Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 33
20. viku meðgöngu. Ákveðin mótefni af IgG flokki fara yfir fylgju frá móður til barns, en það gera IgM og IgA mótefnin ekki. Finnist bráðamótefnin IgM og IgA í blóði nýfæddra barna er það því öruggt merki um að barnið er með meðfædda Bogfrymilssótt. Dönsk rannsókn sem gerð var á árunum 1992 — 1996 sýndi að með nýjum aðferðum við að skoða þessi bráðamótefni gegn Toxoplasma með blóðprufu á filtpappír (PKU bóðprufan), fundust um 80% af öllum meðfæddum Bogfrymilssóttartilfellum (Peter- sen, E. og Lebech, M., 1998). HOemig er best að forðast smit af •Oölclttm Tojcoplasma? Toxoplasma smitast eftir tveim meginleiðum: 1. Með vefjablöðrum úr hráu eða illa meðhöndluðu kjöti 2. Með fæðu sem menguð er af eggblöðrum Þar sem allar dýrategundir geta smitast af Toxo- plasma geta allar kjötafurðir borið sníkilinn í sér í vefjablöðrum. Unnt er að drepa sníkilinn með því að gegnhita kjötið í a.m.k. 66°C eða meira eða frysta í a.m.k. sólarhring í djúpfrysti. Einnig þarf að gæta þess að meðhöndla ekki hrátt og soðið kjöt með sömu áhöldum og að vökvi úr kjötinu fari ekki á aðr- ar matvörur. Eggblöðrumar geta einungis borist með kattaskít. Eggblöðrurnar eru mun harðgerðari en vefjablöðr- urnar og geta lifað af hita, þurrk og frost í lengri tíma. Þar að auki geta eggblöðrurnar borist langar vega- lengdir með vatni og vindum. Þær geta því leynst í blómabeðinu og matjurtagarðinum þótt enginn kött- ur komist þangað. Til að minnka líkur á smiti af völdum Toxoplasma er gott að notast við eftirfarandi leið- beiningar (Dubey J.P., 1998): • Notið gúmmíhanska við alla garðvinnu. • Þvoið grænmeti mjög vel áður en þess er neytt, sérstaklega ef það er ræktað í eigin garði. • Sjóðið neysluvatn þegar það er tekið úr lækjum og tjörnum. • Þvoið hendur vel með vatni og sápu eftir garð- vinnu og meðhöndlun á hráu kjöti. • Þvoið vel skurðbretti, hnífa og vask eftir með- höndlun á hráu kjöti. • Smakkið ekki á kjöti fyrr en það er fulleldað. • Matreiðið kjöt þannig að það hitni í gegn í a.m.k. 66°C. Örbylgjur drepa ekki Toxoplasmasníkilinn. • Hyljið sandkassa þegar þeir eru ekki í notkun til að koma í veg fyrir að kettir skíti í þá og skiptið reglulega um sand í þeim. • Þeim sem eiga ketti skal bent á að skipta daglega um kattasand og nota við það gúmmíhanska. Barnshafandi konur ættu ekki að sjá um það verk. Fóðrið ketti einungis á soðnu kjöti, dósamat eða þurrfóðri. Innikettir eiga síður á hættu að fá í sig Toxoplasma en útikettir geta fengið sníkilinn úr fuglum og nagdýrum sem þeir veiða. Lokaorð Sníkillinn Toxoplasma gondii veldur Bogfrymilssótt og getur smitast frá móður til fósturs, taki kona smit á meðgöngu. Þar sem afleiðingar meðfæddrar Bog- frymilssóttar geta verið mjög alvarlegar og skaðað barnið varanlega er mikilvægt að koma í veg fyrir að barnshafandi konur smitist af Toxoplasma. Það er von mín að þessi grein hafi gefið ljósmæðrum grunn til að byggja fræðslu sína til bamshafandi kvenna á. Heimildaskrá: Allain J.P., Palmer C.R., og Pearson G., 1998. Epidemiological study of latent and recent infection by Toxoplasma gondii in pregnant women from a regionalpopulation in the U.K. J Infect; 36(2): 189-196. Cook A.J., Gilbert R.E., Buffolano W., ofl., 2000. Sources of toxoplasma infection in pregnant women: European multicentre case-control study. British Medical Journal; 321(7254): 142-147. Dubey J.P., 1998. Wliat you should know about Toxoplasmosis. The AVMA Network. http://avma.- org/care4pets/antoxo.htm Evengard B., Lilja G., Malm G., Kussofsky E., Oman H., Forsgren M., 1999. A retrospective study of seroconversion against Toxoplasma gondii durin 3.000 pregnancies in Stockholm. Scandinavian Jo- urnal of Infectious Diseases; 31(2): 127-129. Heiðdís Smáradóttir og Karl Skírnisson, 1996. Um katta- og hundasníkjudýr í sandkössum. Lækna- blaðið 1996; 82: 627-634. Jenum A., Kapperud G., Stray-Pedersen B., Mel- by K.K., Eskild A. og Eng J., 1998. Prevalence of Toxoplasma gondii specific immunoglobulin G antibodies among pregnant women in Norway. Ep- idemiol Infect; 120(1): 87-92. Petersen E., og Lebech M., 1998. Screening for toxoplasmose. Tidsskrift for Jordemodre; 108(11):- 16-17. Peyron F., Wallon M., Liou C., og Garner P, 2000. Treatments for toxoplasmosis in pregnancy. Cochrane Database Syst Rev 2000; (2): CD001684 Dagný Zoega September 2000 UÓSMÆÐRABLAt)® 33

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.