Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 21
verið nokkuð notað. Konur hafa valmöguleikann, en að sjálfsögðu innan eðlilegra marka. Áhersla er lögð á brjóstagöf og því ekki gefin ábót nema í völdum tilfellum og snuð eru ekki notuð nema foreldrar óski þess sérstaklega. Mikið er lagt uppúr sólarhringssamveru móður og barns og eru börn því mest hjá mæðrum sínum eftir fæðingu. Sængurlegan er 4 — 7 dagar að jafnaði en einnig veita ljósmæður á Suðurnesjum konum heimaþjón- ustu sem það vilja. Á síðustu árum hefur verið dregið úr þjónustu hvað varðar skurðstofu og er nú svo komið að ekki er hægt að kalla út skurðstofu nema frá kl. 08 til kl.20 á kvöldin. Þó er útkallsvakt aðfararnótt mið- vikudags og fimmtudags. Skurðstofan er lokuð um helgar og er þetta að sjálfsögðu mjög bagalegt og gerir okkur lífið leitt. Við höfum undanfarið fengið ljósmæðranema í 6 vikur fyrir og eftir jól og ég held að allir séu ánægðir með það. Einnig hafa verið hjá okkur hjúkrunamemar í tvær vikur í senn. Ef vikið er að kvensjúkdómaaðgerðum sem gerðar eru eru það aðallega T.V.T., Urethrocystopexiur, Prolapsar, Abd. og Vag. hysterecttomiur auk annarra aðgerða. Bama- læknir er hér þrisvar í viku að öllu jöfnu. Mæðravemd og ungbamaeftirliti er sinnt frá heilsugæslu HSS og eru tvær ljósmæður sem sinna aðallega mæðraverndinni og ljósmóðir og hjúkrunar- fræðingar sem sinna ungbarnaeftirlitinu. Foreldra- fræðslunámskeið eru haldin reglulega og hefst nýtt námskeið að jafnaði mánaðarlega. Það er haldið af ljósmóður, hjúkrunarfræðing og félagsráðgjafa. Sér- stakir pabbatfmar hafa verið haldnir undanfarin ár sem hafa mælst mjög vel fyrir. Þessa tíma sá fæð- ingalæknir (Konráð Lúðvíkssyni) um en vegna anna hjá honum hafa þeir verið felldir niður að sinni. Fæðingadeildin hér þjónar Suðurnesjunum og hafa konur frá höfuðborgarsvæðinu og víðar leitað eftir þjónustu hingað og í auknum mæli með tilkomu baðsins. Skert þjónusta skurðstofunnar hefur þó sett okkur ákveðin höft sem okkur þykir mjög bagaleg. Feeðingadeild Sjúkrahúss Akraness. Fnásögn Önnu Bjömsdóttur, Ijósmóður. Á fæðingar- og kvensjúkdómadeild Sjúkiahúss Akraness er veitt þjónusta allan sólarhringinn. Þar starfa 2 sérfræðingar og 9 ljósmæður í tæplega 6 stöðugildum. Deildin er 9 rúma deild, sængur- kvennapláss og 5 fyrir kvensjúkdóma. Deildin er mjög vel tækjum búin og til að mynda fengum við tvo nýja monitora í vor. „Bilibed" fengum við að gjöf fyrir ári síðan og var það kærkomin gjöf sem leysti gamla ljósalampann og kassann af hólmi. Mæður hafa lýst ánægju sinni með að geta nú haft börnin inni hjá sér í vöggunni meðan á meðferð stendur. Þjónustan sem veitt er er bæði almenn og sérhæfð til kvenna á meðgöngu í fæðingu, sængur- legu og vegna ýmissa kvensjúkdóma. Á síðasta ári voru fæðingar alls 207 og koma þær konur af öllu Vesturlandi, Norðurlandi-vestra og stór Reykjavíkursvæðinu. Svo lítil aukning hefur verið vegna lokana á fæðingai'deild Landsspítalans og með tilkomu Hvalfjarðargangnanna. Boðið er upp á her- bergi í hjúkrunarbústað fyrir þær konur sem koma langt að og eru á tíma, og hefur það verið notað tölu- vert, sérstaklega á veturna vegna fjarlægðar og veð- urs. Meðgöngueftirlit, ungbarnaeftirlit, foreldra- fræðsla og sónar er þjónusta sem eingöngu er veitt af ljósmóður/hjúkrunarfræðingi og sérfræðingi sem starfar á heilsugæslustöðinni og eru góð samskipti á milli þeirra og fæðingardeildar. Barnalæknir kemur úr Reykjavík einu sinni í viku og skoðar inniliggj- andi börn og böm f eftirliti á heilsugæslustöðinni. Aðstoðarlæknar eru á sólarhringsvöktum í húsinu og við flestar fæðingar og ef eitthvað fer úrskeiðis er sérfræðingur á bakvakt kallaður út. Sjúkraliðar að- stoða ljósmæður við fæðingar. Kennsla ljósmæðra og hjúkrunarfræðinema er á sjúkrahúsi Akraness og er hún í höndum tilsjónarljósmóður. Ambúlant þjón- usta er veitt á SA og nýta sér hana um 240 konur á ári. Það er monitoring, tensionmælingar, brjósta- vandamál, mat o.fl. Sú þjónusta er veitt af ljósmæðr- um. Gynokoliskar aðgerðir og aðgerðir á dagdeild eru um 300 á ári á SA, undirbúningur fyrir þær flest- ar eru unnar af sjúkraliðum en fræðsla og eftirlit í höndum ljósmæðra/hjúkrunarfræðinga. í sængurleg- unni er veitt fræðsla til sængurkvenna það er brjósta- fræðsla, brjóstavandamál, sýniböðun og fl. og er sængurlegan yfirleitt 4-6 dagar. Leikfimi, grindar- botnsæfingar, bakstrar, starfstellingar, fræðsla vegna grindarloss er í höndum sjúkraþjálfara. Sem verkja- stillandi meðferð við fæðingar er boðið uppá ýmsa valmöguleika svo sem verkjastillingu f vatni (vatns- pottinn), settar slökunarolíur útí vatnið, það voru 44 konur sem notfærðu sér það á síðasta ári. Vatnsfæð- ingar voru 14 á síðasta ári eða 6,8% og hefur áhugi á þeim aukist. Einnig er boðið uppá svæðanudd, vatns- bóludeyfingu, pudendal block, þrýstinudd, Xylocain spray á spöngina og hefur notkun þess aukist mjög á SA, pethidin er mjög sjaldan notað og síðan en ekki síst epiduraldeyfingar sem svæfingalæknar sjá um. Entonox hefur ekki verið notað á S A í 18 ár. Foreldr- ar geta síðan komið með uppáhalds geisladiskinn sinn og hlustað á róandi tónlist. Rólu fengum við LJÓSMÆÐRABLAÐIP 21

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.