Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 38
andi styrkja þau sjálfsöryggi foreldra og efla upp- lýst val. • Ljósmæður vera ábyrgð á að skipuleggja foreldra- fræðslu og stuða að árangursríkri framsetningu. • Illa er staðið að málefnum foreldrafræðslu á ísandi, skortur er á stuðningi við ljósmæður sem stjóma foreldrafræðslunámskeiðum. Mælt er með að komið verð á fót fræðslumiðstöð sem gagnast bæði ljósmæðrum og verðandi foreldrum, þar sem safnað er saman og miðlað nýjustu upplýs- ingum um barneignir og kenningum í foreldra- fræðslu. Brostnar <»onir. Beýnsla foreldra af greiningu fósturgalla á meögöngn og meðferð Uöfimdur Sesselja lugólfsdótHr Tilgangur þessa verkefnis var að skoða reynslu for- eldra þegar galli greinist hjá væntanlegu barni þeirra og upplifun þeirra af þeirri fræðslu og umönnun sem vænst er af fagfólki í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið er tvíþætt annars vegar er samantekt á fræðilegu efni sem áður hefur verið rannsakað og rit- að um viðfangsefnið og hins vegar er lýsing á viðtali þar sem kona segir frá reynslu sinni af greiningu fósturgalla og þjónustu í kjölfarið. Viðtalið var greint í þemu og tilvitnanir úr viðtalinu samtvinnaðar við fræðilegt efni í fræðilega kaflanum er skoðað upp- lýst val og ákvörðunartaka þegar væntanlegt barn greinist með fósturgalla og áhrif áfallsviðbragða á andlega og líkamlega líðan konunnar og verðandi foreldra. Auk þess eru skoðuð áhrif áfallsviðbragða á meðgöngu eftir missi.. I kjölfar þess að væntanlegt barn foreldra greinist með galla upplifa þeir mikinn kvíða, sektarkennd og sorg sem getur staðið í langan tíma jafnvel í mörg ár. Rannsóknir sýna að flestar konurnar voru nokkuð sáttar við þá þjónustu sem þær fengu. Samt sem áður var um helmingur þeirra haldnar kvíða og þunglyndi í langan tíma eftir að fæðing hafði verið framkölluð. Með tilkomu gífurlegra framfara í fósturrann- sóknum er þessi hópur stækkandi og ber gjarnan harm sinn í hljóði. Framköllnn fíeðingar: UjDpl-ýst Val og Hðan k-Oenna Höfundur: Sigrim Krístjánsdóttir Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á líðan kvenna í framkölluðum fæðingum og fjalla um upp- lýst val þeirra í þeim. Söguleg þróun gangsetninga er rakin og kynntar eru ábendingar, frábendingar og áhættur við gangsetningar. Staldrað er mest við gangsetningar vegna meðgöngulengdar og því velt upp hvers vegna konur sem komnar eru á tíma vilja vera gangsettar. Fjallað er um hlutverk ljósmæðra í þessu ferli. Tekin eru viðtöl við tvær konur til að varpa frekara ljósi á líðan kvenna í framkölluðum fæðingum. Fræðilegt lesefni tengist frásögnum þeirra.Mikilvægt er að ljósmæður og annað fagfólk upplýsi konur um niðurstöður rannsókna og ræði kosti þess að ganga áfram með barnið og ókosti þess að fæðing sé framkölluð áður en meðgöngu lýkur. Konum er mikilvægt að hafa stjórn yfir sinni með- göngu og fæðingu. Til þess þurfa þær að vera vel upplýstar um þá áhættu að fara í gangsetningu sem og aðrar áhættur ef þær velja það að fara ekki í gang- setningu.I vissum tilfellum eiga gangsetningar rétt á sér. Það eru tilfelli þegar móður eða barni er stefnt í voða með áframhaldandi meðgöngu. Hér á íslandi er fjöldi gangsetninga frekar lágur, miðað við mörg önnur lönd eða 12-14%. Fjöldinn hér fer samt vax- andi með ári hverju og því er mikilvægt að við höld- um vöku okkar svo þessi tíðni haldi ekki áfram að aukast. Ekki ætti að gangsetja fæðingu skipulega við 41-42 vikur ef það er eina ástæðan fyrir gangsetningunni, heldur fylgjast vel með móður og barni eftir 42 vikur og gangsetja einungis ef læknisfræðilegar ástæður eru fyrir hendi. Hjartsláttamtnn í þcöingxi: Samanburöur fr«ða og framkOecmdar Uöfundur: Greta JYiattbíasdóttir Tilgangurinn með verkefni þessu er að bera saman rannsóknarniðurstöður sem birtar hafa verið varð- andi hjartsláttarritun í fæðingum við núgildandi verklagsreglur á fæðingardeild Landsspítalans um notkun hans. Farið er í grófum dráttum yfir sögu og þróun hjartsláttarritunar og teknar saman helstu niðurstöður rannsókna varðandi notkun hans í fæðingum. Eins er minnst á hugsanleg áhrif hjartsláttarritunar á fæðing- una og móðurina sjálfa. Á Fæðingardeild Landsspítalans er unnið að því að koma á gæðastarfi í samræmi við gæðaáætlun Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, en þar er gert ráð fyrir gerð klínískra leiðbeininga. Fjallað er almennt um gæðastjórnun og það hvernig ætlast er til að staðið sé að gerð þessara leiðbeininga. Helstu niðurstöður eru þær að núgildandi verk- lagsreglur varðandi notkun hjartsláttarrita í fæðing- 3Ö LJÓSMÆ9RABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.