Vera - 01.08.2004, Page 49

Vera - 01.08.2004, Page 49
LYSTARSTOL OG LOTUGRÆÐGI Guðrún Ögmundsdóttir (Sf) leitaði svara við áleitnum spurningum varðandi átröskunarsjúkdóma og í svari heilbrigðisráðherra koma fram sláandi upplýsingar. ( skýrslu sem átröskunarteymi geðdeildar LSH skilaði til heilbrigðisráðherra kemur fram að ekki er vitað um heildarfjölda þeirra sem veikst hafa afvöldum átröskunar á íslandi á liðnum árum. En í skýrslunni segirennfremur að ef litið er til Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna sé áætlað að um 20 ný tilfelli átröskunarsjúkdóma greinist ár hvert á hverja 100 þús- und íbúa. Ef við gerum ráð fyrir að tíðnin sé svipuð á fslandi getum við reiknað með að um 60 ný tilfelli átröskunnarsjúkdóma greinist á fslandi ár hvert. GAGNSÆI FJÖLMIÐLA Þar sem umræðan um fjölmiðlafrumvarpið drukknaði í sjálfri sér er ekki úr vegi að skoða aðeins hvaða tillögur aðrar en frumvarpið sjálft voru á sveimi í þinginu á þessum tíma. Bryndís Hlöðversdóttir (Sf) er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um gagnsæi og rit- stjórnarlegt frelsi í íslenskum fjölmiðlum. Megin inntak tillögunnar er að Alþingi skipi þverpólitíska og þverfaglega nefnd sem rýni í að- gerðir til stuðnings gagnsæi á íslenska fjölmiðlamarkaðnum. Þau atriði sem flutningsmenn leggja til að nefndin skoði eru m.a. • Hvernig má tryggja almenningi upplýsingar um eignarhald og rekstur fjölmiðla. • Hvernig er hægt að tryggja sjálfstæði ritstjórna gagnvart eigendum fjölmiðla. • Hvernig getur þetta farið saman með lögmætum hagsmunum eigenda eins og viðskiptafrelsi, persónuvernd og vernd heimildar manna. • Hvernig er valdheimildum eftirlitsstofnana best hagað í þessu samhengi. í niðurlagi greinargerðar með tillögunni segja flutningsnienn m.a. að ekki þurfi að ráðast í stórfellda endurskoðun á löggjöf um fjölmiðla hér á landi til að tryggja gagnsæi þeirra í samræmi við tilmæli Evrópuráðsins. Almennar reglur samkeppnislaga ættu að ná yfir athafnir markaðsráðandi fjölmiðlafyrirtækja sem annarra fyrirtækja. Gagnsæi í fjölmiðlun má ekki verða til að hefta þróun fjölmiðla hér á landi. Meginmarkmiðið er að tryggja að nauðsynlegar grunnupplýsingar um fjölmiðlana liggi fyrir og séu aðgengilegar almenningi - svo ein- fallt er það. MEÐFERÐARÚRRÆÐI FYRIR FANGA Margrét Frímannsdóttir (Sf) spurðist fyrir um það hjá dómsmálaráðherra hvort hann muni beita sér fyrir því að opnuð verði meðferðardeild vegna áfengis- og vímuefnaneyslu við fangelsi landsins. f svari ráðherra kemur fram að ákvörðun um slíkt bygg- ist á samvinnu yfirvalda fangelsismála og heilbrigðismála. Af hálfu þeirra sem reka fangelsi hafa verið skoðaðir kostir þess að slík deild yrði á Litla-Hrauni. Hefur verið hugað að nauðsynlegum framkvæmdum vegna þess en fjármunum hefur ekki enn verið for- gangsraðað til verkefnisins. Yfirvöld fangelsismála munu halda áfram athugunum sínum á möguleikum slíkrar deildar í samstarfi við þá sem sinna heilbrigðismálum fanga. Ráðherra sagði einnig að fangar í fangelsinu á Litla-Hrauni ættu kost á vímuefnameð- ferð á öllum stigum afplánunar. Að öllu jöfnu má segja að þeir fangar sem vilja aðstoð við að hætta vímuefnaneyslu eigi kost á meðferð meðan á afplánun stendur. BREYTINGAR Á NEYÐARMÓTTÖKU FÓRNARLAMBA NAUÐGANA Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) spurði heilbrigðisráðherra út í starfsemi neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana á Landspítala Há- skólasjúkrahúsi. Fyrirspurn Kolbrúnar beindist að fyrirhuguðum niðurskurði og á hvern hátt hann bitnaði á neyðarmóttökunni, starfs- fólki hennar og markmiðum almennt. Einnig vildi Kolbrún vita við hverja hefði verið haft samráð og hvernig ráðherra ætlaði að bregð- ast við ákalli kvennahreyfinga um að horfið verði frá fyrirhuguðum niðurskurði. Ráðherra fullyrti í svari sínu að þjónusta við fórnarlömb nauðgana myndi á engan hátt skerðast þátt fyrir að 20% staða yfirlæknis yrði lögð niður. Verkefni yfirlæknis hefðu ekki falist beinlínis í því að sinna móttöku fórnarlamba! f svari ráðherra kom fram að starfsemi neyðarmóttökunnar yrði áfram á slysa- og bráðavakt í Fossvogi og haft hefði verið samráð við starfsfólk slysa- og bráðavaktar ásamt starfsfólki neyðarmóttöku um breytingarnar. Helsta breyting önnur er sú að félagsráðgjafi verður ráðinn í hálft starf í stað þess að vera á bakvöktum og sama á við um hjúkrunarfræðinga. Ákalli kvennahreyfinga um að fallið verði frá niðurskurðinum svarar ráðherra á þann hátt að hvorki sé réttmætt né ástæða til að hlutast til um þessar breytingar. Fari hins vegar svo að breytingarnar leiði til þess að þjónust- an versni er kornin ástæða til að taka málið til skoðunar. ÓFEÐRUÐ BÖRN Rannveig Guðmundsdóttir (Sf) beindi fyrirspurn til ráðherra Hagstofu fslands um hversu mörg börn yngri en 18 ára væru ófeðruð og hvort þeim hefði fjölgað síðustu tvo áratugi. Ráðherra sagði engar tölvuskráðar upplýsingar til um fjölda ófeðraðra barna á þessu tímabili. (tengslum við sifjalaganefnd og undirbúning núgildandi barnalaga kannaði Hagstofan málið fyrir árin 1996,1997 og 1998. Könnunin leiddi í Ijós að á þessu þriggja ára tímabili var 41 barn ófeðrað, eða enginn lýstur faðir við fæðingu, en um áramótin 1999 og 2000 voru 20 börn ófeðruð. Einnig kom fram í svari ráðherra að engar vísbendingar eru um meiri háttar breytingar í þessum efnum undanfarin ár. Verður því ekki annað séð en að þessi athugun gefi haldgóða vísbendingu um fjölda ófeðraðra barna á Islandi síðustu áratugi. vera / 4. tbl. / 2003 / 49

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.