Vera - 01.08.2004, Síða 45

Vera - 01.08.2004, Síða 45
Konureru með meira viðskiptavit en karlar segir Phabbý Nthekadona fisksölukona Phabbý Nthekadona er athafnakona i stóru fiskiþorpi við Malavívatn. í gegn- um tíðina hefur hún stundað viðskipta- rekstur af ýmsu tagi en kaup og sala á fiski hefur verið hennar aðalstarf síðan 1986. „Á þeim tíma vann maðurinn minn sem þjónn á einu af hótelunum hérna við vatnið og hann gaf mér 50 kwacha (u.þ.b 33 ísl. kr.) til að byrja fisksöluna." Síðan hefur viðskiptastarf- semin vaxið jafnt og þétt og eru fiskvið- skipti hennar nú meðal þeirra öflugustu á svæðinu en víða fer af henni orð fyrir mikla viðskiptakænsku. Phabbý fæst aðallega við sölu á þurrkuðum fiski en einnig á ferskum fiski á ákveðnum tíma ársins. Hún segir sveigjanleika og getu til að fylgja markaðssveiflum vera undir- stöðu happasælla viðskipta en Ijóst er að hennar eigin útsjónarsemi og dugnaður hafa einnig skipt höfuðmáli: „Það er auð- veldara að selja ferskan fisk þegar fólk er ný- búið að selja uppskeruna sína í apríl eða maí. Þá hefur það peninga milli handanna. ( sept- ember þarf fólk að nota peningana til að borga skólagjöld barna sinna og til að undir- búa garðana sína fyrir rigningartímann. Það þýðir að það er of áhættusamt að versla með ferskan fisk og þá sný ég mér að sólþurrkuð- um fiski." Fiskinn er hægt að selja allt árið og er hann því ákjósanleg markaðsvara að mati Phabbýar: „Landbúnaðarvörur eins og mais eða tóbak (sem eru algengar versl- unarvörur í Malaví) verður að rækta yfir rigningatímann og upp- skeran er svo seld einu sinni á ári. Eftir það ertu tekjulaus það sem eftir er ársins." Oftast kaupir Phabbý fiskinn af nokkrum smá- bátaútgerðarmönnum sem landa á ströndinni við heimaþorp hennar Makawa, en ólíkt flestum sem stunda fiskviðskipti á svæðinu hef- ur hún nógu háan höfuðstól til að kaupa líka af togurum sem fiska á Malaví- vatni. Það er hagstæðara fyrir hana að kaupa af togurunum því þá þarf hún bara að kaupa af einum aðila í stað margra, en sjaldgæft er að einn smáútgerðarmaður hafi nógan afla handa henni. Phabbý stundar einungis heildsöluverslun. Þegar hún verslar með ferskan fisk kaupir hún ís og leigir lítinn pall- bíl til að flytja hann á markað í næstu borg. Þegar hagstæðara er að selja þurrkaðan fisk kaupir hún fiskinn ferskan og sólþurrkar hann heima hjá sér með hjálp fjölskyldunn- ar. Hún flytur svo þurrkaðan fiskinn á mark- aðinn á stórum pallbíl sem hún leigir með öðrum fisksölum á svæðinu. „Ferskan fisk þarf ekki að vinna og beinn hagnaður af þeirri verslun er meiri. En við- skiptin með þurrkaðan fisk eru hins vegar ör- uggari því hann geymist betur og þú hefur lengri tíma til að selja hann á markaðinum. Ferska fiskinn verður þú að selja samdæg- urs," segir Phabbý. Hún selur bæði ferska og þurrkaða fiskinn yfirleitt á sama markaðinum í borginni Blantyre þar sem hún hefur fasta viðskiptavini og aðstoðarmann á launum til að hjálpa sér við söluna. Fiskviðskipti Phabbýar eru hluti af afar flóknu markaðs- neti á fiski í Malaví. Margir viðskiptavina hennar selja fiskinn áfram í heildsölu eða smásölu á ýmsum borgarmörkuðum en aðr- irflytja hann aftur út á land allt til fjarlægustu sveitahéraða. 13 barna móðir og byggði hús sitt sjálf Phabbý er þrettán barna móðir og þar á meðal eru þrjú tvíburapör! Hún segir þó að barnalánið sé blönduð hamingja. „Ef ég ætti ekki öll þessi börn þá væri ég auðug kona í dag," segir hún ákveðin. „En það var ekkert um þessa hluti rætt á þeim tíma sem ég eignaðist mín börn. Fólk bara eignaðist börn og enginn talaði um getnaðarvarnir eða fjöl- skylduskiþulag eins og nú er gert." Rekstur heimilisins hefur oft verið þungur en Phabbý segir hann lenda mest á sér því hún fái litla hjálþ frá eiginmanni sínum - segir hann raunar hafa brugðist flestum skyldum mala- vísks eiginmanns. „Allur kostnaður heimilis- ins lendir á mér," segir hún gröm. „Ég byggði meira að segja húsið okkar sjálf og Guð er mitt vitni um það!" Samkvæmt hefðum Yao ættflokksins, sem Nthekadona hjónin til- heyra, er það skilyrðislaus skylda eigin- manna að sjá eiginkonum sínum fyrir hús- næði. Phabbý segir háttalag eiginmanns hennar enga undantekningu í malavísku samfélagi. „Karlar í Malaví leggja allar byrðar heimilisins á herðar eiginkvenna sinna. Jafn- vel þó þeir afli tekna lendir mestur rekstur heimilisins á konunum en þeir eyða sínum peningum í bjór og hjákonur!" Phabbý er ekki eina malavíska konan sem telur á konur hallað i malavísku samfélagi og hún er eindregið þeirrar skoðunar að konur hafi meira viðskiptavit en karlar því þær kunni betur að fara með peninga. Phabbý telur að aðstæður kvenna í Malaví hafi í raun versnað undanfarin ár þrátt fyrir að konur hafi nú meiri möguleika en áður að afla sjálfstæðra tekna - það geri það einfaldlega að verkum að meiri ábyrgð færist yfir á þær. En hún segir þó konur líka bera ábyrgð á almennt versnandi ástandi: „Þegar konur verða fjár- hagslega sjálfstæðar hætta sumar þeirra að sýna manni sínum virð- ingu," segir hún. „Ég hef séð þetta gerast, þær breytast. Þær hætta að styðja eiginmenn sína og neita að þvo fötin þeirra. Þær segjast engan tíma hafa fyrir heimilið en eyða tíma sínum í vinnuna og fara jafnvel að slá sér upp með öðrum mönnum. Ég hef séð þetta gerast og þetta er ástæðan fyrir því að margir menn eru hræddir við að leyfa konum sínum að stunda viðskipti." KARLAR í MALAVÍ LEGGJA ALLAR BYRÐAR HEIMILISINS Á HERÐAR EIGINKVENNA SINNA. JAFNVEL ÞÓ ÞEIR AFLI TEKNA LENDIR MESTUR REKSTUR HEIMILISINS Á KONUNUM EN ÞEIR EYÐA SÍNUM PENINGUM í BJÓR OG HJÁKONUR! vera / 4. tbl. / 2003 / 45

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.