Vera - 01.08.2004, Side 52

Vera - 01.08.2004, Side 52
LOGRFRÆÐI / í NOREGI HAFA ALLIR STJÓRNMÁLAFLOKK- AR SETT SÉR KYNJAKVÓTA - ÁN ÞESS AÐ ÍHLUTUN RÍKISINS KOMI ÞAR TIL - OG ÞAR HEFUR, EINS OG MARGIR VITA, HLUTFALL KVENNA í RÍKISSTJÓRNUM EKKI FARIÐ UNDIR 40% FRÁ 1990 ir kynnu að eiga rétt á sér.,,ai Því fer hins vegar íjarri að jafnréttislögin lögbjóði þær. Það er því ekkert í lögum - hvorki jafnréttislögum né stjórn- arskrá - sem kemur í veg fyrir að kynjakvótar eða algerar forgangs- reglur verði leiddar í lög.,iI Það byggist einfaldlega á pólitísku mati hvort þær eigi rétt á sér og þar eru sterk rök á báða bóga. Það væri því vel þess virði að skoða hvernig slík kerfi hafa virk- að. Kynjakvótar hafa verið mikið notaðir á Norðurlöndum, þó auðvitað séu skiptar skoðanir um þá þar eins og annars staðar. í Noregi hafa allir stjórnmálaflokkar sett sér kynjakvóta - án þess að íhlutun ríkisins komi þar til - og þar hefur, eins og margir vita, hlutfall kvenna í ríkisstjórnum ekki farið undir 40% frá 1990. Hins vegar eru kynjakvótar í norsku sveitarstjórnar- lögunum." Þar er í reglum um hlutfalls- kosningar að 40% frambjóðenda á listum skuli vera af hvoru kyni. Þetta gildir ef á að kjósa a.m.k. fjóra, eigi bara að kjósa tvo eða þrjá eiga frambjóðendur að vera af báðum kynjum. Komi í ljós við talningu að færri en 40% fulltrúa af lista sem fær fjóra eða fleiri fulltrúa í sveitarstjórn eru af hvoru kyni eða að ekki eru fulltrúar beggja kynja á framboðslista sem fær tvo eða þrjá full- trúa færist fólk upp listann sem því nemur. Samsvarandi reglur gilda um varamenn. Það er óhætt að fullyrða að þessar reglur hafi - ásamt kvótunum hjá flokkunum - haft áhrif á stjórnmálaþátttöku norskra kvenna. Þó ekki sé annað þá þjálfast fólk í stjórnmálastörfum á sveitarstjórnarstiginu og potturinn sem hægt er að velja fólk úr til frekari stjórnmálastarfa verður fjöl- breyttari. Þetta dæmi er eitt af þeim sem mér finnst að ætti að skoða áður en er talað um kvóta eða algerar forgangsreglur eins og pestina. Sterkustu rökin gegn slíkum að- gerðum eru að það sé andstætt jafnréttis- hugsjóninni að meðhöndla fólk misjafn- lega á grundvelli kynfcrðis."1 Á móti má segja að núverandi ástand er ekki jafnrétti og það eigi að stuðla að því."“ Það eigi m.ö.o. ekki bara að vera formlegt jafnrétti, þannig að sömu leikreglur gildi um alla (sbr. auglýsingar Jafnréttisstofu um krókódíla og apa sem eiga að klifra upp í tré, en þær hafa m.a. birst í Veru) heldur efnislegt eða raunverulegt jafnrétti. Sjálfri finnst mér t.d. ekki augljóst að það sé verið að valta yfir réttindi nokkurs manns eða reynslu þegar þátttaka beggja kynja er tryggð í nefndum með jafn víðtækt starfssvið - og þar sem fólk hefur jafn misjafnan bak- grunn - og í sveitarstjórnum. En hvernig sem fólk metur það hvort eigi að nota kvóta eða algerar forgangsreglur eða ekki, er ljóst að lagaramminn hér gerir ráð fyrir að hægt sé að ganga þó nokkuð lengra í þá átt heldur en gert er. Ragnhildur Helgadóttir er lektor við laga- deild Háskólans í Reykjavík. Hún lœrði lög- frœði við Háskóla íslands og síðar University ofVirginia og lauk þaðan doktorsprófi 2004. Þessigrein er að uppistöðu til fyrirlestur sem var fluttur á ráðstefnunni Völd til kvenna, sem haldin var á Bifröst 2.-3. júní 2004. dómstólsins m.a. í máli Marschall gegn Land Nordrhein- Westfalen (1997) ECR 1-6363. Það er ekki svigrúm til að fjalla nánar um Evrópuréttinn á þessu sviði hér, en eitt af því sem þar skiptir máli er að forgangsreglur útiloki ekki að hvert tilvik sé metið. xx Sjá 16. og 36.-38. gr. Lov om kommuner og fyl- keskommuner nr. 107 frá 25. september 1992. xxi Sjá Guðrún Erlendsdóttir, Á að lögfesta ákvæði um jafnrétti kynjanna? Tímarit lögfræðinga 3.h. 1978. xxii í mars 2004 lagði Atli Gíslason fram þingsályktunartil- lögu um reglur um kynjahlutföll. í greinargerðinni með tillögunni er hún rökstudd með því að það séu „mannrétt- indi að sjónarmið, reynsla og þarfir bæði kvenna og karla séu höfð að leiðarljósi við alla stefnumörkun og ákvarð- anatöku stjórnvalda... Konum er í dag mismunað hvað varðar stöðuveitingar og við skipanir í nefndir og ráð. Til- laga þessi er sett fram í þeim tilgangi að vinna gegn þessari mismunun.” Sjá þingskjal nr. 1192 á 130. löggjafarþingi. Tillagan komst ekki á dagskrá þingsins. Geitin - eöa hver er Sylvia? eftir Edward Albee Leikstjóri: María Reyndal BORGARLEIKHUSIÐ Leikíélag Reykjavíkur • Listabraut 3*103 Reykjavik Miðasala 568 8000 • www.borgarleikhus.is L E i k A R a r Þór Tulinius • Eggert Þorleifsson • Sigrún Edda Björnsdóttir • Hilmar Guðjónsson 52 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.