á fjall og um 12 þúsund þegar mest var, en leitarsvæðið hefur ekkert minnkað. Gott mannlíf í sveitinni Lilja segir hestamennsku vera sitt aðal áhugamál. „Ég fór á Hvann- eyri og vann við tamningar í 10 ár eftir það. Við hjónin erum bæði að temja eitthvað ennþá, einkum okkar hesta. Nú tek ég hesta frek- ar í þjálfun en frumtamningu. Þetta breyttist hjá mér eftir að drengurinn fæddist, þá breyttist hugsunin og ég tek ekki sömu á- hættu. Við erum aðeins að byrja í ræktun og komin með góða hryssu. Ég hef áhuga á ræktun og uppeldi og finnst skemmtilegt að sinna því vel. Svo spila ég badminton með góðum vinkonum, byrj- aði í kirkjukór í fyrra, er trúnaðarmaður Félags opinberra starfs- manna á Suðurlandi, var á tímabili í stjórn ungmennafélagsins og síðar hestamannafélagsins. Hér er ágætt félagslíf og fólk sækir það sem það vill, innan sveitar, milli sveita eða á Selfoss. Ég held bara að það sé hvergi betra að búa og örugglega hvergi fallegra.” Lilja segist ekki hafa átt von á að það vekti svona rnikla athygli að kona væri fjallkóngur. „Konur hafa verið í svo mörgum stjórn- unarstöðum hérna á undanförnum árum. Þær hafa verið í hrepps- nefnd og skólastjórar og í ýmsum fleiri trúnaðarstöðum svo ég held að það hafi ekki haft nein áhrif á val mitt að ég væri kona. Það hefði kannski ekki komið til greina fýrir mörgum árum að ráða konu sem fjallkóng, en fyrir svona 10 árum held ég að það hefði varla þótt neitt mál. Menn virða fjallkónginn að verðleikum og ég er þar engin undantekning.” KONUR HAFA VERIÐ í SVO MÖRGUM STJÓRNUNARSTÖÐUM HÉRNA Á UNDANFÖRNUM ÁRUM. ÞÆR HAFA VERIÐ í HREPPSNEFND OG SKÓLASTJÓRAR OG í ÝMSUM FLEIRI TRÚNAÐARSTÖÐUM SVO ÉG HELD AÐ ÞAÐ HAFI EKKI HAFT NEIN ÁHRIF Á VAL MITT AÐ ÉG VÆRI KONA vera / 4. tbl. / 2003 / 39

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.