Vera - 01.08.2004, Page 47

Vera - 01.08.2004, Page 47
/ KYNNING » Hér er fjallað um vandamál sem hrjáir margar konur, það er að segja áhyggjur og ofhugsun. Konum hættir til, fremur en körlum, að taka ýmsa hluti allt of nærri sér, burðast með áhyggjur af hlutum sem ekki er hægt að breyta og eyða óþarfa orku í að velta þeim fyrir sér fram og til baka. Þetta kallar höfundurinn ofhugsun sem hún telur skaðlega heilsu og velferð kvenna. í bókinni bendir hún á markvissar leiðir til að losa sig undan oki ofhugsunar og huga betur að eigin vel- ferð. Hún tilfærir ýmis dæmi máli sínu til stuðnings og eru margar sög- urnar kunnuglegar úr hversdagslífinu og lærdómsríkar. Konur sem hugsa um of Kaflar úr bók eftir bandaríska höfundinn Susan Nolen-Hoeksema sem Salka gefur út í íslenskri þýðingu Sigurðar Hróarssonar Hvað er skaðvænlegt við ofhugsun? Síðustu fjóra áratugina hafa konur búið við vaxandi sjálfstæði og auk- ið valfrelsi. Við erum nú frjálsari en áður að kjósa okkur sambúðar- form, ákveða hvort og hvenær við eignumst börn, hvaða vinnu við stundum og hvernig við viljum haga lífi okkar yfirleitt. Við höfum öðl- ast valfrelsi sem mæður okkar og ömmur létu sig tæpast dreyma um. Framfarir í læknavísindum færa okkur aukið heilbrigði. Við lifum bæði lengur og betur. Við höfum ótal ástæður til að gleðjast og bera okkur vel. Samt er það svo að alltaf þegar tækifæri gefst til að líta upp frá erli dagsins þá hellast yfir fjölmargar okkar alls kyns áhyggjur og geðs- hræringar sem við náum ekki að hafa fulla stjórn á og valda bæði lík- amlegu og tilfinningalegu magnleysi. Við erum fórnarlömb ofhugs- unar, fastar í iðandi kviksyndi sem mjög hefur vaxið að afli síðustu áratugina. Með ofhugsun taka neikvæðar hugsanir og geðshræring- ar öll völd og loka dyrunum að áhyggjulausu og eðlilegu lífi. Áhyggj- ur okkar og kvíði beinast þá að grundvallaratriðum lífsins: Hver er ég? Hvað er ég að gera við líf mitt? Hvað finnst öðrum um mig? Hvers vegna er ég ekki glöð og ánægð? Slíkum spurningum er hvorki fljót- legt né auðvelt að svara, svo við köfum enn dýpra í hugsanir okkar og völdum sjálfum okkur enn frekari hugraunum. Eftir því sem hugur okkar myrkvast meira, vex kvíðinn og sífellt fleiri áhyggjur sækja á, stórar og smáar: Notar sonur minn fíkniefni? Hvers vegna er ég enn í þessu leiðindastarfi? Hvernig get ég viðhaldið neistanum í hjóna- bandinu? Af hverju get ég ekki haft fulla stjórn á skapinu gagnvart móður minni. Hugsanir sem þessar rísa og hníga stöðugt en við komumst sjaldnast að nokkurri niðurstöðu. Breytum því hvernig konur skilgreina sjálfar sig Það eru ekki bara utanaðkomandi öfl sem etja konum út i kviksyndi ofhugsunar. Sú skilgreining kvenna á sjálfum sér að þeim beri að veita öllum tilfinningalega ásjá og umönnun - öllum sem þær þekkja, gerir þær varnarlausari en ella gagnvart áhyggjum og andvökum og örvæntingu. Til að vinna bug á ofhugsun, verður að breyta þessari skilgreiningu kvenna á sjálfum sér. Og það getur reynst hverri konu örðugt að sjá þennan vágest í eigin ranni. En konur sjá hann hver hjá annarri. Kellý var ein þessara kvenna, óþreytandi í hlutverki miskunnsama samverjans, alltaf að bjóða fram aðstoð sína og sinna vandamálum annarra. Ef aukavinnu var þörf á vinnustað, sneru allir sér strax til Kellýjar - sem þá þegar hafði í flestum tilfellum boðið sig fram. Ef samstarfsmaður þurfti að gráta á öxl einhvers, var Kellý einatt reiðu- búin. Ef kom til deilu milli nærstaddra, reyndi Kellý klukkustundum saman að jafna deiluna og fá viðkomandi til að ná sáttum. Öllum þótti mjög vænt um Kellý, en hún var andlega og líkamlega úrvinda eftir þetta þrotlausa samverjastarf. Dag einn, þegar Kellý hafði sam- þykkt að flytja kynningarfyrirlestur sem enginn annar í fýrirtækinu vildi flytja, stökk Lára vinkona hennar inn á skrifstofu Kellýjar og stillti henni upp við vegg: „Nei, hingað og ekki lengra! Hvers vegna í ósköp- unum bauðstu til að flytja þennan fyrirlestur? Þú veist ofurvel að það er í verkahring Theódórs! Af hverju ertu alltaf að bjarga honum fyrir horn? Þú missir heilsuna með þessu áframhaldilOg svosnýrTeddi sér til okkar hinna kvennanna á deildinni og ætlast til þess sama afokkur - að við vinnum fyrir hann skítverkin líka!" Kellý var agndofa. Hún hafði ekki fyrr gert sér grein fyrir því að hjálpsemi hennar kæmi niður á starfi annarra kvenna á deildinni - og kæmi jafnframt niður á henn- areigin velsæld. Með því að eiga góð samskipti við aðrar konur - sem vinkonur eða sem þátttakendur í einhverju félagslegu hópstarfi - getum við öðlast nýja sýn á sjálfar okkur og gert okkur betur grein fyrir þeim skilgrein- ingum og sjálfsblekkingum sem næra ofhugsun okkar. Sem hluti af heild, getum við líka aðstoðað við að kenna öðrum konum og stúlk- um að rata meðalveg milli þess að sjá um aðra og sjá um sjálfa sig. Susan Nolen-Hoeksema erprófessorí sálarfræði við háskólann í Michig- an. Hún hefur hlotið styrki og margs konar viðurkenningar fyrir rann- sóknir sínar á ofhugsun kvenna, fráýmsum viðurkenndum alþjóðlegum sjóðum og stofnunum. Women Who Think Too Much kom út 2003 og hefur hlotið gríðarlega athygli og vinsældir víða um heim. vera / 4. tbl. / 2003 / 47

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.