Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 37
gjafa og ástæður þess að konur hætta með börn sín á brjósti. Kostir brjóstagjafar eru ræddir og einnig hvenær og hvers vegna börnum er gefin ábót. Könn- un var gerð á kvennadeild Landspítalans og rætt var við þrettán konur í sængurlegunni og einnig var hringt í tólf konur sem fæddu fyrir fjórum til sex mánuðum síðan. Stuðst er við hugmyndafræðina “Tíu þrep í átt til árangursríkra brjóstagjafa” við gerð spurningalista og úrvinnslu könnnunarinnar. Greinilegt er að konur vilja fá fræðslu á með- göngunni um brjóstagjöf. Kostir brjóstagjafar fyrir móður og barn eru ótvíræðir og heilbrigðisstarfsfólki er skylt að kynna þá fyrir verðandi foreldrum. Ábót er enn allt of oft gefin nýburnum án þess að heil- brigði og vellíðan barnsins krefjist þess og skráning á þvf hvers vegna barni er gefin ábót er sjaldgæf. Breytingar þurfa að verða á þessum þáttum til að kvennadeild Landspítalans fái viðurkenninguna “barnvænt sjúkrahús” og er það von mín að þetta verkefni geti nýst þeim hópi sem nú vinnur að því að fá viðurkenninguna. „Að gróðursetja jákóoeU 1utgarfar“ Sjálfst'ýrking til re'ýkleýsis á meðgöngu Höfundur Karílas Uarsdóttir I þessu verkefni er fjallað um reykingar á meðgöngu og skoðaðar leiðir til að draga úr þeim. Rætt er um þætti, sem hafa áhrif á reykingarnar, áherslur í heil- brigðisfræðslu, samskipti ljósmæðra og kvenna og skoðað hvers vegna fræðsla hefur ekki borið meiri árangur. Varpað er ljósi á aðferðir sem beitt hefur verið til að reyna að draga úr reykingum á meðgöngu og met- ið hverjar eru líklegar til að skila árangri. Skilgreind- ir eru þættir sem möguleiki er að nýta í þessum til- gangi. Athyglisvert er að konur skila sér mjög illa í hópmeðferð og árangur því lítill sem enginn. í niðurstöðum kemur fram að árangurs er helst að vænta með einstaklingsmeðferð hjá ljósmóður, kerf- isbundinni aðstoð með reglubundnum persónulegum samskiptum í meðgönguverndinni, ásamt símaþjón- ustu milli heimsókna. Höfundur telur að sjálfstyrk- ing konunnar geti verið eitt mikilvægasta tækið til „að gróðursetja jákvætt hugarfar" og ná árangri í barátunni við reykingar á meðgöngu. Ljósmóðuróiötal eflir feeðingu Höfundur Uafdís Rúnarsdóttir Sængurlegan er „Öskubuskan“ í barneignaferlinu þar sem hún er bæði vanmetin og lítið rannsökuð af ljós- mæðrum sjálfum. í hugum margra kvenna er eins og barneignaferlinu sé lokið um leið og fæðingin er af- staðin. Ein stærsta áskorun ljósmæðrastéttarinnar í dag er að breyta þessum viðhorfum og horfa á sæng- urleguna í víðara samhengi. Tilfinningastuðningur er það sem skiptir konurnar mestu máli í sængurleg- unni, mikilvægur þáttur í þessum stuðningi felst í að gefa sér tíma til að hlusta á konurnar. Hin eðlilega og rólega fæðing er stór viðburður í lífi konunnar og til að samþætta þá upplifun lífsreynslu sinn, er nauð- synlegt fyrir konuna að fá tækifæri til að ræða upp- lifun sína af fæðingunni. Hið sérstaka samband sem myndast milli konu og ljósmóður getur haft mikil- væg áhrif á upplifun konunnar af fæðingunni. „Meðferða“-samband í fæðingu þarf að byggjast á gagnkvæmu trausti og virðingu. Nauðsynlegt er fyrir Ijósmæður að gera sér grein fyrir hvað það er í fæð- ingunni sem valdið getur konum andlegu áfalli. Rannsóknir hafa sýnt að ljósmóðurviðtal í sængur- legu getur dregið úr andlegri vanlíðan kvenna eftir fæðingu. Gæði ljósmæðraþjónustu eru háð gæðum mannlegra samskipta. Góð tjáskipti eru því horn- steinn góðrar ljósmæðra þjónustu. Nauðsynlegt er að gera ljósmóðurviðtal í sængurlegu að sjálfsögðum hluta af þeirri þjónustu sem veitt er í sængurlegunni. Staða forelclraftvcðslu í núKmasamfélagi Uöfundur: Uríga Uarðardóttir. Verkefni þetta er til embættisprófs í ljósmóðurfræði og var unnið við Háskóla íslands vorið 2000. Til- gangur þess er að skoða stöðu og markmið foreldra- fræðslunámskeiða, hvort slík námskeið eiga erindi til fólks í nútímasamfélagi og hlutverk ljósmæðra í því sambandi. Leitað var heimilda í gagnagrunnum Ovid, PsycLit og Cochrane Library. Skoðuð voru foreldra- fræðslunámskeið í sögulegu samhengi og metin tengsl þeirra við upplýstar ákvarðanir og val kvenna í bameignarferlinu. Helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið um foreldrafræðslunámskeið voru athug- aðar og einnig gagnrýni á gagnsemi þeirra og hlut- verk. Gerð var könnun á stöðu foreldrafræðslunám- skeiða á Islandi. Haft var samband við 23 ljósmæður á átján stöðum þar sem foreldrafræðslunámskeið eru í boði, voru þær spurðar sömu fimm spurninga. Helstu niðurstöður verkefnisins eru: • Foreldrafræðslunámskeið eiga rétt á sér í íslensku nútímasamfélagi ef vel er að þeim staðið. • Foreldrafræðslunámskeið hafa áhrif á viðhorf fólks til fæðinga og ef markmið þeirra eru viðeig- LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 37

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.