Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 7
Hugleiðingar fotmanns um Ljósmeeðrafélag Islancls stétíar- eða fagfélag? Ljósmæðrafélag íslands var stofnað 2. maí 1919 og eru ljósmæður fyrsta stétt faglærðra kvenna sem vinnur utan heimilis, en þær hafa verið embættismenn frá árinu 1762. Fyrstu ljósmæðralögin voru sett árið 1875 og fyrsta reglugerðin um réttindi og skyldur ljósmæðra kom út árið 1877. Tilgangur félagsins er m.a. að glæða áhuga íslenskra ljósmæðra á öllu því er að starfi þeirra lýtur. Ljós- mæðrafélagið hefur ávallt lagt metnað sinn í að standa fyrir fræðslu og ráðstefnum um málefni sem brenna á ljósmæðrum hverju sinni. Félagið hefur staðið fyrir því að fá fagfólk utan úr heimi til að fræða ljósmæður og til að víkka sjóndeildarhring ljósmæðra. Fræðsla á vegum félagsins hefur ætíð verið vel sótt og sýnir það hve mikinn áhuga ljósmæður hafa á að fylgjast vel með í sínu fagi, sjálfum sér og skjólstæðingum þeirra til heilla. Ljósmæðrafélag íslands hefur ávallt haft í fyrirrúmi að aðstoða ljósmæður á hvern þann hátt sem hægt er til að veita skjólstæðingum okkar betri þjónustu. Má þar nefna heimaþjónustu ljósmæðra en henni hafa ljósmæð- ur sinnt síðan 1994. Félagið stóð fyrir gerð samnings við Tryggingastofnun Ríkisins um heimaþjónustuna. Einnig var þýdd og staðfærð dönsk bók sem gefin er öllum verðandi foreldrum í mæðraverndinni og hafa þeir lýst ánægju sinni með bókina. Ljósmæðrafélag íslands hefur lýst yfir stuðningi við þær ljósmæður sem að sinna heimafæðingum sem og stuðningi við Félag áhugafólks um heimafæðingar. Ljósmæðrafélag íslands hefur unnið markvisst að því að móta stefnu fyrir ljósmæður og er stjórn félagsins ánægja af því að afhenda ljósmæðrum eintak af stefnumótun félagsins með þessu eintaki Ljósmæðrablaðsins. Hvetjum við ljósmæður til að kynna sér stefnumótunina vel og vinna eftir henni. Siðareglur ljósmæðra hafa verið gefnar út og afhentar öllum ljósmæðrum. Ljósmæðrafélag íslands leigir tvö herbergi fyrir skrifstofu sína og fundaraðstöðu í Hamraborg. 1. 4. hæð í Kópavogi. Það fer vel um alla og er aðstaðan ágæt. LMFÍ er innan Bandalags Háskólamanna og er það sam- starf með ágætum. Viljum við ljósmæður að Ljósmæðrafélag Islands sé til eða ekki? Teljum við okkur betur borgið inn- an einhverra annarra samtaka? Félagsgjöld þurfa að koma inn til að félagið geti starfað og sinnt hlutverki sínu. Fag- og stéttarfélag styður hvort annað og mjög mikilvægt er fyrir ljósmæður að einungis sé eitt félag og einn talsmaður fyrir allar ljós- mæður. Við ljósmæður í stjórn Ljósmæðrafélags íslands erum þess fullvissar að stöðu okkar er best borgið innan LMFI. Nágrannalöndin hafa prófað ýmislegt í stöðunni en ætfð endað með að vera í Ljósmæðrafélaginu sínu! A Norðurlöndum þykja ljósmæðrafélögin sterk vegna smæðar sinnar og þá hve auðveldar er að ná til allra ljósmæðra og að ná upp samstöðu hjá þeim hópi. I Danmörku eru ljósmæður betur launaðar heldur en t.d. hjúkrunarfræðingar og munar það um a.m.k. 5 launaflokkum. Sænskar ljósmæður hafa dregið sig alveg út úr samtökum heilbrigðisstétta núna frá l.janúar s.l. og eru mjög ánægðar með ákvörðunina. Þær telja að hags- munum þeirra sé betur borgið ef þær sjá sjálfar um eigin málefni að öllu leiti. í Bretlandi var mikil umræða um hvernig skyldi haga félagsmálum ljósmæðra og á árunum 1983-1985 voru margar ljósmæður sem fóru yfir í deild ljósmæðra innan hjúkrunarfélagsins. Reynslan sýndi hins vegar að ljósmæður „týndust“ í svo stóru félagi og allur félagsandi og samstaða datt niður. Árið 1988 voru svo flest- ar breskar ljósmæður komnar í Ljósmæðrafélagið sitt aftur. Nú eru ljósmæður í Bretlandi flestar í ljósmæðra- félagi og mjög sterkar þar. Kjaralega hafa ljósmæður erlendis náð mun betri árangri sérstöðu sinnar vegna heldur en ljósmæður hér á íslandi. Það sem vegur sterkast þar er örugglega að Ijósmæður sem starfa við ljósmæðrastörf eru allar í UÓSMÆÐRABLAPI9 7

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.