Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 12
Fréttir frá KVennacteilcl Landspítatans Húsnícðisinát Eins og flestum er kunnugt hafa staðið yfir miklar breytingar á húsnæði Kvennadeildar Landspítal- ans við Hringbraut. Hinn 15. júní síðastliðinn var sængurkvennagangi 2 eða 22B, lokað og endur- bætur voru gerðar á deildinni. Deild 22B var síð- an opnuð aftur 18. ágúst en þá flutti meðgöngu- deildin í hana með alla starfsemi sína. 15. júlí var deild 23B eða fyrrum meðgöngudeild lokað og byrjað að breyta henni í verðandi Hreiður, deild sem verður opnuð 1. nóv. 2000 ef öll verkáætlun stenst. Um tíma voru báðar deildirnar lokaðar, 22B og 23B, en starfsemi beggja deildanna var að hluta til á 21A Kvenlækningadeild. Þannig voru þrjár mismunandi deildir með mismunandi starf- semi reknar á sömu deildinni (21A) í rúman mán- uð. Reynt var að undirbúa þessar breytingar/lok- anir eftir bestu getu og var haft samband við alla þá staði þar sem mæðravernd fer fram, bæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu og í nágrannabyggðar- lögunum. Ljósmæður voru beðnar að undirbúa konur og útskýra eftir fremsta megni ástandið á Kvennadeildinni og jafnframt að kynna heima- þjónustu Ijósmæðra. Starfsemin í raun má segja að starfsemin í sumar hafi gengið ótrúlega vel þrátt fyrir lokanir, þrengsli og mikinn fjölda fæðinga. Það má þakka: • Skilningi sængurkvennanna, sem upplifðu oft á tíðum erfiða tíma. • Starfsfólki Kvennadeildar sem sýndi marg- sinnis mikinn sveigjanleika og lipurð við mik- ið vinnuálag og erfiðar og þröngar aðstæður. • Ljósmæðrum, sem óspart tóku að sér heima- þjónustu kvenna og léttu þar með á álaginu á Kvennadeildinni. Engu að síður er ljóst að álagið var mjög mikið á skjólstæðinga og starfsfólk og er við hæfi að þakka öllum þeim sem hjálpað hafa til að láta allt ganga upp. Framhatcliö Lyrirhugað er að opna Hreiðrið 1. nóv. næstkom- andi og er ætlunin að reka þar deild fyrir eðlilegar fæðingar og stutta sængurlegu. Til að byrja með munu tvö ljósmæðrateymi, sem eru með sam- fellda þjónustu, hafa aðstöðu til fæðinga og sæng- urlegu fyrir sína skjólstæðinga í Hreiðrinu. Konur sem fæða á Læðingargangi og kjósa að fara snemma heim og fá heimaþjónustu ljósmæðra geta dvalið í Hreiðrinu þar til þær fara heim. Starfsemi annarra deilda verður óbreytt. Öll vinna við að skipuleggja starfsemi Hreið- ursins er í fullum gangi og enn of snemmt að skýra frá starfseminni til hlítar. Á komandi vikum er ráðgert að kynna þessa nýju deild. Ljósmæður sem hafa áhuga á að koma og skoða Hreiðrið eftir að það opnar, eru velkomnar. September, 2000 Margrét I. Hallgrímsson Yfirljósmóðir Kvennadeildar AhugaOerðar slóðir á Netinu www.humanization.org www.naserencasa.org www.awhonn.org www.healthychildren.ee www.bsccenter.org www.femin.is www.netdoctor.is 12 LJÓSMÆPRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.