Vera - 01.08.2004, Síða 44

Vera - 01.08.2004, Síða 44
KONUR OG KAUPMENNSKA í MALAVÍ / uðstól en áður til þess að rútuinnflutningur- inn borgi sig. Hún hefur því þurft að draga úr verslunarferðunum og hagnaðurinn hefur minnkað í samræmi við það. Hún lifir þó í voninni um að efnahagsumhverfið muni aft- ur snúast henni í vil. Ennþá er það ekki á nema fárra kvenna færi í Malaví að stunda rútuinnflutning því til þess þarf vegabréf, sem fáir hafa efni á að eignast í Malaví, og einnig stærri viðskipta- höfuðstól en flestir í þessu fátæka landi hafa ráð á. Samkvæmt opinberum tölum er meira en helmingur malavískra kvenna ólæsar og flestir foreldrar leggja minni áherslu á menntun dætra sinna heldur en sona. Þó fjölskylda Phalessar hafi verið fátæk tókst henni þó að klára framhaldsskóla, auk eins árs náms í félagsmála- ráðgjöf og hefur menntun hennar stuðlað bæði beint og óbeint að velgengni hennar í viðskiptum. Árið áður en Phaless byrjaði rútu- innflutninginn fékk hún ársleyfi frá störfum sínum sem félags- málaráðgjafi til að stunda eins árs diplómanám í samfélagsþróun á írlandi. Hún fékk fullan styrk til námsins en vann við uppvask á veitingahúsi samhliða náminu og gat safnað sparifé sem hún flutti með sér til Malaví að loknu námi. Það var þetta sparifé sem gerði henni kleift að byrja rútuinnflutn- inginn. Samhjálp stórfjölskyldunnar Phaless flytur aðallega vörur frá Suður Afríku og hefur stofnað til óformlegra viðskipta- tengsla við nokkra heildsala sem gerir við- skiptin bæði öruggari og hagstæðari. Við- skiptaferðirnar eru erfiðar og áhættusamar og rútukaupkonurnarferðast gjarnan saman í hópum til að verjast þjófum og öðrum hættum. En erfiðasti hjallinn er þó landa- mærin, segir Phaless, því tollverðirnir geta verið harðir í horn að taka. „í þessum bransa er mjög mikilvægt að þekkja innflutnings- lögin. Ef þú veist ekki hvað þú átt að borga há innflutningsgjöld notfæra landamæra- verðirnir sér það strax. Þeir láta þig borga meira en þér ber og svo stinga þeir mismun- inum í eigin vasa." Phaless segir að það þurfi reynslu og leikni til að eiga við tollverðina en ef rétt er að farið er hægt að „semja" við þá og borga lítil eða engin gjöld, bætir hún við og glottir. Varningurinn sem Phaless kemur með frá Suður Afríku er aðallega fatnaður sem fastir viðskiptavinir hennar við Apaflóa hafa pant- að en ein verslun á svæðinu tekur vörurnar hennar einnig í umboðssölu. Neytendahóp- urinn er aðallega lítill hópur mi11istéttarfólks á föstum launum hjá ríkinu eða alþjóðlegum hjálparstofnunum sem getur veitt sér þann munað að kaupa ónotuð föt. Phaless sér al- farið um verslunarferðirnar til Suður Afríku en þegar heim er komið hjálpast hún og eigin- maður hennar að. „Maðurinn minn hefur hjálpað mér mjög mikið og við hjálpumst að við flest sem við gerum. Stundum þegar ég er upptekin selur hann vörurnar fyrir mig og hann hefur Ifka bætt við höfuðstólinn hjá mér þegar hann hefur minnkað af einhverjum ástæðum." Samhjálp innan stórfjölskyldunnar er mikilvægt félagslegt öryggisnet í Malaví eins og víða annars staðar í Afríku. Að mati Phalessar er þetta afríska samfélagseinkenni þó ekki alltaf til góðs og telur hún það oft hindra viðskiptahagnað og gera fólki erfitt fyrir að halda viðskiptahöfuðstól stöðugum, hvað þá