Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 11
Bréf til btaðsins Eftirfarandi bréf hefur borist ritnefnd og er þar komið með fyrirspurnir og óskir um efni í blaðið. Bréfið er því birt hér í því augnamiði að hvetja til umræðu og vonandi koma einhverjum af stað að skrifa í blaðið. Grundarfirði 14.04.00 Ljósmæðrafélag íslands Varðar: upplýsingar til ljósmæðra utan Landspítala. Góðan og blessaðan daginn, ritstjórar Ljósmæðrablaðsins. Mig langar að bera fram óskir um efni í Ljósmæðrablaðið. I liðinni viku sótti ég námskeið greiningarstöðvarinnar um klofinn hrygg (hryggrauf) og kom þar margt fróðlegt fram. Meðal annars að hryggraufin eða mænurörið er lokað á 28. degi meðgöngu. Kom þá í huga mér þessi nýju fyrirmæli um Folinsýruna sem á að taka 4 vikum fyrir fyrirhugaðan getnað. Á Islandi er það oftast raunin að fæstar konur vita með vissu á 28. degi að þær eru ófrískar og þá kemur spurningin. Getur blaðið birt grein um rannsóknina sem folinsýru inntakan er byggð á? Hvaða gagn er þá fyrir fóstrið að t.d. hefja töku Folinsýru við 12 vikur ef þetta er fyrirbyggjandi inntaka? Á að afhenda bæklinginn með þungunarprófinu í apótekinu? Hvaða fæði er nú mælt með fyrir verðandi mæður til að fá járn, þegar lifur og þá væntanlega lifrarpylsa hafa verið tekin út af skrá? (bæklingur manneldisráðs og landlæknis). Hver eru hin skaðlegu áhrif A-vítamíns á fóstrið? Þá hvíslaði að mér ein ljósmóðir á fæðingardeildinni að nú væri Hildur Harðardóttir komin með ný viðmið urn sykursýki í meðgöngu. Eiga að gilda önnur viðmið utan Landspítalans eða hefur þetta bara farið fram hjá mér? Hvað með háþrýsti viðmið? Eða annað nýtt og spennandi faglegt, sem við dreifbýlisljósmæðurnar erum ekki inni í umræðunni með! Segja okkur frá nýja Hreiðrinu, Ljósinu og LMT, kannski getum við lært af hinu nýja og þannig orð- ið okkar skjólstæðingum betri stoð en áður hefur verið. Ljósmæðrakveðjur, Undirritað: Hildur Sæmundsdóttir NetDoklor.is í samstarf <>ið tjósmeeður NetDoktor.is, sem er óháður heilsuvefur, leitaði í vor eftir samstarfi við ljósmæður um yfirlestur og svörun fyrirspurna á vefnum. Ljósmæðurnar Guðlaug Einarsdóttir og Dagný Zoega urðu við beiðni rit- stjóra NetDoktor.is og hefur verið opnaður hnappur á síðunni með efni um meðgöngu, fæðingu og brjóstagjöf í umsjá þeirra. Ennfremur er hægt að senda fyrirspurnir á vefinn og sjá ljósmæðurnar um að svara því sem að þeirra sérfræðiþekkingu lýtur. Fer fjöldi fyrirspurna stöðugt vaxandi og er greinilegt að landinn kann vel að meta þessa nýbreytni í þjónustu. Það gefur líka auga leið að svona þjónusta gerir ljósmæður og þekkingu þeirra sýnilegri almenningi. LJÓ5MÆE>RADLAPIÐ 11

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.