Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 15
Stjómatfundur Norðurlandasamtaka Ljósmeeðra haldinn í Stokkhólmi dagana 13. iil 15. sept. 2000 Á fundinn voru mættar 2 ljósmæður frá hverju Norðurlandanna 5 og einn áheyrnarfulltrúi ljósmæðra í Norska hjúkrunarfélaginu. Ástþóra Kristinsdóttir formaður LMFÍ og Hildur Kristjánsdóttir mættu fyrir fslands hönd. Að venju voru mörg mál á dagskrá og farið ansi hratt yfir enda Norðurlandaráðstefna ljósmæðra með um 1100 þátttakendum handan hornsins. Hún hófst föstudagsmorguninn 16 sept i Sollent- unamássan í úthverfi Stokkhólms. í ársskýrslum félaganna, sem alltaf eru athyglis- verðar, kom m.a. fram; • I Danmörku er verið að innleiða nýtt launakerfi fyrir ljósmæðrastjórnendur í landinu. Þær eru um 88 talsins og það á að semja beint við viðkomandi atvinnuveitendur en ekki ákveða laun þeirra í al- mennum kjarasamningum. Danska Ijósmæðrafé- lagið hélt ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Hvar eiga konur að fæða og hvernig??" Markhópur hennar voru stjórnmálamenn og áhrifamenn í ákvarðanatöku í heilbrigðisgeiranum. Það reynd- ist mikill áhugi fyrir ráðstefnunni en sýndi sig að aðeins 15-20% þátttakenda voru ekki ljósmæður. En ráðstefnan fékk talsverða fjölmiðlaumfjöllun. Meginniðurstaðan var sú að ljósmæður ættu að hlusta á konurnar og heyra hvað þær vildu. Annað sem ljósmæður í Danmörku eru að vinna með núna er að nýlega tóku þar gildi lög sem skylda ljósmæður til að tilkynna um konur sem eru fíkni- efnaneytendur. Þær hafa reynt að mótmælu þessum lögum á þeim forsendum að þau stríði gegn þagnar- skyldulögunum og að auki eru þær hræddar um að þessar konur muni ekki koma til ljósmæðranna og þar með muni ljósmæður missa af því m.a. að reyna að hvetja þessar konur til að hætta neyslunni. Þetta finnst ljósmæðrum mun stærra vandamál en að við- komandi sveitarstjóm viti um neytendur í sínu sveit- arfélagi. Að auki hafa vaknað spurningar um laga- legan rétt kvennanna og hins ófædda barns og þurfi konan aðstoð við að viðhalda rétti barnsins þá minnki möguleikar hennar til þess mjög ef hún geti ekki leitað aðstoðar hjá ljósmæðrum á meðgöng- unni. • Finnland: Þar er, eins og undanfarin ár, aðalá- hyggjuefnið að ljósmæður hafa ekki umsjón með mæðravernd allstaðar í landinu þar sem sveitarfé- lög hafa sjálfræði um hvern þeir ráða til starfans og hjúkrunarfræðingar eru æði oft valdir. Finnsk- ar Ijósmæður berjast fyrir því að þær verði viður- kenndar sem sá fagaðili sem á að annast mæðra- vernd með læknum. Þær finnsku ræddu einnig um nám Ijósmæðra og umsjónarljósmæðrakerfi sem þær hafa og kalla „fadder förening“. • I Færeyjum er verið að fækka fæðingarstöðum eins og á öllum hinum Norðurlöndunum og þetta veldur auðvitað ýmsum vandkvæðum. I Færeyj- um eru starfandi 16-17 ljósmæður. • Skýrsla Islands er í aðalatriðum samhljóða skýrslu stjórnar sem flutt var á aðalfundi félagsins í vor. Það vakti athygli á fundinum hve heima- fæðingum og heimaþjónustu ljósmæðra hefur fjölgað á stuttum tíma. Einnig fengu allir afhent tvö ný rit útgefin af félaginu: „Stefnumótun og framtíðarsýn“ og „Siðareglur". • Norskar ljósmæður fara úr AF sem eru regnhlífar- samtök sem þær tilheyra og skoða möguleika á að sækja um aðild að nýjum regnhlífarsamtökum en eru þó frekar á því að standa utan slíkra samtaka og vera alveg sjálfstæðar. Þær hafa sinn eigin samningsrétt. Þær sögðu frá því að Norsk heilbrigðisyfirvöld hefðu ráðið eina ljósmóður og einn lækni til starfa við að semja nýjar verklagsreglur fyrir bameignar- þjónustuna. Miklar umræður eru einnig í Noregi um breyting- ar á ljósmæðranámi svo það uppfylli staðla Evrópu- sambandsins. • Sænskar ljósmæður hafa slitið sambandi við regnhlífarsamtök sín og eru nú loksins alveg sjálfstæðar. Þær hafa samningsréttinn nú sjálfar sem og allan viðræðurétt t.d. við heilbrigðisyfir- völd. Þær eiga þó samstarf við regnhlífarsamtök- in um stærri mál, aðallega um alþjóðamálefni. Sagt var frá nýju verkefni sem einn læknir og ein ljósmóðir, Ulla Valdenström, sem er íslenskum ljósmæðrum að góðu kunn, hafa starfað að um alllangt skeið. Þetta verkefni fjallar um bestu að- LJÓSMÆÐRABLAÐIf? 15

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.