Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 13
Regnbogahjarta — ir$ hevferö í tengslum Oiö ráöstefnu ráðherra aðilclaiTÍkja \\)HO Ráðstefna ráðherra aðildarríkja \ðHO um málefni Irjúkrunarfrceðinga og Ijósmöeðra Formaður LMFÍ fór til Munchen í Þýskalandi til að sitja ráðstefnu WHO, dagana 15. - 17. júní sl., að beiðni heilbrigðisráðuneytisins. í ferðinni voru einnig Sigurður Guðmundsson landlæknir, Vilborg Ingólfsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur hjá landlæknis- embættinu, Ragnheiður Haraldsdóttir skrifstofu- stjóri hjá heilbrigðisráðuneytinu og Herdís Sveins- dóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. I tilefni af ráðstefnunni munu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin — WHO, Alþjóðasamtök Ljósmæðra — ICM, og Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga — ICN efna til herferðar til að bæta heilsu almennings í aðildarríkjunum. Tilgangur ráðstefnunnar var að leggja áherslu á mikilvægi ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga í heil- brigðiskerfi landanna og sýna fram á hverju þær stéttir geta áorkað til að bæta heilsu almennings. Skemmst er frá því að segja að gaman var að sjá og fylgjast með hve vel okkar fulltrúar stóðu sig — hve faglega og málefnalega þeir tóku þátt í allri um- ræðu. Fundir voru frá hádegi 15.júni og til 17.30, frá kl.09.00 til 17.30 þann lö.júní og síðan frá kl.09.00 til kl. 13.00 þann 17.júní. Var þetta stíf fundarseta en jafnframt mjög fróðleg og virkilega ánægjulegt að heyra hve framarlega við á íslandi eru í okkar þjón- ustu. Greinilegt er að við getum vel við unað miðað við svo marga þó svo að alltaf megi betur gera. Stjórn Ljósmæðrafélags íslands lét útbúa plakat til að vera með á fundinum um heimaþjónustu ljós- mæðra. Vakti það mikla athygli fundargesta og fékk ég heilmiklar fyrirspurnir um þjónustuna. Fannst fólki þessi þjónusta, sem veitt er af ljósmæðrum, frá- bær og til eftirbreytni fyrir marga. Borgarstjórinn í Múnchen bauð til móttöku þann 15. júní og var það boð allt hið huggulegasta. Þýska hjúkrunarfélagið bauð síðan til matar og skemmtunar þann 16. júní með ýmsum uppákomum eins og ekta þýskum dönsum og skemmtiatriðum. Einnig var boðið uppá mat og drykk að þýskum sið. Var þetta kvöld einstaklega vel heppnað í alla staði. Ráðstefnan endaði með að ráðherra eða þeirra staðgenglar undirrituðu yfirlýsingu þar sem lofað er stuðningi við ljósmæður og hjúkrunarfræðinga til að verða leiðandi afl í heilbrigðiskerfinu og að hindrun- um sem vinna gegn því markmiði verði rutt úr vegi. Öll aðildarríkin 51, sem eiga aðild að Evrópudeild WHO, vinna nú í samræmi við 21 markmið áætlun- arinnar „Heilsa á 21.öldinni“. Stjórn félagsins fjallar um yfirlýsinguna á fundi sínum og hvernig félagið getur unnið með yfirlýs- inguna hér á íslandi. Ástþóra Kristinsdóttir, formaður LMFI UÓSMÆÐRABLAPIP 13

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.