Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 36
fæðandi konu verulega miklu máli að fá þær upplýs- ingar í fæðingunni sem hún þarfnast og að ljósmóð- irin sé viljug að láta þessar upplýsingar í té (Mackey og Flanders Stephans, 1994). Kona, sem fær nægjanlegan stuðning í fæðing- unni, upplifir minni verki og hún ,gengur í gegnum styttri fæðingu með færri inngripum en kona sem fær engar stuðning. Einnig eru minni líkur á aðskiln- aði móður og barns eftir fæðinguna (McNiven ofl., 1992). Kona, sem fær stuðning ljósmóður í fæðingu minnist hennar gjarnan með hlýju og væntumþykju og þetta verður persóna sem hún mun líklega muna eftir alla ævi (Sigíður Halldórsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir, 1996a). Skortur á stuðningi getur aftur á móti leitt til þess að konan verður óörugg og hún skilur ekki ástæð- una. Stuðningsleysi veldur undrun og vantrú hjá konunni og hún verður oft reið. Þessi neikvæðu áhrif vara oft lengi (Sigríður Halldórsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir, 1996a) og geta haft áhrif á allt um- hverfi konunnar á lífsleið hennar (Kitzinger, 1987). Útdrœttir úr lokaverkefnum Rannveigar Rúnars- dóttur og Steinunnar Jóhannsdóttur bárust ekki í tœka tíð og birtast í nœsta blaði. Laufey Ósk Hilmarsdóttir, Bjarney R. Jónsdóttir, Lilja Guðnadóttir, Rannveig Rúnarsdóttir, Steinunn Jóhannsdóttir, Anna Rut Sverxisdóttir, Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir Útskriftarárgangur 2000 Ljósmóðir í fortíð, núHð og framKð HöfundurAslaugValsdódir Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þá þróun og breytingar sem orðið hafa á störfum ljós- mæðra á síðustu öld í von um að nota megi reynslu genginna kynslóða þegar byggja á upp ný þjónstu- kerfi fyrir barnshafandi konur. Sagan er rakin frá þeim tíma þegar ljósmæður sinntu ýmsum hlutverkum í samfélaginu auk umönn- unar barnshafandi kvenna, til okkar tíma þegar stefn- an er að veita samfellda þjónustu, auka valmöguleika kvenna varðandi þjónustu í barneignarferlinu, stuðla 36 að því að konur hafi möguleika á að taka upplýstar ákvarðanir og að veita þjónustu sem tekur mið af nýjustu rannsóknum. Niðurstöður úr þessari sögu- skoðun voru þær helstar að ljósmæður munu án efa fara í auknum mæli að starfa sjálfstætt við fræðslu, mæðravernd, fæðingar og sængurlegu. „BanvOeent sjúkrahús" Könnun á freeðslu og þekkingn tim brjóstagjöf Höfundur Berit Söeinbjömsdóltir í þessu verkefni er fjallað um brjóstagjafafræðslu til verðandi foreldra, árangur, tíðni og lengd brjósta- LJÓSMÆÐRABLAPIf?

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.