að auka hann. Báðir foreldrar Phalessar dóu fyrir mörgum árum síðan frá stórum barnahópi. Þar sem Phaless er elst í systkinahópnum hefur það mest komið í hennar hlut að sjá um yngstu systkini sín auk þess að ala upp börnin sín tvö. Með athafna- semi sinni hefur henni tekist að koma þeim öllum gegnum skóla en hún segir það oft hafa bitnað á viðskiptunum. „Það er erfitt að segja systkinum sínum að ekki séu til pen- ingar fyrir skólagjöldum þegar það eru í raun til peningar sem ætlaðir eru í viðskipt- in. Þá verður þú bara að gjöra svo vel og taka af höfuðstólnum og vona að í næstu ferð muni þér takast að bæta það upp með hagnaði." Fjölskylda bæði hindrun og stuðningur Phaless leggur einnig áherslu á að viðhalda góðu sambandi við tengdafjölskyldu sína því að í Malaví getur slæmt samband við tengdafjölskyldu leitt til ýmissa alvarlegra vandamála. Þetta felur m.a. í sér reglulegar peningagjafir til tengdamóður hennar og mágkvenna og segir Phaless það líka bitna á viðskiptunum hennar. „I raun er stórfjöl- skyldan okkar stærsta vandamál hérna í Malaví sérstaklega ef þú ert að reyna að stunda viðskipti," segir Phaless og hlær. „Stundum hafa meðlimir í fjölskyldunni spurt mig hvernig standi á því að ég leggi mig í þá hættu sem getur fylgt því að fara í verslunarferðirnar til Suður Afríku. En þegar ég bendi þeim á að án þessara viðskipta mundi ég ekki geta hjálpað þeim á þann hátt sem ég geri núna þá þagna þau," bætir hún við sposká svip. Ég spyr Phaless að lokum hvaðan hún hafi viðskiptavitið og hún svarar ákveðin: „Frá móður minni sem var ötul kaupkona. Faðir minn starfaði í hernum og við fluttum oft milli staða en móðir mín kom sér alltaf upp viðskiptum við hæfi á hverj- um stað. Þegar við bjuggum ná- lægt landamærum Sambíu flutti hún inn notuð föt þaðan og seldi í Malaví. Á þeim tíma var slíkur inn- flutningur ólöglegur og hún tók mikla áhættu með því að smygla þeim inn í landið en tekjurnar af þeim viðskiptum voru fjölskyld- unni mjög mikilvægar." Phaless segir að fjölskyldan hafi verið já- kvæð gagnvart viðskiptastarfsemi móður hennar og stutt hana, rétt eins og fjölskylda Phalessar styður viðskipti hennar en Phaless telur slíkan stuðning mik- ilvægt skilyrði fyrir happasælum viðskiptum kvenna. „Viðhorf samfélagsins til viðskipta- starfsemi kvenna er misjafnt eftir landshlut- um í Malaví. Hérna á svæðinu í kringum Apaflóa er fólk yfirleitt jákvætt gagnvart því að konur stundi verslun og viðskipti því hér er löng hefð fyrir því að konur kaupi og selji fisk. Margar konur á þessu svæði reka nú sín- ar eigin verslanir eða önnur smáfyrirtæki. Á öðrum stöðum í landinu er þessu öðru vísi farið. Þar verða kaupkonur iðulega fyrir illu umtali, sérstaklega ef þær ferðast mikið og fólk sakar þær oft ranglega um lauslæti og siðleysi þó þær séu bara að reyna að sjá fyrir fjölskyldunni," segir Phaless alvarleg. Slíkt umtal reynist flestum þungt í skauti og er sennilega ein af áhrifamestu hindrunum gegn almennri velgengni kvenna í viðskipt- um í Malaví. Á ÞEIM RÚMLEGA SJÖTÍU ÁRUM SEM MALAVÍ VAR FORMLEGA UNDIR BRESKRI NÝLENDUSTJÓRN MINNKAÐI EFNAHAGSLEGT SJÁLFSTÆÐI KVENNA OG ÁHRIF ÞEIRRA Á TRÚARLEGU OG PÓLITÍSKU SVIÐI SAMFÉLAGSINS DVÍNUÐU 44/4. tbl. / 2003/ vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.