Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 35
Aö koma til móts -Oiö þarfir feðra Oið feeöingxi — hlutóerk Ijósmieðra Höfimdur: Jngibjörg Tb. Hreiðarsdóttir Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til embætt- isprófs í ljósmóðurfræði árið 1998. Það fjallar um þátttöku feðra við fæðingu bama þeirra. Líðan feðra við fæðingu og skoðanir þeirra á þátttöku fæðingar er skoðuð. Einnig er þáttur ljósmæðra varðandi reynslu feðra af fæðingu athugaður. Fræðilegra heimilda var aflað í gegnum tölvuleit í Medline gagnagrunni og Cochrane gagnagrunni, hjá Karla- nefnd Jafnréttisráðs og með snjóboltaaðferð í gegn- um heimildaskrár fræðilegra heimilda. Töluvert af heimildum var aflað í gegnum leit MIDIRS gagna- grunnsins. Það er tuttugu til þrjátíu ár frá því að þátttaka feðra við fæðingu barna sinna fór að vera almenn hér á landi. Það er tilfinning höfundar að ljósmæður og annað heilbrigðisstarfsfólk hafi ekki gert ráð fyrir viðveru feðranna. Barnsfæðing er atburður sem getur haft áhrif á par ævilangt. Því er mikilvægt að báðir aðilar séu vel undir hann búinn og er það meðal ann- ars hlutverk ljósmæðra. Ljósmæður þurfa að gera sér grein fyrir að feður eru ólíkir einstaklingar sem koma til fæðingar á mismunandi forsendur. Forsend- ur viðveru þeirra geta verið þeirra eigin, maka þeirra eða hreinlega samfélagsins. Feður ganga í gegnum litróf tilfinninga í fæðingu, því er mikilvægt að hlúa vel að verðandi föður rétt eins og verðandi móður. Þekking, nærfærni og skilningur eiga að vera að- alsmerki hverrar ljósmóður. Með framkomu sinni getur hún stuðlað að jákvæðri upplifun beggja for- eldra af fæðingu bama þeirra. Erpð feeöingarre^nsla. HluKierk Ijósmeeöra Höfundur Laufey Ólöf Hilmarsdóttir Barnsfæðing er einn merkilegasti atburðurinn í lífi kvenna sem hefur líkamleg, andleg, tilfinningaleg og félagsleg áhrif á konuna og alla þá sem tengjast henni. A síðustu árum hafa umönnunaraðilar gert sér ljóst að konur geta þjást af andlegri vanlíðan og jafn- vel alvarlegum sálrænum skaða eftir fæðingu, þrátt fyrir að fæðingin sé álitin eðlileg. Þeir þættir sem stuðla að andlegri vanlíðan kvenna eftir fæðingu eru m.a. stjórnleysi, varnarleysi og hjálparleysi, slæm fyrri reynsla, sársauki, kvíði og inngrip. Áfallahugsýki (Post-traumatic stress disorder, PTSD) er alvarlegt geðrænt vandamál sem getur fylgt erfiðri reynslu í fæðingu. Hægt er að draga markvisst úr þeim þáttum í fæðingu sem valda and- legri vanlíðan. Ef kona hins vegar verður fyrir erfiðri reynslu í fæðingu, getur reynst árangursríkt að bjóða henni tækifæri til að ræða um reynslu sína fljótlega eftir fæðinguna. Ljósmæður þurfa að hafa þekkingu á þáttum sem geta stuðlað að andlegri vanlíðan eftir fæðingu og vera færar um að greina þær konur sem kunna að vera í áhættuhópi fyrir hvers konar vanlíð- an, t.d. almenn vanlíðan (low emotional well-being), þunglyndi og einnig áfallahugsýki. Einnig þurfa ljós- mæður að vita hvenær þær þurfa að leita ráða hjá öðru fagfólki og hvenær þverfagleg samvinna sé nauðsynleg til að bæta líðan konunnar og fjölskyldu hennar. Hríðai'óerkir. Upplifun k-Oenna og stuðningnr Ijósinóður Höfundur: Lilja Guðnadóttir Þessi ritgerð fjallar um hríðarverki, upplifun kon- unnar á þeim og áhrifum stuðnings Ijósmóður á upp- lifun konunnar af fæðingunni. Það er margt sem getur haft áhrif á verki í fæð- ingu og gert þá verri. T.d. getur hormónið adrenalin, sem losnar í líkamanum m.a. við hræðslu og líkam- leg óþægindi, bæði gert verkina verri fyrir konuna og einnig dregið úr starfsemi legsins þannig að það hægir á fæðingunni (Robertson, 1997). Hormónið oxýtósín hefur þau áhrif að samdrættir verða í leginu. Framgangur fæðingarinnar viðheldur eðlilegri losun þess út fæðinguna. Endorfín, sem er náttúrulegt verkjalyf líkamans, eykst jafnt og þétt yfir fæðinguna og nær hámarki í lok útvíkkunartíma- bilsins. Samspil þessara hormóna í eðlilegri fæðingu hefur mjög afgerandi áhrif á líðan og hegðun kon- unnar í fæðingu. Þetta getur sagt konunni og ljós- móðurinni til um það hversu langt konan er komin í fæðingu (Robertson, 1997). Stuðningur í fæðingu er konum mjög mikilvægur (Sigríður Halldórsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdótt- ir, 1996a). Stuðningi í fæðingu er hægt að skipta í 4 flokka. Fyrsti flokkurinn er faglegur stuðningur þar sem fagleg færni ljósmóðurinnar er mjög mikilvæg konum í fæðingu (Sigríður Halldórsdóttir og Sigfríð- ur Inga Karlsdóttir, 1996a). Annar flokkurinn er lík- amlegur stuðningur, sem er umhyggja ljósmóðurinn- ar fyrir líkamlegri vellíðan konunnar (Birch, 1986). Þriðji flokkurinn er tilfinningalegur stuðningur þar sem umhyggja fyrir konunni sem persónu, viðmót ljósmóðurinnar og framkoma hennar eru meðal mik- ilvægra þátta (Sigríður Halldórsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir, 1996a). Að lokum er fjórði flokkur- inn um upplýsingalegan stuðning. Skiptir það hina LJÓSMÆPRABLAÐIÐ 35

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.