Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 34
Loka\>erkefni lj ósmóðumema Ljósmœðrablaðið ætlar framvegis að birta útdrœtti úr lokaverkefnum Ijósmóðurnema. í þessu blaði koma útdrættir úr lokaverkefnum áranna 1999 og 2000. Útskriftarárgangur 1999 Ánægð kona: Sjálfst'Jrking á meðgöngu og fæðingu Höfitndur: Annct Rul Súarisdóltir Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til embætt- isprófs í ljósmóðurfræði veturinn 1998. Það fjallar um styrkingu kvenna á meðgöngu og í fæðingu. Fræðilegra heimilda var aðallega aflað í gegnum MI- DIRS gagnagrunninn, á bókasafni Landsspítalans og í Medline gagnagrunninum. Að styrkja konur í móð- urhlutverkinu er einn veigamesti þáttur ljósmóður- starfsins, því það að verða móðir er eitt ábyrgða- mesta hlutverk sem kona tekur sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Kjarni ljósmóðurfræðinnar er að styrkja sjálfsímynd kvenna, efla sjálfsákvörðunarvald þeirra og stuðla að því að þær séu við stjórn. Kona sem fær samfellda þjónustu, stuðning og fræðslu, ásamt því að fá að taka þátt í ákvarðanatöku upplifir meiri stjórn á aðstæðum sínum en ella. Andlegur undir- búningur konunnar og viðhorf samfélagsins hafa áhrif á trú konunnar á því að hún komist í gegnum fæðinguna af eigin rammleik. Slík trú á eigin getu skiptir veigamiklu máli varðandi upplifun hennar á fæðingunni. Því er mikilvægt að efla traust kvenna á eigin líkama. Til að fá innsýn í reynslu konu hvað þetta efni snerti ræddi höfundur við þriggja barna móður sem hefur upplifað tímana tvenna við að ganga með og fæða. Þar kom glöggt í ljós mikilvægi þess að traust samband myndist milli móðurinnar og ljósmóðurinnar. Hún hefur upplifað það að vera nið- urbrotin eftir fæðingu barns síns en einnig hefur hún upplifað hið gagnstæða, styrk og ánægju að fæðingu lokinni: „Það er bara ekki hægt að lýsa því að fara í gegn- um fæðingu án þess að þiggja neina deyfingu eða annað. Mér fannst ég renna saman við svona al- heimsmóður. Amma og langamma gátu þetta og ég gat þetta líka. Ég upplifði mig sem svo mikla konu, ég gat gert þetta deyfingalaust eins og konur hafa gert um aldir. Það kemur upp í manni svo sterk konutilfinning. Eftir fyrstu fæðinguna langaði mig bara að skríða upp í rúm og breiða upp fyrir haus og vona að ég sæji aldrei neitt af þessu fólki aftur. Sjálfsvirðingin var engin og mér fannst ég vera bara klof. Ég var ekkert nafn heldur bara klofið sem var að eiga. En í hinu tilfellinu var ég alheimskona!!“ Heima er rólegt, mikltt rólegra Hðfundur: Bjanuy R.Jómdóttir 1 gegnum tíðina voru fæðingar álitnar kvennamál. Fæðingar gerðust heima og voru álitnar eðlilegt ferli. A tuttugustu öldinni hefur rökrétt umhverfi fyrir fæðingar, í hugum fólks í flestum löndum, flust frá heimilum til sjúkrahúsa. Megin ástæður þess voru loforð um aukið öryggi fyrir mæður og börn og kost- ur á svæfingu eða verkjadeyfingu. Rannsóknir hafa ekki sýnt að það sé öruggara fyrir allar konur að fæða böm sín á sjúkrahúsum. Það virðist jafnvel sem fæðingar á sjúkrahúsum feli í sér aukna hættu á inn- gripum í fæðingar og meiri áhættu fyrir sumar konur. Konur sem fæða heima tala gjarnan um mikilvægi umhverfisins sem hjálpar þeim að upplifa stjórn og bætir upplifun af fæðingunni. Að fæða heima getur haft jákvæð áhrif á túlkun kvenna á lífi sínu og aukið sjálfstraust þeirra. Dýrfinna ljósmóðir segir frá reynslu sinni af heimafæðingum og viðhorfum til þeirra. Frásögn hennar endurspeglar meginatriði fræðilega hluta ritgerðarinnar. Niðurstaða ritgerðar- innar er að flutningur fæðinga hafi hvorki aukið ör- yggi heilbrigðra kvenna og barna þeirra í fæðingu, eða bætt upplifun þeirra af fæðingum sínum. Það þarf að auka umræðu og upplýsingar bæði meðal al- mennings og fagfólks um heimafæðingar. Það er al- gjör nauðsyn til að konur geti tekið upplýsta ákvörð- un um hvar þær kjósa að fæða börn sín. 34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.