Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 53

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 53
Guðrún M. Guðmundsdóttir / FEMINÍSKT UPPELDI Femínisti syndgar » í heilabrotum síðustu daga um val á viðfangsefni í þennan Verupistil opnuðust augun mín fyrir því að femínískar áherslur í uppeldi barna minna hafa verulega minnkað að undanförnu. í Ijósi þess ætla ég að nýta þennan pistil í að gera hreint fyrir mínum dyrum, viðurkenna mistök og greina ástæður að baki þess að jafn staðfastur femínisti og ág villist út af sporinu. Nýlega virðist ég hafa festst í femínísku uppgjafar- eða lágdeyðuástandi án þess að gera mér minnstu grein fyrir. Þetta ástand hefur einkennst af þverbrotnum prinsippum, minnkun á jafnréttisum- ræðu á heimilinu og almennu gagnrýnisleysi á kvenfyrirlitningu. Ég virðist t.a.m. vera steinhætt að framfylgja reglum um Popptíví-gláp hjá börnunum og ómaka mig varla við að benda þeim á hlut- gervingu á líkömum kvenna í myndböndun- um. Snyrtivörulagerinn minn hefur nýlega verið endurnýjaður og mér hefur áskotnast töluvert af nýjum tískufötum þar að auki. Sjálfa mig hef ég svo heyrt biðja dæturnar, 14 og 12 ára, um álit á því hvaða augnskuggi eða gloss fari mér best og hvort rassinn minn sé stærri í þessum eða hinum buxunum. Svona rétt til þess að undirstrika gríðarlegt mikilvægi augnayndishlutverks kvenna, ef ske kynni að popp-/dægur-/unglingamenn- ingin komi þeim skilaboðum ekki nógu ræki- lega á framfæri til þeirra nú þegar. Alvarleg- ustu afglöp mín til þessa hygg ég þó vera g- strengsnærbuxnaundirgefnin. Því í stað þess að fleygja g-strengsnærbuxum í eigu eldri dóttur minnar (sú yngri myndi ekki einu sinni láta sig dreyma) rak- leiðis í ruslið eins og ég áður gerði hef ég nú staðið mig að því að setja þær í þvottavélina, í þurrkarann og meira að segja koma þeim fyrir í skúffum. Ég neyðist því til að játa mig sigraða af popp-, dægur-, unglingamenning- unni sem treður þeim skilaboðum nið- ur í kokið á unglingsstúlkum að sexxxapílið sé undirstaða sterkrar sjálfsmyndar og velfarnaðar í lífinu al- mennt. G-strengurinn; eitt æðsta tákn kvenfyrirlitningar í samtíma okkar hef- ur semsagt borið sigur úr bitum gagnvart femínistanum! Vonast eftir syndaaflausn Eftir þó nokkrar vangaveltur um hvað hafi valdið þessari afvegaleið- ingu, svikum við málstaðinn og meðvirkni með útlitskröfum samfé- lagsins detta mér þrír meginþættir í hug. Mig grunar að útskrift mín úr Háskólanum, gagn- rýni eldri dóttur og athafnir núverandi menntamálaráðherra eigi þar helst sök að máli. Slík hætta getur nefnilega skapast þeg- ar kona yfirgefurfélagsvísindadeild H( og þar af leiðandi dagleg samskipti sín við aðra rót- tæka femínista. Mér sýnist kona verða að rækta og jafnframt næra femínismann innra mér sér því annars verður hún samdauna ríkj- andi hugsun þar sem karllægni er normið. í kjölfar þess að femínískt bakland mitt veiktist hafa kvartanir eldri dóttur minnar um að ég neyði femínískri hugsun upp á hana öðlast aukinn styrk. Hún heldur því fram að hún sé sjálfstæð kona sem langar bara að hugsa og haga sér vertjulega og ég hef látið sannfær- ast. Vitandi mæta vel að sjálfstæða hugsun sína mótar hún út frá menningu sem staðsetur konur sem hluti (object), augnayndi og skrautmuni og að venjuleg hegðun miðast auðvitað útfrá því. Menntamálaráðherra hefur svo smám saman laumað þeim „sann- leika" að mér að það nægi konu ein- faldlega ekki að vera gáfuð, vel menntuð og gegna einu æðsta emb- ætti landsins heldur verði hún að taka þátt í ýmsu sem opinberlega undir- strikar fegurð hennar, sexapíl og sjarma í hvítvetna. Samanber t.d. þátt- töku hennar i teymisverkefni sérfræð- inga á sviði fegurðar, hönnunar og stíls en afraksturinn birtist í Tímariti Morgunblaðsins ekki alls fyrir löngu þar sem forsíðan skartaði þessari frábæru útkomu. Eftir að hafa nú skriftað vonast ég til að öðlast syndaaflausn bæði hjá lesendum Veru og umfram allt sjálfri mérog kraft til að snúa þess- ari óhugnanlegu þróun við. Amen! MENNTAMÁLARÁÐHERRA HEFURSVO SMÁM SAMAN LAUMAÐ ÞEIM „SANN- LEIKA" AÐ MÉR AÐ ÞAÐ NÆGI KONU EIN- FALDLEGA EKKI AÐ VERA GÁFUÐ, VEL MENNTUÐ OG GEGNA EINU ÆÐSTA EMB- ÆTTI LANDSINS HELDUR VERÐI HÚN AÐ TAKA ÞÁTT í ÝMSU SEM OPINBERLEGA UNDIRSTRIKAR FEGURÐ HENNAR, SEXAPÍL OG SJARMA í HVÍTVETNA vera / 4. tbl. / 2003 / 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.