Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 24
vökvum. Misjafnt úrval er í apótekum, en Lyfja- verslun ríkisins selur eingöngu hjúkrunarvörur í kassavís en ekki í lausasölu. Hugmyndir um úrbætur koma fram í kaflanum um hugleiðingar. Undirbúningur heimavið Eitt af því skemmtilega við heimafæðingu er að væntanlegir foreldrar geta skapað sína eigin stemmn- ingu. Þeir undirbúa sig fyrir fæðinguna á persónuleg- an hátt og fæðingin verður að einstökum fjölskyldu- viðburði. Ýmislegt þarf að vera til reiðu þegar fæð- ing fer að stað, það er: Byggingaplast eða dýnuver á rúm eða gólf, 10 stk. undirbreiðslur, allt fyrir bamið, s.s. föt og bleiur, góður stafli af handklæðum og mjúkt handkæði á ofninn fyrir barnið, taublei- ur, bindi, matur og drykkur fyrir foreldra og ljós- mæður, kerti og róleg tónlist. Annað sem ber að hafa í huga Eitt af því sem verður að vera tilbúið fyrir fæð- ingu í heimahúsi eru hrein fæð- ingaráhöld. Fæð- ingaráhöldin eru sótthreinsuð með því að sjóða þau í 30 mínútur fyrir og eftir fæðinguna, þvo þau uppúr Hibiscrub með naglabursta eftir fæðinguna og fyrir suðu. Ljósmóðirin setur fylgjuna og blóðugan úrgang í gulan sóttmengunarpoka og fer með það til vakt- manna á Lsp. eða á fæðingastofnun til förgunar. Öll pappírsvinna sem fylgir fæðingum er í hönd- um ljósmóðurinnar. Hún útfyllir barnablað, gefur apgar og framkvæmir fyrstu skoðun á barninu. Hún skráir niðurstöður skoðunar á barnablaðið, jafnvel í þar til gerða reiti. Ljósmóðirin útbýr fæðingartil- kynningu, hún fer með hvíta blaðið til Hagstofu ís- lands, græna blaðið fer til læknaritara á Kvennadeild Landspítalans, bleika blaðið fer til ungbarnaverndar- innar og ljósmóðirin geymir sjálf gula blaðið. Auk þessa útbýr ljósmóðirin fæðingarvottorð, þar er æskilegt að komi fram að konan hafi fætt heima að eigin ósk. Nýlega kom beiðni frá landlækni þess efnis að mæðraskrá þeirra kvenna sem fæða heima skuli vera geymd á þeim stað sem konan var í mæðravernd. Sitt sýnist hverjum um þetta mál, hingað til hafa ljósmæður sem sinna heimafæðingum geymt mæðra- skrárnar hjá sér, á heilsugæslustöð/heimilislækni konunnar eða konan fengið mæðraskrána til eignar. Barnalæknisskoðun fer gjarnan fram á 4.- 6. degi, þá er annað hvort farið með barnið á fæðingastofnun eða á heilsugæslustöð. Mikilvægt er að panta þessa skoðun sama hvor staðurinn verður fyrir valinu, þessar skoðanir eru konunni að kostnaðarlausu. Ljósmóðirin fer með foreldrunum í skoðunina, hún þarf að hafa barnablaðið og fæðingatilkynninguna meðferðis. Það getur verið bindandi að bíða eftir heimafæðingu og ef til vill hentar það ein- hverjum ljós- mæðrum að vinna tvær eða fleiri saman. Ýmsir mögu- leikar eru á samvinnu milli ljósmæðra og geta þær hann- að kerfi sem hentar hverju sinni. Einnig getur verið gott að hafa aðra ljósmóður til aðstoðar og stuðnings í fæðingunni. Sú ljósmóðir kemur gjarnan í lok fæðingarinnar. Þær konur sem fæða barn sitt í heimahúsi geta sótt um sjúkradagpeninga frá Tryggingastofnun rík- isins. Upphæðin er 701 króna á dag í 10 daga, sam- tals 7010 krónur. Konan þarf að fylla út sérstök um- sóknareyðublöð og skila inn vottorði frá ljósmóður um að fæðingin hafi átt sér stað í heimahúsi. Ljósmóðir sem tekur á móti í heimahúsi fær greitt frá Tryggingastofnun ríkisins. í samningi við TR fær ljósmóðirin greitt fyrir tvær vitjanir fyrir fæðingu, fæðinguna sjálfa og hefðbundna heimaþjónustu í sængurlegu. Samningurinn er svohljóðandi: Tvær vitjanir fyrir fæðingu: 2 x 3.207 = 6.414 krónur Fæðing í heimahúsi: 40.938 krónur Höfundar greinarinnar ásamt Lenku, sem þær aðstoðuðu heima við fæðingu Jakobs 24 LJÓSMÆÐRABLAÐI9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.