Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 32
Tíðni Bogfn}milssóttar í Danmörku var tíðnin skoðuð árin 1992 — 1996 hjá barnshafandi konum og nýfæddum börnum og kom í ljós að af 89.000 konum höfðu 74,6% ekki mótefni gegn Toxoplasma fyrir meðgöngu og að ein af hverj- um 500 konum tók smit á meðgöngunni. U.þ.b. eitt af hverjum 2500 börnum fæddist með Bogfrymils- sótt. Tíðni smits eykst með aldrinum og má reikna með að 60% sextíu ára og 10% tíu ára einstaklinga í Danmörku séu smitaðir (Petersen, E. og Lebech, M., 1998). Rannsókn sem gerð var á 13 þúsund barnshafandi konum í austur Englandi, og var birt árið 1998, sýndi að 7,7% höfðu smitast fyrir meðgöngu og var tíðnin hærri eftir því sem konurnar voru eldri (6,8 — 17,8% eða 1-2% aukning fyrir hver 5 ár). Ut frá þessari rannsókn var spáð að 3 — 16 fóstur á hverjar 10.000 meðgöngur myndu fæðast með Bogfrymilssótt (Allain J.R, Palmer C.R., og Pearson G. 1998). Árið 1992 — 1993 var gerð í Noregi rannsókn á tíðni Toxo- plasma meðal 35.940 barnshafandi kvenna og kom í ljós að tíðnin yfir þýðið var 10,9%. Minnsta tíðnin var í norðurhéruðunum, 6,7%, en mest var tíðnin á heitari svæðum meðfram ströndinni og í höfuð- borginni Oslo, 13,4%. Áberandi var í þessari rannsókn að þær kon- ur sem voru aðfluttar höfðu hærri tíðni Toxoplasmasmits en norsku konurnar. Einnig jókst tíðnin með auknum fjölda barna (Jenum P.A., Kapperud G., Stray-Petersen B., Melby K.K., Eskild A„ og Eng J. 1998). I Svíþjóð var einnig gerð könnun á tíðni Toxo- plasma sýkinga í sænskum konum á meðgöngu. Rann- sóknin var unnin eftir á úr blóðsýnum 3.094 kvenna við fæðingu 1992-1993. Mótefni fundust hjá 14% kvennanna. Blóðvökvi sem tekinn var á fyrsta tri- mesteri og naflastrengsblóð úr börnum þeirra sýndi að mótefnamyndun hafði átt sér stað hjá 4 konum á meðgöngunni. Ut frá þessum tölum reikna höfundar með að tíðni sýkinga á meðgöngu sé um 1 á hverjar 1000 konur. Jafnframt benda þeir á nauðsyn þess að gera stærri rannsókn á tíðni Bogfrymilssóttar í Sví- þjóð (Evengard B„ Lilja G„ Capraru T„ Malm G„ Kussofsky E„ Oman H. og Forsgren M. 1999). Er ásbeða til að skinta fýriv BogfrýmilssóU? Peyron, Wallon, Liou og Garner (2000) gerðu viða- mikla heimildaleit yfir tilviljanakenndar, stýrðar rannsóknir sem báru saman útkomu sýklalyfjameð- ferðar móti engri meðferð barnshafandi kvenna með líklega eða staðfesta bráða Bogfrymilssótt á með- göngu, þar sem útkoma barnana var tekin með. Þeir fundu enga heimild, af þeim 2591 sem þeir skoðuðu, sem uppfyllt fyllilega kröfur þeirra. Niðurstaðan var sú að þrátt fyrir að margar rannsóknir hafi verið gerðar á síðustu þrern áratugum þá sé ekki vitað með vissu hvort meðferð á meðgöngu hjá konum með Bogfrymilssótt rninnki líkur á smiti til fóstursins. Þar sem skirnun fyrir Toxoplasma sé dýr þurfi að meta áhrif meðferðarinnar og gildi hópskimunar. í löndum þar sem skimun eða meðferð sé ekki framkvæmd reglubundið ætti ekki að koma slíkri tækni á án und- angenginnar vandlega unninnar rannsóknar. I Danmörku er hins vegar skimað fyrir Bogfrymilssótt hjá nýburum með PKU prufunni. Út frá rann- sóknum er vitað að í Danmörku fæðast árlega milli 20 og 30 börn með meðfædda bogfrymilssótt. Þar sem sýktu mæðurnar eru í flestum tilvikum einkennalausar er einung- is í undantekningartilvikum hægt að benda þeim á að vera á varð- bergi fyrir mögulegum einkennum. Petersen og Lebech (1998) benda á að flest þeirra barna sem sýkjast á meðgöngu fæðast einkennalaus og því finnst sjúkdómurinn ekki fyrr en löngu eftir fæðingu. Sjónskerðin vegna bogfrymilssóttar uppgötvast t.d. yfirleitt um 4 ára aldur og vatnshöfuð gerir sjaldan vart við sig fyrr en um 5-6 ára aldurinn. Þessi sjúkdómseinkenni væri hægt að fyrirbyggja með meðferð með sýklalyfjum strax eftir fæðingu. Snemmmeðhöndlun á meðfæddri Bogfrymilssótt myndi einnig bæta horfur barna með andleg og líkamleg þroskafrávik (Petersen, E. og Lebech, M„ 1998). Þar sem hægt er að fyrirbyggja síðkomin einkenni Bogfrymilssóttar með snemmmeðhöndlun, telja Pet- ersen og Lebech (1998) það vera viðeigandi að þess- um börnum sé boðin meðferð. Þar sem sýkingin er hins vegar oftast einkennalaus, bæði hjá mæðrum og börnum, er einungis hægt að finna hana með reglu- bundinni skimun nýbura. Skimun fýrir meöfaedclri Bogfrýmilssólt Við smit með Toxoplasma myndar ónæmiskerfið mótefni og fóstrið getur myndað mótefni frá u.þ.b. 32 LJÓSMÆPRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.