Vera - 01.08.2004, Page 42

Vera - 01.08.2004, Page 42
'•'V- Konur og kaupmennska í Malaví » Þegar talað er um viðskiptastarfsemi kvenna í Afríku kemur líklega flestum fyrst í hug hinar kraftmiklu vestur afrísku markaðssölukonur. í löndunum við Gíneuflóa hafa konur löngum þótt slá körlum við í viðskiptum. Þar hafa Fante konur til dæmis lengi stjórnað millisvæðaviðskiptum á fiski út frá fyrrum Gull- strönd Gíneuflóa og Yoruba konur verið áberandi á markaðstorgum bæði Nígeríu og Gana. Þótt sögulegar heimildir sýni að konur í suðurhluta álfunnar hafi einnig tekið þátt í vöruskiptum og viðskiptum í gegnum tíðina virðist þátttaka þeirra ekki hafa verið eins mikil eða eins víðtæk og viðskiptastarfsemi kvenna í Vestur Afríku. Á nýlendutímanum voru karlar nær allsráðandi á markaðstorgum suðlægrar Afríku og enn þann dag í dag gera ýmsir efnahagslegir og menning- arlegir þættir konum erfiðara fyrir en körlum að stunda viðskipti. [ Malavl hafa ólaunuð landbúnaðar- og heimilisstörf löngum verið aðal- verksvið kvenna en gloppóttar sögu- legar heimildir gefa þó vísbendingu um að fyrir nýlendutíma Breta í land- inu hafi konur tekið meiri þátt í versl- un og viðskiptum en seinna varð. ( suðurhluta landsins framleiddu kon- ur til dæmis salt í miklum mæli fyrr á timum og notuðu bæði til staðbund- inna vöruskipta og millisvæðavið- skipta. En eins og ( öðrum breskum Guðrún Haraldsdóttir nýlendum leitaðist nýlendustjórnin í Malavf við að móta kynhlutverk þegna sinna eftir Viktoríönskum hug- myndum heimalands síns en þær voru sérstaklega fjandsamlegar móð- urættarsamfélögum Afríku sem 42/4. tbl./2003/vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.