Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 28
er hægt að ná í aragrúa heimilda, þar er hægt að hafa innri samvinnu í hópum, mögulegt er að hafa sam- band gegnum netföng auk þess sem hægt er að hafa þar beintengda fyrirlestra og framsögur, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eykur möguleikana og skapar ákveðna ögrun þar sem Lýðnetið er ólíkt hefðbundnum kennslu og lærdómsaðferðum. Grunnurinn að notk- un Lýðnetsins í kennslu er notkun svokallaðra tölvu- stýrðra samskipta (Computer-Mediated Commun- ication; CMC). CMC ber kennsl á allar þessar mis- munandi tegundir samskiptamöguleika og auðveldar notkun. CMC býður einnig upp á nýja möguleika við að ná í upplýsingar og er þá aðallega talað um sjö leiðir (Herring og Smaldino, 1998). • tölvupóstur (milli einstaklinga). • tölvusamskipti (fyrir hópfundi, með séraðgangi að samskiptarásum). • gagnvirkt upplýsinganet (beinn aðgangur að tölvuforritum og alls konar upplýsingum). • lokað upplýsingakerfi (takmarkaður aðgangur að og möguleiki á að afrita upplýsingar). • Gopher tools (til að einfalda samskipti á netinu með ákveðinni valmynd, kallað Snati á íslensku). • World Wide Web (Veraldarvefurinn fyrir marg- miðlun þar sem ákveðið orðasafn er notað til þess að hafa aðgang að og gefa út upplýsingar í gegn- um Lýðnetið). • CUSee-Me fundir (sjónmynd notuð á fundi milli aðila sem eru staddir fjarri hvor öðrum). Kiley skýrði frá því 1996 að það væri u.þ.b. 30 milljónir einstaklinga tengdir Lýðnetinu og ef þetta héldi áfram með sama hraða gæti hver einasti ein- staklingur á jörðinni verið tengdur 2003. Þetta mun þó ekki verða raunin þar sem stór hluti mannkyns hefur ekki efni á tölvu og hluti hefur ekki áhuga á að tengjast. Algengast er að fólk á aldrinum 20-30 ára noti Lýðnetið og hluti þeirra sitja við í allt að 40 klst á viku. Samkvæmt tölfræðilegri úttekt hjá Cyber - Atlas eru konur 29-36% notenda (Winship og McNab, 1996. í Musker 1997). Veralclaróefurinn (\0\0\0) A Lýðnetinu liggur grunnur að ýmsum þeim þjón- ustu möguleikum sem tölvur búa yfir en sá hluti sem náð hefur mestum vinsældum er Veraldarvefurinn (World Wide Web; WWW). Veraldarvefurinn er sú hlið Lýðnetsins þar sem margmiðlun fer fram.Ver- aldarvefurinn er geysi víðtækt og sí stækkandi upp- lýsingakerfi sem var þróað 1989 í Evrópskri miðstöð kjarneðlisfræðinga (The European Center for part- icle physics) í Genf í Sviss. Veraldarvefurinn var upphaflega þróaður fyrir vísindamenn sem birtu gögn á Lýðnetinu til að auðvelda samskipti og tryggja að upplýsingar kæmust á réttan stað sem fyrst (Chute o.fl.,1999, Shellenbarger o.fl. 1996). Veraldarvefurinn varð almennari í notkun 1993 eftir að búið var að gefa út Mosaik skoðunarforritið (Mosaic browser program) og síðar Netscape rápfor- ritið (Netscape Navigator) og nú sfðast Microsoft Internet Explorer sem hefur tekið 75-80% af mark- aðinum. Þessi kerfi eru nauðsynleg til þess að ver- aldarvefsgögnin séu aðgengileg fyrir alla sem eru tengdir (Shellenberger ofl.,1996). Aðgengi fæst með svokallaðri biðlaraþjónustu þar sem upplýsingar eru geymdar og/eða sendar á sérstökum netkerfis þjón- um (network servers) sem einstaklingar og fyrirtæki kaupa sér aðgang að (Chute ofl. 1999). Veraldarvef- urinn tengir saman óendanlega margar tölvur og mismunandi gagnabanka. Veraldarvefsgögnin eru kallaðar vefsíður sem innihalda texta, myndir, hljóð og hreyfimyndir sem hægt er að nálgast á skjótan og hraðvirkan hátt. Vefsíður eru skipulagðar út frá texta og er kerfið ekki stigaskipt kerfi, líkt og eldra Goph- er Tools kerfið var og eru nú flestar Gopher Tools síðurnar komnar með veraldarvefföng gegnum Ver- aldarvefinn (Herring og Smaldino, 1998., Fickeis- sen,1995). Veraldarvefurinn hefur sérstakt hugtakasafn (orðasafn) og er mikilvægt að skilja grunnhugmynd þess kerfis til að geta notað það. Öll vefföng vefsíða eru kallaðar URLs (uniform resource locator) og byrja á http:// (hypertext transfer protocol) sem eru ákveðnar samskiptareglur og gerir gögnunum mögu- legt að flytjast milli þjóna og skoðunarforrita (browsers). Vefsíður verða að vera á svokölluðu HTML máli (HyperText Markup Language) svo að þær skiljist. Með því að þekkja vefföng getur not- andi leitað að gögnum með hjálp ákveðins FTP-sam- skiptareglu kerfis (file transport protocol) sem flytur gögn frá hýsitölvu (host) að tölvu notanda (Hay- nes,1997). Ljósmóðurfrceði/lijtikrtinarjrecði og netið Rafræn gögn eru sífellt að verða mikilvægari í ljós- móðurfræði og hjúkrun og hefur hin hraða innrás Lýðnetsins sannarlega haft áhrif þar á. Mikið af upp- lýsingum og heimildum sem ljósmæður og hjúkrun- arfræðingar þurfa til að auka og víkka þekkingu sína finnast á hinum ýmsu síðum á veraldarvefnum (Hay- nes,1997). Könnun sem gerð var á 167 hjúkrunarfræðingum árið 1997 leiddi í ljós að 70% þeirra sögðust nota 26 LJÓSMÆ9RABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.