Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 40

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 40
BRÉF AÐ NORÐAN / Sigurlaug Svavarsdóttir r V Sigurlaug Svavarsdóttir er bóndi á Brún í Reykjadal og kennari við Litlulaugaskóla. Hún situr í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar. Búa tveir þjóðflokkar á íslandi? »Já, hér kemur saga úr sveitinni, en hún er hvorki full af blómailmi og rómantík né eintómu basli og afturhaldssemi, nei hún er saga venjulegs fólks sem ég hygg að sé í raun ekki svo frábrugðið öðru fólki á íslandi. Hvað meinum við annars þegar við tölum um landsbyggðarbúa? Erum við að tala um þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, eða liggur meira á bak við? Eru landsbyggðarbúar önnur tegund fólks en þeir sem suðvesturhornið byggja? Þegar samfélagsleg málefni eru til umræðu er það æði oft sem um þau er fjallað eins og það búi tveir þjóðflokkar á íslandi, höfuðborgarbúar og landsbyggðarfólk. Oftar en ekki snýst umræðan um ólíkar að- stæður og ólík viðhorf, þ.e. hvað greinir á milli þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og okkar sem búum á landsbyggðinni. Ég held að í raun eigum við meira sameiginlegt en það sem sundrar okkur. Ég sem kona á landsbyggðinni hef um margt sömu vænt- ingar til lífsins og aðrar konur landsins og hvað ber þar hæst? Jú, velferð barna okkar og fjölskyldu. Ég er rúmlega fertug og bý á sveitabýli norður í Þingeyjarsýslu, ásamt manni mínum og syni á þokkalega stóru kúabúi en einnig höfum við ögn af sauðfé. Þessi rekstur geng- ur upp, við komumst allvel af með mikilli og þrotlausri vinnu og árvekni. Það er í mörg horn að líta, þetta snýst ekki einungis um að mjólka kýrnar kvölds og morgna 365 daga ársins. Landbúnaður hefur breyst gríðarlega nú á síðari tímum og krefst afar fjölbreyttrar þekkingar og reynslu. I raun er um að ræða rekstur lítils fyrirtækis og þar þarf að sýna fyrirhyggju í fjármálum. Tækja- búnaður sem fylgir búi eins og okkar er flók- inn og of dýrt er að kaupa alla vinnu til við- halds og því þarf bóndinn sjálfur að þekkja vel þau tæki og tól sem hann kaupir og hafa aðstöðu og verkfæri til að dytta að því sem aflaga fer. Starfið er því fjölbreytt en um leið gef- andi, samskiptin við lifandi skepnur alla daga krefjast vakandi áhuga eigi að nást það besta fram hjá hverjum og einum einstaklingi og það gefur þessu aukið gildi. Kennsla, sveitarstjórnarpólitík og heimilisrekstur Það er þó fleira að fást við. Ég hef kennara- próffrá Kennaraháskóla íslands og hef kennt meira eða minna frá tvítugsaldri. Lengst af hef ég kennt við grunnskólann hér í sveitinni og þá fyrst og fremst unglingum, nú síðari ár í hálfri stöðu. Ennfremur sit ég nú í sveitar- stjórn í okkar 700 manna sveitarfélagi sem nýlega er sameinað úrfjórum smærri hrepp- um og í þá vinnu fer talsverður tími. Auk þessara starfa held ég að sjálfsögðu heimili. Það er þó ekki þar með sagt að ég standi þar ein í ströngu alla daga því eins og sjá má er ég ekki alltaf heima, ég kenni þrjá daga vik- unnar og þá þurfa aðrir að sjá um sig og heimilið þannig að allt byggist þetta jú á samvinnu. Á sveitaheimili er heimilishaldið e.t.v. eitt- hvað frábrugðið því sem gerist í þéttbýlinu, til dæmis eru alltaf fjórar máltíðir á dag. Bóndi minn og vinnumaður vinna úti alla daga, langan vinnudag, þeir þurfa staðgóð- an mat. Ég og sonur okkar erum í mötuneyti í skólanum að hluta en að öðru leyti erum við öll I fæði heima og ósjaldan eru aukamenn í mat, af ýmsum ástæðum. Þetta krefst tals- verðrar fyrirhyggju og skipulagningar og á haustin er því sankað að sér mat í frystikist- urnar og reynt að búa í haginn fyrir veturinn. Lögbundin fræðsla liggur niðri En nú er nóg komið af lýsingum á starfi mínu og einkahögum, rétt er að snúa sér að því sem hæst ber og um leið því sem ég drap á í upphafi sem sameiginlegt áhugamál okkar allra, velferð barnanna og fjölskyldunnar. Hvernig er ástandið í dag? Vægast sagt ekki ánægjulegt, börn okkar sitja heima og lögbundin fræðsla þeirra liggur niðri. Hvað veldur, hvað er til ráða? Nú er það svo að ég sé þetta mál frá mörgum sjónarhornum. [ fyrsta lagi sem for- eldri, í öðru lagi sem kennari og í þriðja lagi sem sveitarstjórnarmaður. Það er erfitt að slíta þetta þrennt sundur og því er það svo að samúðin liggur í raun fyrst og síðast með börnunum sem að ósekju fá ekki lögbundna fræðslu. Þetta ástand er í raun óásættanlegt, en hvað er til ráða? Ljóst er að geta sveitarfélaga til að mæta gríðarlega auknum kostnaði við rekstur skól- anna er afar bágborin. Skólarnir eru þó þær stofnanir sem hverju samfélagi eru hvað mikil- vægastar, ef ekki er sátt um skólana og íbúar hvers samfélags bera ekki traust til hans er samfélagið um leið í uppnámi. Þetta er ekki hvað síst greinilegt í hinum smærri byggðum þar sem baráttan stendur jafnvel um að halda skólunum og óttinn um að missa þá alveg er yfirvofandi. Kennarastarfið er gefandi, fullt ábyrgðar en einnig óumdeilt slítandi. Grunnskólakenn- arar eru ekki ofhaldnir af launum sínum og þurfa raunverulega kjarabót. Hvort hún getur áunnist f einu skrefi er svo aftur vafamál. Yfirfærsla skólamála frá ríki til sveitarfé- laga var á sínum tíma umdeild ákvörðun. Um hana tjóir ekki að deila nú, en hins vegar má deila um viðskilnað ríkisins við þennan mála- flokk. Margir telja að vel hafi verið gert við sveitarfélög og ríflega skammtað, en ég held þó að fáum blandist hugur um að þegar yfir- færslan fór fram hafði kennarastéttin lengi verið svelt og það kom í hlut sveitarfélag- anna að rétta hlut hennar. Lausn þessarar deilu sem nú stendur hlýt- ur að nást með málamiðlun, báðir deiluaðilar þurfa að draga eitthvað í land og eins tel ég óhugsandi annað en ríkisvaldið þurfi að end- urskoða tekjustofna sveitarfélaga með það fyrir augum að gera þeim kleift að reka blómlegt skólastarf um allt land. Með kveðju úr sveitinni 40 / 4. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.