Vera - 01.08.2004, Side 46

Vera - 01.08.2004, Side 46
Stjórnvöld skara eld að eigin köku Phabbý er yfirhöfuð svartsýn á ástandið í Malaví og sérstaklega á versnandi afkomu fólks. Hún segir að allt hafi breyst frá því sem áður var og segir stjórnvöld hafa brugðist þegnum landsins: „Efnahagsástandið hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og fólk hefur ekki lengur efni á að kauþa fisk í soðið. Það sem stjórnvöld hafa áhuga á er að skara eld að sinni eigin köku en ekki að hjálpa fólki eins og mér." Fiskviðskiptin ganga ekki eins vel og áður og fyrir nokkru síðan varð hún fyrir því að tapa nær öllum höfuðstólnum á einu bretti þegar fiskurinn hennar skemmd- ist vegna þess að hann seldist ekki nógu hratt. Hún segir þetta hafa gengið mjög nærri sér: „Ég fékk háan blóðþrýsting og mér fannst öllu vera lokið. í tvo mánuði var ég bara heima í djúpu þunglyndi. Þetta var mjög sársaukafullt fyrir bæði mig og fjölskylduna mína sem um leið missti aðalfyrirvinnuna. Það eina sem ég gat gert var að treysta á Guð og núna er ég loksins að byrja að rétta úr kútnum aftur." Phabbý segist sem betur fer sjaldan hafa orðið fyrir svona áföllum en hún er nú komin á sextugs aldur og segist vera farin að finna fyrir þvi að ferðalögin vegna fiskviðskipt- anna og athafnasemin sem þeim fylgja séu farin að reynast henni erfiðari en áður. Hún segist reyna að vera bjartsýn og setur traust sitt á dætur sínar sem hjálpa henni með heimilið og viðskiptin. Sjálf kláraði Phabbý ekki framhaldsskóla en hefur lagt áherslu á að mennta börnin sín og er nú að borga skólagjöld fyrirfimm þeirra í framhaldsskóla. Elstu dætur hennar hafa þegar lokið eða hætt framhaldsskólanámi og eru sumar bún- ar að stofna sinn eigin viðskiptarekstur og ein þeirra hjálpar nú móður sinni í fisksöl- unni. Yngri dæturnar sem enn ganga í skóla sjá um heimilisstörfin á meðan Phabbý er í viðskiptaferðunum. Guðrún Haraldsdóttir lauk doktorsprófi í mannfræði frá University of lowa árið 2002. Ritgerðin byggði á rannsókn sem hún vann í tveimur þorpum við Malavívatn og beindist m.a. að því hvernig félagsleg og menningar- leg staða kvenna hefur áhrif á efnahagslega afkomu þeirra. Guðrún starfaði sem verk- efnisstjóri fyrir Þróunarsamvinnustofnun ís- lands í Malaví 2001-2004 en býr nú í Cambridge á Englandi. sem hugsarvel um líkamann ss vegna eru RIA dömubindin fyrir þig. ■ilkimjúk bindi - ilm og klórefnafrí. Umhverfisvæn þýsk gæðavara. Innihalda engin aukaefni og halda ekki aö raka. Koma frá stærsta hjúkrunarvöru- framleiðanda Evrópu, Paul Hartmann AG. RIA - örugg og þægileg. BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhraun 10 - Sími 565 1000 Fagfólkiðí apótekinu veitir ráðgjöf. 46 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.