Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 27
lvjðnetið og notkun þess í Ijósmóðutfreeði og hjtikmn Grein eftir ‘Kargréti I.HallgríiTisson, ljósmóður Eftirfarandi grein er unnin upp úr verkefni sem höfundur vann í námskeiði er nefndist Upplýsingatækni í hjúkrun. Námskeið þetta var í umsjón Ástu Thoroddsen lektors og var í samvinnu við Iowa Háskóla í USA. Inngangxir Því er þannig farið með mig eins og svo marga aðra sem byrja að nota tölvu; ég einfaldlega settist niður fyrir framan skjáinn og tölvuborðið án þess að hafa hugmynd um hvernig tölvan starfaði. Þegar ég síðan kynntist Lýðnetinu (Internetinu) reyndist tilfinningin um starfsgetu tölvunnar enn meira framandi. Tölvutæknin hefur opnað marga möguleika og sýnt er að þessi tækni þróast mjög hratt. Það væri of mikið í fang fært að ætla að ræða þessa þróun í smá- atriðum, því hef ég valið að fjalla hér lauslega um um þrjá þætti. Þeir eru: Uppruni Lýðnetsins (Inter- netsins) og notkun þess. Tilurð veraldarvefsins (WWW) og möguleikarnir við notkun hans. Að lok- um mun ég koma inn á hvernig ljósmæður og hjúkr- unarfræðingar hafa og geta notað Lýðnetið. l^ðnetið Kennslu- og námshættir hafa breyst mjög á síðustu árum. Nú er lögð ofuráhersla á að finna leiðir til að veita fræðslu á sem skemmstum tíma, til sem flestra nemenda, sem gjarnan eru staðsettir á ólíkum stöð- um (fjarkennsla). Einstaklingar eru hættir að notfæra sér gömlu aðferðina við að ná sér í heimildir, þegar algengt var að þurfa bíða í mánuði, jafnvel ár. Á sama tíma og faggreinar þróast og meiri þekking verður til eykst þörfin á greiðum aðgangi að nýjum upplýsingum svo fljótt sem auðið er. Lýðnetið legg- ur grunn að sveigjanlegu fræðsluumhverfi og auð- veldar fagstéttum að komast að nýjustu upplýsingum og rannsóknarniðurstöðum, eins og krafan er orðin í nútíma upplýsingasamfélögum (Chute o.fl. 1999). Lýðnetssamfélagið var fyrst kynnt 1991 á alþjóð- legri tölvuráðstefnu í Kaupmannahöfn. Árið 1992 var Lýðnetið síðan tekið formlega í notkun. Nafnið Lýðnet kemur frá svokölluðu Lýðnets verkefni (Internet project) sem var í gangi 1970 og beindist að því að tengja tvö tölvukerfi saman. Upphaflega tölvukerfið var þróað 1969 sem rannsóknarverkefni í Vamarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (Advanced Res- earch project Agency og the U.S Department of Defence; ARPANet). Það tengdi saman háskóla, al- menna herinn og varnarmál þar sem sameiginlegar upplýsingar gengu á milli fyrir vísindamenn innan þessara stofnana. Smám saman færðist starfsemi Lýðnetsins yfir á Bandarísku Ríkisvísindastofnunina Neta (National Science Loundation Network; NS- LNet). I dag er Lýðnetið annars vegar rekið af stjórn- arnefnd sem kallast Lýðnet samfélagið (http://www.isoc.org) og hins vegar undirnefnd sem kallast hönnunarstjórn Lýðnetsins (The Internet Architecture Board) (Herring og Smaldino, 1998). Lýðnetssamfélagið er núna alþjóðastofnun fyrir al- þjóðasamstarf og samhæfingu Lýðnetsins, innri starfsemi þess, tækni og tæki. Höfuðstöðvar þessa samfélags er í Reston VA, Bandaríkjunum (http://www.isoc.org). Lýðnetið er netkerfi netkerfa. Hægt er að bera saman starfsemi Lýðnetsins við starfsemi símkerfa. Jafnvel þó að mismunandi sýslur, héruð og lönd hafi ólík símkerfi og tæki þá er ákveðin samhæfing milli þessara kerfa sem gerir innra samband milli þeirra mögulegt. Til þess að geta sent og tekið á móti gögn- um á Lýðnetinu þarftu að hafa svipaða tækni sem getur tekið við gögnum og jafnframt sent þau. Þú þarft að hafa aðgang að Lýðnetinu og persónulegt vistfang í fjarlægri móðurtölvu sem sér um samskipti þín við umheiminn. Notkun Lýðnetsins margfaldað- ist eftir að búið var að þróa staðlaðan búnað sem ger- ir öllum tölvum fært að hafa samband sín á milli. Lausleg könnun sem gerð var nýlega sýnir að fjöldi netkerfa eru orðin rúmlega 3.000 talsins og þau tengja sameiginlega um 40 milljón notendur í yfir 100 löndum (Herring og Smaldino,1998). Ljölnota möguleikar Lýðnetsins við kennslu og öflun upplýsinga eru ótrúlegir. Má þar nefna að þar LJÓSMÆÐRABLAPIP 27

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.