Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 2

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 2
Ritstjóraspjall Jæja kæru ljósmæður. Nú loksins kemur út blað á þessu merka ári 2000. Og nú ber svo við að blaðið er stútfullt af alls konar efni. Svo virðist sem áhugi sé að glæðast meðal ljósmæðra að skrifa eitthvað bitastætt í blaðið sitt. Því fagna ég svo sannarlega. En það er alvarlegra með félagið okkar. I það vantar ljósmæður og ef áfram heldur sem horfir blasir við að Ljósmæðrafélagið hverfi í samein- ingu við Hjúkrunarfélag Islands. Það er sorglegra en tárum taki að eitt elsta stéttarfélag landsins þurfi að berjast svo fyrir tilveru sinni. Kannski er líkt á komið með Ljósmæðrafélaginu og öðrum öldruðum þegnum landsins — stefnan virðist vera sú að þegar þeir eru búnir að vinna fyrir okkur mega þeir bara . . . það sem úti frýs. Það er harðneskjulegur hugs- unarháttur sem í engu samsvarar þeirri ímynd sem ljósmæður, að mínu mati, standa fyrir. Formaður LMFÍ skrifar í blaðið hugleiðingu um Ljósmæðrafélagið og hvetur ljósmæður til að standa með Ljósmæðrafélaginu þannig að það megi vaxa og dafna sem stéttarfélag allra ljósmæðra. En þannig líta ekki allar ljósmæður á félagið. Margar vilja heldur vera í Hjúkrunarfé- lagi Islands og kalla sig hjúkrunarfræðing með ljósmóðurmenntun. Fyrir mér er þetta afskaplega einfalt — ljósmóðurstarfið er ekki bara vinnan mín, það er líka eitt af áhugamálum mínum. Ég er ljósmóðir. Þessari samtvinnun starfs og persónuleika fann ég aldrei fyrir þau tíu ár sem ég var hjúkrunarfræðingur áður en ég varð ljósmóðir. E.t.v. er þar kominn mergurinn málsins — til að finna sig í Ljósmæðrafélaginu er nauðsynlegt að vera Ljósmóðir — ekki einungis vinna við ljósmóður- störf. Með ljósmóðurkveðju, Kfiiis^prlit Frá ritstjóra .................2 Orlofshús LMFÍ.................3 Fréttir frá stjórn LMFÍ........4 Upplýsingar til greinahöfunda .................4 Skýrsla stjórnar LMFÍ fyrir árið 1999 ...............5 Hugleiðingar formanns um Ljósmæðrafélag íslands .... 7 Minningarorð ..................9 Bréf til blaðsins ...........11 Netdoktor ...................11 Fréttir frá Kvennadeild LSP . . 12 Ahugaverðar slóðir á Netinu . . 12 Regnbogahjarta ...............13 Múnchen - yfirlýsing .........14 Stjórnarfundur Norðurlanda- samtaka Ljósmæðra ............15 Ráðstefna norrænna ljósmæðra 17 Góður árangur.................18 Dr. Marsden Wagner ...........19 Fæðingarþjónusta á landbyggðinni ................20 Útskrift ljósmæðra............22 Heimafæðingar................23 Lýðnetið og notkun þess í ljósmóðurfræði og hjúkrun ... 27 Köttur, kál og kjöt..........31 Lokaverkefni ljósmóðurnema . 34 Fundir og ráðstefnur..........39 Lífsins list .................39 Ljósmæðrablaðið 78. árgangur 1. tölublað2000 Útgefandi: Netf: dagzo@vortex.is Upplag: 500 eintök sem dreift Ljósmæðrafélag íslands Ritnefnd: er til allra ljósmæðra og á Hamraborg 1 Halla Hersteinsdóttir heilbrigðisstofnanir 200 Kópavogur Sími: 561 7048 Verð í lausasölu: 500 kr. Sími: 564 6099 Ingibjörg Hreiðarsdóttir Uppsetning og prentun: Ritstjóri: Sími: 567 0841 Hagprent - Ingólfsprent ehf. Dagný Zoega Jenný I. Eiðsdóttir Dugguvogi 9-11 Melgerði 3 Sími: 561 0336 104 Reykjavík 108 Reykjavík Katrín E. Magnúsdóttir Sími: 588 1650 Sími: 568 0718 Sími: 561 1636 2 LJÓSMÆORABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.